Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Heimir Már Pétursson skrifar 12. september 2024 12:06 Kristrún Frostadóttir segir ríkisstjórnina hvorki þora að hækka skatta né skera niður og geri því ekkert til að ná niður verðbólgu. Stöð 2/Arnar Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. Fjárlagaumræðan mun síðan standa yfir næstu daga. Fjármálaráðherra lagði áherslu á ábyrg ríkisfjármál og að útgjöld ríkisins hefðu dregist saman sem hlutfall af landsframleiðslu. Svigrúm væri skapað til að forgangsraða verkefnum. Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra segir tugmilljarða aðhald að finna í fjárlagafrumvarpinu á sama tíma og gætt væri að því að skerða ekki þjónustu við ýmsa hópa.Stöð 2/Einar „Þannig verður dregið úr ríkisumsvifum, staða ríkissjóðs styrkt og unnið gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Það er forðast að grípa til aðgerða sem leitt geta til þjónustuskerðingar eða verri lífskjara ákveðinna hópa,“ sagði fjármálaráðherra og nefndi sérstaklega öryrkja og aldraða. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar sagði almennt launafólk ekki skilja fullyrðingar ríkisstjórnarinnar um aukinn kaupmátt, þar sem ekki væri tekið tillit til hlutfalls vaxtagreiðslna í bókhaldi heimilanna. Ríkisstjórnin ætlaði ekki að nota tækifærið með síðasta fjárlagafrumvarpi sínu að grípa til aðgerða til að ná niður verðbólgunni. Kristrún Frostadóttir segir almennt launafólk ekki finna fyrir þeim aukna kaupmætti sem ríkisstjórninni væri tíðrætt um.Vísir/Vilhelm „Þau ætla í engar skattahækkanir, engan niðurskurð engar kollsteypur. Já, þau ætla bara að anda sig í gegnum þetta. Sitja þetta af sér. Láta þetta malla áfram á sjálfstýringu líkt og sú stefna hafi skilað einhverjum árangri hingað til. Nei, sú stefna er ástæðan fyrir því að verðbólgan hefur mallað í kerfinu og er nú farin að grassera,“ sagði formaður Samfylkingarinnar. Sigurður Ingi segir aðhald í útgjöldum næsta árs verða 29 milljarða króna. Að teknu tilliti til aukinna tekna ríkissjóðs og verðbólgu verði aðhaldið um 40 milljarðar í fjárlögum næsta árs. Á sama tíma hefðu 44 milljarðar farið í aðgerðir til stuðnings ungu barnafólki á þessu ári og upphæðin yrði svipuð á næsta ári. „Förum ekki niður í skotgrafir. Þegar því er haldið fram að ríkisstjórnin hafi ekki gert neitt. Þá eru menn að segja að þessir fjörutíu milljarðar og 44 milljarðar á yfirstandandi ári hafi ekki skipt máli í þessi fimm eða sex verkefni til stuðnings ungu barnafólki. Ég er ósammála því,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið verður haldið áfram í allan dag. Seinnipartinn koma fagráðherrar að umræðunni og henni verður síðan framhaldið á morgun.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Efnahagsmál Verðlag Húsnæðismál Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31 Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58 Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14 „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16 Mest lesið Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Innlent Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Innlent Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Innlent Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Breytingar á Menningarnótt: Hlaupaleiðum breytt og tónleikum ljúki fyrr Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Núðlusúpan reyndist 34 kíló af marijúana Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Ein af hverjum fimm íbúðum tóm í nokkrum sveitarfélögum Landris heldur áfram á stöðugum hraða Telur að niðurskurður muni ýta þeim sem eftir eru út í veikindi Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Ekki ljóst hvort þýskt nautakjöt eða íslenskt kindakjöt olli hópsýkingu Brjálaðist út í barn í bíó Enn unnið að stjórnarsáttmála og jólaverslun tekur breytingum Útlit fyrir svalasta árið í Reykjavík í þrjátíu ár Mögulega tíðindi fyrir jól Langflestir vilja ríkisstjórnina sem samið er um Heilsuvera liggur niðri Hótaði dóttur sinni svo miklum barsmíðum að hún gæti ekki andað „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Ráðist á ferðamann í borginni Stærsti skjálftinn á svæðinu frá upphafi mælinga Dagsljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Sjá meira
Ríkið verði af milljörðum og óhóflegur kostnaður af heilbrigðisþjónustu Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ætla að láta fjárlögin malla á sjálfstýringu án þess að grípa til aðgerða sem stuðli að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Fleiri en áður fara ekki til læknis vegna langra biðlista. ASÍ segir grafalvarlega stöðu í heilbrigðiskerfinu. 12. september 2024 11:31
Tækifæri til að sammælast um breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hélt í kvöld stefnuræðu fyrir komandi þingvetur. Í ræðu sinni kom hann víða við, sagði raunhæfan möguleika á að afgangur verði á ríkissjóði á næsta ári, þrátt fyrir að opinberar áætlanir geri ráð fyrir halla. Varðandi útleningamál sagði hann að Ísland megi ekki verða segull á umsóknir um alþjóðlega vernd. 11. september 2024 20:58
Ráðstöfun séreignarsparnaðar úr sögunni: „Ég skora á stjórnvöld að framlengja þetta ákvæði“ Formaður Starfsgreinasambandsins er forviða yfir ákvörðun stjórnvalda um að framlengja ekki heimild til ráðstöfunar séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Hann spyr sig hvort úrræðið hafi gagnast millitekjufóki of vel að mati stjórnvalda, enda sé innborgun inn á höfuðstól það besta sem komi fyrir fólk. 11. september 2024 15:14
„Þetta er allt að koma...eftir sjö ár“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki ýkja hrifin af fjárlagafrumvarpinu sem Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra kynnti í dag undir yfirskriftinni „Þetta er allt að koma“. „Þetta er allt að koma...eftir sjö ár,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins. 10. september 2024 23:16