„Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil“ Lovísa Arnardóttir skrifar 11. september 2024 13:29 Samtökin Aldin hafa mótmælt við flugvöllinn með því að setja upp borða til að vekja athygli á mengun. Mynd/Aldin gegn loftslagsvá Samtökin Landvernd og Aldin gegn loftslagsvá krefjast þess að flugi með einkaþotum og þyrluflugi um Reykjavíkurflugvöll verði settar skorður og fellt undir mengunarbótareglu Ríó-sáttmálans. „Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn. Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
„Við viljum að stjórnvöld framfylgi loftslagsmarkmiðum í allra þágu og að þeir sem losa mest axli ábyrgð á sinni mengun,“ segir í sameiginlegri tilkynningu frá samtökunum. Þar kemur einnig fram að samtökin lýsi yfir stuðningi við Hljóðmörk, nýstofnuð íbúasamtök gegn hljóðmengandi flugumferð um Reykjavíkurflugvöll. Krafa Hljóðmarka er að óþarfa umferð einkaþota og þyrlna hverfi frá Reykjavíkurflugvelli. Í samtökunum er fólk sem býr í Vesturbæ Reykjavíkur, miðbæ og á Kársnesi. Í sameiginlegri tilkynningu frá Landvernd og Aldin kemur fram að þau vilji, eins og Hljóðmörk, að íbúar fái beina aðild að opinberum nefndum og samráðshópum um stefnumótun um notkun Reykjavíkurflugvallar í ljósi vaxandi mengunar af flugi. „Umferð einkaflugvéla hefur aldrei verið jafn mikil, hvort heldur hér á landi eða í veröldinni allri, á kostnað andrúmsloftsins, líffræðilegs fjölbreytileika og þar með lífsskilyrða núlifandi og komandi kynslóða,“ segir í tilkynningunni. Fimmtán einkaþotur á dag Þá er bent á að Aldin hafi mótmælt umferð einkaþota á flugvellinum með því að hengja upp borða við flughlaðið þar sem flugvélarnar standa. Í tilkynningu samtakanna segir að um flugvöllinn fari á hverjum degi allt að fimmtán einkaþotur og að þær greiði ekkert fyrir hávaðamengun og koltvísýringslosun. Í því samhengi er bent á að hver farþegi í einkaþotu vald tí- til fimmtánfaldri koltvísýringsmengun samanborið við farþega í áætlunarflugi. Þá kemur einnig fram að í júlí í fyrra hafi sautján þúsund farþegar farið um flugvöllinn sem sé fjölgun frá árinu á undan. Þá sé ótalin vaxandi þyrluumferð og annað útsýnisflug um flugvöllinn.
Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll Við verðum að ræða um Reykjavíkurflugvöll. Undanfarin ár hefur hávaðamengun frá flugvellinum keyrt um þverbak. Þyrlur með ferðamenn fara í röðum frá vellinum, hanga yfir heita pottinum í Vesturbæjarlaug, yfirgnæfa söng í jarðarförum í Öskjuhlíð, vekja sofandi smábörn á Kársnesi og trufla fögnuð brúðhjóna fyrir utan Fríkirkjuna. 11. september 2024 08:02