Bjarkey undir árvökulu auga þungavigtar Sjálfstæðisflokks Jakob Bjarnar skrifar 12. september 2024 14:12 Ef Bjarkey vill koma einhverjum breytingum á í matvælaráðuneytinu er við þá þessa þrjá að eiga: Teitur Björn, Óli Björn og Jón Gunnarsson munu vera þar fastir fyrir. vísir/vilhelm Athyglisverðar mannabreytingar eru í nefndum Alþingis. Vart verður hjá því komist telja Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sérstaklega útsetta fyrir því að fá þungavigtaraðhald frá sínu eigin fólki í stjórnarliðinu. Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það. Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Nefndarbreytingar sem vekja sérstaka athygli á þeim kosningavetri sem nú fer í hönd. Vísir fór sérstaklega yfir helstu breytingar í gær. Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, mun taka við formennsku í fjárlaganefnd þingsins og Jóhann Friðrik Friðriksson, þingmaður Framsóknarflokksins, í utanríkismálanefnd. Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, verður nýr formaður efnahags og viðskiptanefndar. Teitur Björn, Óli og Jón saman í nefnd Það sem ekki síst vekur athygli eru sviptingar í atvinnuveganefnd. Eins og nafnið gefur til kynna er þar fjallað um mál sem heyra undir Bjarkey matvælaráðherra. Í fyrra stóð þáverandi matvælaráðherra, nú innviðaráðherra, Svandís Svavarsdóttir í ströngu varðandi hvalveiðimálið svokallaða. Sjálfstæðisflokkurinn skalf og nötraði og skildu margir í Sjálfstæðisflokknum ekki hvernig flokkurinn gat verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græn sem setti fótinn fyrir hvalveiðar. Breytingar á nefndinni eru þær að Teitur Björn Einarsson verður nú annar varaformaður atvinnuveganefndar en Þórarinn Ingi Pétursson Framsóknarflokki verður eftir sem áður formaður. Þá tekur Jón Gunnarsson sæti sem aðalmaður og fyrir er Óli Björn Kárason. Talað var um þessa þrjá sem órólegu deildina í Sjálfstæðisflokknum þegar hvalveiðiumræðan stóð sem hæst. Nú liggur sem sagt fyrir að þungavigtin í flokknum mun hafa vakandi auga með öllu því sem Bjarkey býður upp á. Erindisleysa Vinstri grænna í matvælaráðuneytið Vísir hefur rætt við þingmenn um þessa tilfærslu á nefndarmönnum og þeir eru sannfærðir um að þetta sé engin tilviljun. „Sjálfstæðisflokkurinn er að plaffa þeim inn til að gulltryggja að engar breytingar verði á fiskveiðistjórnuninni og lagareldinu,“ segir til að mynda Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingar í samtali við blaðamann Vísis. Jóhann Páll skilur ekki hvað Vinstri græn eru að vilja í matvælaráðuneytið.vísir/vilhelm Jóhann Páll furðar sig reyndar á „erindisleysu Vinstri grænna í matvælaráðuneytið“ og nefnir sem dæmi hina yfirgripsmiklu nefnd sem Svandís skipaði með viðhöfn en ekkert hafi komið út úr. Hann er ekki viss um að það þurfi yfir höfuð að hafa sérstakt auga með Bjarkey og þylur upp dæmi: Lagareldisfrumvarpið, til að mynda, sem Bjarkey kom fram með í apríl hafi ekki komist í gegn og þar muni eftir sem áður ríkja villta vestrið. Og það passar, Bjarkey hefur tilkynnt að ekkert verði úr því að frumvarpið verði lagt fram því ekki hafi náðst samstaða um það.
Alþingi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira