Ævar Þór Benediktsson hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. september 2024 18:17 Að athöfn lokinni frá vinstri Katrín Lilja Jónsdóttir dómnefndarfulltrúi, Yrsa Sigurðardóttir formaður dómnefndar, Ævar Þór Benediktsson og Einar Þorsteinsson borgarstjóri Ævar Þór Benediktsson, leikari og rithöfundur, hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur í dag fyrir handritið Skólastjórann. Verðlaunin voru veitt í fimmta sinn en alls bárust 41 handrit undir dulnefni í ár. Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október. Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri, afhenti Ævari verðlaunin við hátíðlega athöfn í Höfða. Í dómnefnd sátu Yrsa Sigurðardóttir, Þorgeir Ólafsson og Katrín Lilja Jónsdóttir. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók og er ætlað að hvetja til metnaðarfullra skrifa fyrir börn og ungmenni og halda á lofti merkjum Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaunahandritið Skólastjórinn kemur út hjá Forlaginu á næsta ári. Í athöfninni minntist borgarstjóri Guðrúnar Helgadóttur, sem lést árið 2022, og hennar mikilvæga framlags til barnabókmennta. Sagan byggi á eigin reynslu Ævar sagði viðurkenninguna mikinn heiður í ræðu sinni. „Bækur Guðrúnar Helgadóttur voru að sjálfsögðu lesnar fram og til baka á mínu heimili. Mennskan og kærleikurinn sem hún laumaði í línurnar sínar er eitthvað sem hefur setið í mér alla tíð og voru mér ofarlega í huga við skrif Skólastjórans.“ Skólastjórinn fjallar um 12 ára strák Salvar, sem óvart fær stöðu skólastjóra og þarf að breyta skólanum eftir eigin smekk. Bókin er þroskasaga um samskipti og ábyrgð og byggir sagan á reynslu Ævars í menntaskóla. Ævar Þór hefur ritað hátt í fjörutíu bækur fyrir börn og unglinga, meðal annars bókaflokkana Bernskubrek Ævars vísindamanns og Þín eigin-bækurnar en í þeim síðarnefndu velja lesendur sér leið í gegnum textann. Hann er einnig höfundur bókarinnar Strandaglópar! sem hlaut á dögunum heiðursverðlaun Margaret Wise Brown sem barnabók ársins 2024. Næsta bók Ævars, Skólaslit 3: Öskurdagur kemur út í byrjun október.
Börn og uppeldi Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira