Vildi vernda De Ligt með því að taka hann af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. september 2024 19:30 De Ligt og Virgil van Dijk, fyrirliði Hollands. EPA-EFE/MAURICE VAN STEEN Þjálfari Hollands Ronald Koeman sagðist hafa verið að vernda Matthijs de Ligt, sem gekk nýverið í raðir Manchester United, þegar varnarmaðurinn var tekinn af velli í hálfleik gegn Þýskalandi í Þjóðadeildinni. Leikurinn fór fram á gamla heimavelli De Ligt í Amsterdam en hann lék á sínum tíma með Ajax þar á bæ. Staðan í hálfleik var 2-1 gestunum í vil og var hægt að benda á De Ligt sem sökudólg í báðum þeirra. Holland skoraði snemma í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Í fyrra marki Þýskalands átti hinn 25 ára gamli De Ligt slæma sendingu út úr vörninni og í því síðara þá náði hann ekki að hreinsa almennilega frá marki. Það var ekki við hann einan að sakast þar en eftir að hafa verið heldur kærulaus gegn Bosníu og Hersegóvínu í leiknum á undan ákvað Koeman að taka miðvörðinn af velli. „Auðvitað hefði ég viljað halda honum inn á vellinum en það virðist sem svo að hann sé að fara í gegnum tímabil þar sem honum er refsað fyrir hver einustu mistök sem hann gerir,“ sagði Koeman eftir leik. „Ég gaf honum annað tækifæri í leiknum gegn Þýskalandi en ákvað á endanum að vernda hann með því að taka hann af velli,“ bætti Koeman við. De Ligt gekk í raðir Man United í síðasta mánuði en hann hefur einnig spilað fyrir Bayern München, Juventus og uppeldisfélagið Ajax. Hann hefur ekki byrjað tímabilið frábærlega á Englandi en Man United steinlá fyrir erkifjendum sínum í Liverpool fyrir landsleikjahléið. Nú er að bíða og sjá hvort þessar slæmu frammistöður muni elta De Ligt til Englands eða hvort hann geti skilið þær eftir og minnt fólk á af hverju hann var talinn einn efnilegasti miðvörður heims á sínum tíma. Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira
Leikurinn fór fram á gamla heimavelli De Ligt í Amsterdam en hann lék á sínum tíma með Ajax þar á bæ. Staðan í hálfleik var 2-1 gestunum í vil og var hægt að benda á De Ligt sem sökudólg í báðum þeirra. Holland skoraði snemma í síðari hálfleik og lauk leiknum með 2-2 jafntefli. Í fyrra marki Þýskalands átti hinn 25 ára gamli De Ligt slæma sendingu út úr vörninni og í því síðara þá náði hann ekki að hreinsa almennilega frá marki. Það var ekki við hann einan að sakast þar en eftir að hafa verið heldur kærulaus gegn Bosníu og Hersegóvínu í leiknum á undan ákvað Koeman að taka miðvörðinn af velli. „Auðvitað hefði ég viljað halda honum inn á vellinum en það virðist sem svo að hann sé að fara í gegnum tímabil þar sem honum er refsað fyrir hver einustu mistök sem hann gerir,“ sagði Koeman eftir leik. „Ég gaf honum annað tækifæri í leiknum gegn Þýskalandi en ákvað á endanum að vernda hann með því að taka hann af velli,“ bætti Koeman við. De Ligt gekk í raðir Man United í síðasta mánuði en hann hefur einnig spilað fyrir Bayern München, Juventus og uppeldisfélagið Ajax. Hann hefur ekki byrjað tímabilið frábærlega á Englandi en Man United steinlá fyrir erkifjendum sínum í Liverpool fyrir landsleikjahléið. Nú er að bíða og sjá hvort þessar slæmu frammistöður muni elta De Ligt til Englands eða hvort hann geti skilið þær eftir og minnt fólk á af hverju hann var talinn einn efnilegasti miðvörður heims á sínum tíma.
Fótbolti Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Sjá meira