Kynntu rafmagnsflugvélina sem Icelandair hefur pantað Kristján Már Unnarsson skrifar 12. september 2024 22:40 Frumgerð sænsku rafmagnsflugvélarinnar. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace kynnti í dag fyrsta tilraunaeintak þrjátíu sæta rafmagnsflugvélar. Hún gæti orðið fyrsta rafknúna flugvélin í innanlandsflugi hérlendis en Icelandair hefur skráð sig fyrir fimm eintökum. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem Heart Aerospace er með höfuðstöðvar sínar. Fjórir hreyflar eru á flugvélinni.Heart Aerospace Prófanir á frumgerðinni eru hafnar, en þó eingöngu á jörðu, og sýndi sænska fyrirtækið tilraun um hvernig gengi að afgreiða flugvélina; að koma farþegum og farangri um borð, og svo út aftur, en einnig hvernig gengi að fullhlaða hana rafmagni í stuttu stoppi. Sæti eru fyrir 30 farþega um borð.Heart Aerospace Fyrsta eintakið er eingöngu rafmagnsflugvél en síðan verður gerð tvinnvél og þannig er henni ætlað að þjóna flugvöllum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Henni er ætlað að geta notað stuttar flugbrautir og framleiðandinn vonast til að hagkvæmni hennar verði til þess að endurvekja smærri flugvelli sem misst hafa flugsamgöngur. Flugvélin sýnd í litum Icelandair.Tölvumynd/Heart Aerospace Hún gæti því verið sniðin fyrir íslenskar aðstæður enda er Icelandair í ráðgjafanefnd um þróun hennar og undirritaði fyrir tveimur árum viljayfirlýsingu um kaup á allt að fimm eintökum. Fyrsta reynsluflug er áformað næsta vor og er núna stefnt að því að hún hefji farþegaflug árið 2028. Og þeir sem hafa áhyggjur af hávaða frá flugvöllum ættu að gleðjast því það mun heyrast mun minna í þessari en hefðbundnum flugvélum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá myndir frá Gautaborg í Svíþjóð þar sem Heart Aerospace er með höfuðstöðvar sínar. Fjórir hreyflar eru á flugvélinni.Heart Aerospace Prófanir á frumgerðinni eru hafnar, en þó eingöngu á jörðu, og sýndi sænska fyrirtækið tilraun um hvernig gengi að afgreiða flugvélina; að koma farþegum og farangri um borð, og svo út aftur, en einnig hvernig gengi að fullhlaða hana rafmagni í stuttu stoppi. Sæti eru fyrir 30 farþega um borð.Heart Aerospace Fyrsta eintakið er eingöngu rafmagnsflugvél en síðan verður gerð tvinnvél og þannig er henni ætlað að þjóna flugvöllum í allt að 400 kílómetra fjarlægð. Henni er ætlað að geta notað stuttar flugbrautir og framleiðandinn vonast til að hagkvæmni hennar verði til þess að endurvekja smærri flugvelli sem misst hafa flugsamgöngur. Flugvélin sýnd í litum Icelandair.Tölvumynd/Heart Aerospace Hún gæti því verið sniðin fyrir íslenskar aðstæður enda er Icelandair í ráðgjafanefnd um þróun hennar og undirritaði fyrir tveimur árum viljayfirlýsingu um kaup á allt að fimm eintökum. Fyrsta reynsluflug er áformað næsta vor og er núna stefnt að því að hún hefji farþegaflug árið 2028. Og þeir sem hafa áhyggjur af hávaða frá flugvöllum ættu að gleðjast því það mun heyrast mun minna í þessari en hefðbundnum flugvélum. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Icelandair Svíþjóð Loftslagsmál Orkuskipti Tengdar fréttir Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Sjá meira
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33
Viljayfirlýsing Icelandair gerir ráð fyrir fimm rafknúnum flugvélum Icelandair gerir ráð fyrir að fá fimm rafmagnsflugvélar í innanlandsflugið í viljayfirlýsingu, sem félagið skrifaði undir í síðustu viku. Ráðamenn Icelandair telja raunhæft að orkuskiptin í farþegafluginu hefjist fyrir lok þessa áratugar. 22. september 2022 22:22