Reykjavíkurborg leikur stórt hlutverk í verðbólgustöðunni Elliði Vignisson skrifar 12. september 2024 13:30 Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Mest lesið Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Sjá meira
Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Á síðustu fimmtán árum hafa einungis verið byggðar 1280 íbúðir á ári. Það er of lítið. Uppsafnaður skortur hefur nú orðið til þess að það þarf að byggja 5000 íbúðir á ári til að bregðast við. Húsnæðisliðurinn er ábyrgur fyrir 41% af ársverðbólgu Öll finnum við fyrir óbærilegri stöðu vegna verðbólgu. Ársverðbólga mælist núna 6,0% með húsnæði en 3,6% án húsnæðisliðar. Þarna ræður staðan á fasteignamarkaði miklu. Án húsnæðisliðar væri ársverðbólgan 41% lægri. Sem sagt ef að stjórnvöld hefðu ekki klúðrað húsnæðismálum þá væri verðbólgan þessu lægri. Samfylkingin, Dagur B. og þéttingarstefnan Það er afar áhugavert að skoða verðlagsmælingar frá árinu 1973 og skoða hvort húsnæðisliðurinn í verðbólgunni hefur ætíð verið okkur svona hár. Svo er nefnilega ekki. Húsnæðisliðurinn skilur sig frá vísitölu neysluverðs árið 2014. Sama ár tók Samfylking við leiðtogahlutverki á ný og Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri aftur. Þéttingarstefnan með tilheyrandi lóðakostnaði og framboðsskorti varð að trúarbrögðum. Íslendingar búa í dag við skort, það er að segja húsnæðisskort. Sú staða er ekki tilkomin af náttúruvöldum eða styrjöldum. Hún er að stóru leyti tilkomin vegna rangra ákvarðana borgaryfirvalda. Ástæðan fyrir skortinum er fyrst og fremst þéttingarstefna borgarinnar og sá lóðaskortur sem því hefur fylgt. Auðvitað er myndin flóknari Það er sanngjarnt og eðlilegt að spyrja hvort hér sé ekki um einfaldaða mynd að ræða. Svarið við því er að svo sé. Auðvitað er jafnan flóknari en hér er um einn lykilþátt í núverandi stöðu að ræða. Annað; svo sem óhóflegur vöxtur hins opinbera, íþyngjandi reglukerfi, loftslagsskattar og fl. skiptir einnig máli. Borgaryfirvöld fara með ferðina Það er líka eðlilegt að velta því fyrir sér hvort það sé sanngjarnt að setja þessa sök eingöngu á borgaryfirvöld. Hvernig snertir það framkvæmdir annar staðar á höfðuborgarsvæðinu, hvað þá á landinu? Svarið við því er að borgaryfirvöld leika þarna stærsta hlutverkið. Höldum því til haga að árið 2015 (ári eftir að Dagur B. varð borgarstjóri og Samfylkingin tók við leiðtogahlutverki) samþykktu öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu svokölluð vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins. Þau mörk sem þar voru sett hindra vöxt á svæðinu umfram það sem þar var ákveðið. Þær áætlanir voru rétt um 70% vanmetin miðað við fólksfjölgun. Á þessu svæði búa um 83% allra íbúa þessa lands. Reykjavíkurborg neitar að kvika frá þessu samkomulagi. Þessi staða hefur valdið okkur landsmönnum skorti og skaða. Þá ekki bara þeim sem búa á höfðuborgarsvæðinu, heldur alveg jafnt þeim sem búa á Raufarhöfn, Bolungarvík, Höfn í Hornafirði og öðrum svæðum þessa lands. Þetta hefur haft afgerandi áhrif á verðbólguna og þar með okkur öll. Höfundur er bæjarstjóri Ölfuss.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun