Verðbólga fari undir fimm prósent í lok árs Árni Sæberg skrifar 12. september 2024 10:47 Una Jónsdóttir er forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans. Vísir/Vilhelm Hagfræðideild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,08 prósent á milli mánaða í september og að verðbólga minnki úr 6,0 prósent niður í 5,7 prósent. Deildin á von á áframhaldandi lækkun næstu mánuði og að ársverðbólga verði komin niður í 4,9 prósent í lok árs. Íslandsbanki spáir örlítið meiri verðbólgu í lok árs. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember. Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að húsnæðisliðurinn og útsölulok á fötum og skóm hafi mest áhrif til hækkunar. Til lækkunar að þessu sinni sé það matarkarfan, flugfargjöld til útlanda og bensín. Auk þess muni gjaldfrjálsar skólamáltíðir valda því að liðurinn hótel og veitingastaðir lækki nokkuð. Minni verðbólgu spáð nú en eftir síðustu mælingu Samkvæmt skammtímaspá deildarinnar muni vísitala neysluverðs hækka um 0,23 prósent í október, standa óbreytt í nóvember og hækka um 0,32 prósent í desember. Gangi spáin eftir verði verðbólga 5,3 prósent í október og 4,9 prósent í nóvember og desember. Spáin sé aðeins lægri en síðasta spá sem birt var í kjölfar þess að Hagstofan birti ágústmælingu vísitölu neysluverðs. Munurinn skýrist aðallega af því að verðmælingar deildarinnar á bensíni og á mat og drykkjarvörum hafi verið nokkuð lægri en búist var við. Á móti geri deildin ráð fyrir aðeins veikari gengi. Íslandsbanki spáir líka minni verðbólgu Greining Íslandsbanka spáir því sömuleiðis að verðbólga muni hjaðna í september. Í tilkynningu segir að vissir liðir liti mælinguna þar sem áhrif útsöluloka og lækkun flugfargjalda vegast á. Lægri kostnaður við skólamáltíðir komi einnig við sögu í mánuðinum auk þess sem húsnæðisliður vegur enn þungt til hækkunar. Greingin spái því að vísitala neysluverðs hækki um 0,1 prósent í september frá fyrri mánuði. Gangi spáin eftir muni tólf mánaða verðbólga hjaðna úr 6,0 prósentum í 5,7 prósent. Samkvæmt spánni muni verðbólga hafa hjaðnað nokkuð hraustlega þegar árið verður liðið í aldanna skaut. Árvissir liðir vegist á í mælingu septembermánaðar sem verði keimlík ágústmælingunni. Þar sé ekki síst um að ræða áhrif útsöluloka en þau hafi verið með mildara móti í ágúst svo ætla megi að þau teygi sig af meiri krafti inn í september. Á móti vegi árviss lækkun flugfargjalda sem sést jafnan í september eftir háönn sumarsins í ferðaþjónustu. Hjöðnun verðbólgu muni halda áfram og vera 5,1 prósent í nóvember og desember.
Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Fjármál heimilisins Efnahagsmál Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sjá meira