Böðvari blöskraði ræða Atla Viðars: „Hélt að Alex Jones hefði tekið við þættinum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 11. september 2024 13:32 „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum“ segir Böðvar. Samsett/Vísir/Getty Böðvar Böðvarsson, leikmaður FH, bjóst við því að fara í leikbann vegna átaka hans og Guðmundar Kristjánssonar, leikmanns Stjörnunnar, á dögunum en í dag kom í ljós að svo verður ekki. Þrátt fyrir það segir hann rétta niðurstöðu að hann sleppi við bannið. Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur. FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Böðvari og Guðmundi lenti saman í 3-0 sigri Stjörnunnar á FH þann 1. september síðastliðinn. Sá fyrrnefndi gaf Stjörnumanninum olnbogaskot og Guðmundur svaraði fyrir sig með kjaftshöggi. En hvernig upplifði Böðvar uppákomuna? „Bara einhver kýtingur í horni þar sem ég á að blokka hann á nær, vorum búnir að vera kýtast eitthvað fyrir þetta og svo endar það eins og það endar,“ segir Böðvar í samtali við íþróttadeild. Aðspurður hvort hann hafi ekki átt að fara í bann líka segir hann: „Mér persónulega hefði fundist það glórulaust en ég er vissulega ekki hlutlaus.“ segir Böðvar og hefur litla skoðun á lengd banns Guðmundar. „Það er ekki mitt að dæma og skiptir mig í raun engu máli, bara gott að þetta sé búið og við höldum áfram með lífið.“ Atvikið umtalaða má sjá að neðan. Hafið þið Gummi eitthvað rætt þetta? „Nei það er ekkert til að ræða í rauninni, það hafa allir misst stjórn á sér. Ég þar á meðal.“ Böðvar segir að ofan að honum hefði fundist glórulaust að hann yrði dæmdur í bann. Þrátt fyrir það bjóst hann við því að hann færi í bann vegna umræðunnar um atvikið. „Ég bjóst við því að aganefndin myndi dæma mig í bann, einungis útaf heilalausri umræðu um þetta. En sem betur fer lét hún það framhjá sér fara,“ segir Böðvar. Líkir vini sínum Atla við Alex Jones Vel var farið yfir málið í Stúkunni á Stöð 2 Sport þar sem þeir Guðmundur Benediktsson, Baldur Sigurðsson og Atli Viðar Björnsson sammæltust allir um það að bæði Böðvar og Guðmundur ættu skilið að fara í leikbann vegna átakanna. Atli Viðar, sem er fyrrum liðsfélagi Böðvars hjá FH, sagði meðal annars: „Þetta er eitthvað það ótrúlegasta sem ég hef séð í fótboltaleik. Það að Böddi ákveði að gefa Guðmundi olnbogaskot þarna er til háborinnar skammar. Svarið hjá Gumma Kristjáns er álíka skammarlegt. Mig vantar orð til að lýsa hvað mér er misboðið við að horfa á þetta.“ Atli Viðar kallaði eftir leikbanni á Böðvar.vísir/S2s Böðvar var furðu lostinn yfir þessari umræðu og sendir pillu á sinn fyrrum liðsfélaga. „Nú elska ég Atla Viðar skilyrðislaust þannig mögulega fór hans einræða sérstaklega mikið í taugarnar á mér. Mér blöskraði,“ segir Böðvar. „Ég dáðist að honum fyrir að vera alveg orðlaus yfir minni hegðun, en að ná á einhvern ótrúlegan hátt að breyta því í fjögurra mínútna ræðu um að mín þáttaka í þessu öllu hefði eiginlega verið verri,“ „Ég hélt á tímabili að Alex Jones vinur hans á InfoWars hefði tekið við þættinum, leikþátturinn var það góður,“ segir Böðvar léttur.
FH Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira