Tískuparið Lína Birgitta og Gummi Kíró glæsileg í New York.Aðsend
Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun.
Að sögn Línu gekk sýningin vonum framar og fékk góð viðbrögð. Hún fór fram utandyra með glæsilegt útsýni háhýsa allt um kring.
Lína í viðtali eftir sýninguna.Aðsend
Lína grét úr gleði og spennufalli um leið og sýningu lauk.
Sýningin fór fram utan dyra á glæsilegum stað í stórborginni.Aðsend
Gummi styður fast við bakið á sinni konu og gefur ekkert eftir í klæðaburði, enda gjarnan talinn einn best klæddi maður Íslands.
Gallaefni á gallaefni eða denim on denim hefur verið mjög vinsælt og Gummi rokkar það á rigningardegi í New York.Instagram @gummikiroGummi mætti í hvítu hálfgegnsæu dressi á sýningu Línu.Instagram @gummikiroGummi í trylltum buxum á rölti í Soho.Instagram @gummikiro
Samhliða tískusýningunni hafa hjúin náð að njóta tískuvikunnar í botn með dóttur Gumma, Lilju Marín.
Þau áttu meðal annars góðan dag í Soho hverfinu, skáluðu í kampavín með tryllt útsýni, þræddu hátískuverslanir á borð við Balenciaga og nutu í Central Park.