„Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. september 2024 12:33 Gréta María Grétarsdóttir er framkvæmdastjóri Prís. Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum. „Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan. Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira
„Ég elst að mestu leyti upp á Flateyri, en mamma mín er úr Reykjavík og hún er alinn upp hérna í Vesturbænum. Reykjavík kallaði alltaf á hana aftur og við vorum stundum svona á milli staða. En svo þegar ég varð ellefu ára þá eignast mamma tvíbura og hún var svona frekar „gömul“ þá en samt bara 39 ára,“ segir Gréta og hlær. „Á Flateyri var enginn læknir, heldur bara hjúkrunarfræðingur og þannig að við flytjum í bæinn þegar hún eignast tvíburana 1991 og þá flytjum við í Seljahverfið,“ segir Greta sem fór mikið í körfuboltann í Breiðholtinu og er það enn stór hluti af hennar lífi. „Ég var mjög góð, þó ég sé ekkert að monta mig. Ég var mjög efnileg og var alltaf að þjálfa með,“ segir Gréta sem þjálfar enn í dag körfubolta. Aftur í bransann Gréta útskrifaðist úr Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærði véla- og iðnaðarverkfræði í Háskóla Íslands. „Eftir það fer ég í bankageirann og er inni í þeim geira til ársins 2016,“ segir Gréta sem varð meðal annars fjármálastjóri Festi, en hætti þar árið 2020. Leið Grétu lá til sjávarútvegsfyrirtækisins Brims og síðan í ferðaþjónustuna með Arctic Adventures. Þá kom kallið að snúa aftur í matvörubransann og ganga til liðs við Prís. Verslunin opnaði dyr sínar þann 16. ágúst en verslunin er í rekstri Heimkaupa sem tilheyra Skel. „Samkeppni er af hinu góða og þegar þú ert á markaði þar sem fáir eru þá lendir þetta bara í stöðu sem öllum finnst þægileg. Svo kemur inn nýr aðili og við værum ekkert að koma inn nema við teldum að það væri svigrúm til að bjóða lægsta verðið. Við höfum séð hvernig markaðurinn hefur þróast undanfarin ár og sjáum að núna er tækifæri til að sveigja sér þarna undir. Þar ætlum við að staðsetja okkur. Á meðan ég er ætlum við að vera ódýrust á markaði.“ Sindri kíkti í morgunkaffi til Grétu á fallegt heimili hennar og fjölskyldunnar og má sjá innslagið hér að neðan.
Ísland í dag Matvöruverslun Verslun Morgunkaffi í Íslandi í dag Mest lesið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Leikjavísir Lil Nas X laus gegn tryggingu Lífið Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Fleiri fréttir Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Sjá meira