Risaflóðbylgja í grænlenskum firði mældist um allan heim Kjartan Kjartansson skrifar 12. september 2024 23:55 Mynd sem var tekin af berghlíðinni í ágúst, rúmum mánuði áður en berghlaupið varð. Hlutinn sem er afmarkaður með gulri línu er sá sem féll út í Dickson-fjörð. Søren Rysgaard/Jarðvísindastofnun Danmerkur og Grænlands Óútskýrðar hræringar sem greindust á jarðskjálftamælum um alla jörð í fyrra stöfuðu frá risavaxinni flóðbylgju sem velktist um í firði á Austur-Grænlandi í níu daga. Hnattræn hlýnun er sögð ástæða berghlaupsins út í fjörðinn sem kom bylgjunni af stað. Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni. Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Fjölþjóðlegur hópur vísindamanna með hjálp danska sjóhersins rakti slóð titringings sem kom fram á jarðskjálftamælum á níutíu sekúndna fresti í níu daga í september í fyrra. Böndin bárust fljótt að flóðbylgju í afskekktum firði á Grænlandi, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Gögn úr jarðskjálftamælum, gervitunglamyndir og ljósmyndir af firðinum leiddu vísindamennina að Dickson-firði á Austur-Grænlandi. Í ljós kom að hluti úr fjalli hafði hrunið og tekið með sér hluta af jökli út út í sjó 16. september í fyrra. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í vísindaritinu Science í dag. Bergið sem hrundi út í fjörðinni var sex hundruð sinnum tvö hundruð metrar, um 25 milljónir rúmmetrar, og féll úr um 1,2 kílómetra hæð, að sögn danska ríkisútvarpsins. Áætlað er að flóðbylgjan hafi orðið tvö hundruð metra há. Vegna þess að berghlaupið varð í firði sem gengur meira en tvö hundruð kílómetra inn í land frá opnu hafi lokaðist flóðbylgjan inni. Talið er að hún hafi velkst um í firðinum allt að tíu þúsund sinnum áður en hún fjaraði loks út. „Við höfum aldrei séð svona umfangsmikla hreyfingu vatns á svona löngum tíma,“ segir Stephen Hicks frá University College í London sem tók þátt í rannsókninni við BBC. Jökullinn hélt ekki lengur við fjallið Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja að hlýnandi veðurfar á Grænlandi sem bræðir nú jöklana þar hratt sé orsök þess að berghlaupið risavaxna fór af stað. Þegar jöklarnir bráðna og þynnast hopa þeir. Óstöðugar fjallshlíðar sem voru áður studdar af skriðjöklum geta farið af stað þegar jöklarnir hopa. „Þessi jökull hélt uppi þessu fjalli og að hann varð svo þunnur að hann hætti bara að styðja við það. Það sýnir að loftslagsbreytingar hafa áhrif á þessu svæði nú þegar,“ segir Hicks. Fjórir fórust í þorpinu Nuugaatsiaq á vesturströnd Grænlands þegar flóðbylgja af völdum berghlaups í nálægum firði gekk yfir það árið 2017. Dickson-fjörður þar sem flóðbylgjan varð í fyrra er afskekktur en þangað sigla þó skemmtiferðaskip í norðurskautsferðum. Kristian Svennevig frá Jarðfræðistofnun Danmerkur og Grænlands (GEUS) segir atburði af þessu tagi sífellt algengari á norðurslóðum. „Við verðum nú vitni að aukningu í risavöxnum berghlaupum sem valda flóðbylgjum, sérstaklega á Grænlandi. Þó að atburðurinn í Dickson-firði staðfesti ekki þessa þróun einn og sér þá undirstrikar þessi fordæmalausa stærðargráða nauðsyn þess að rannsaka þetta betur,“ segir hann við BBC. Almannavarnir á Íslandi vöruðu við ferðum á Svínafellsjökul sumarið 2018 vegna hættu á skriðuföllum þar. Fylgst hefur verið með sprungum í Svínafellsheiði vegna hættu á stórum berghlaupum. Varað hefur verið við hættu á berghlaupum í jökullón sem hafa myndast við sporða fjölda hopandi skriðjökla og gætu valdið flóðbylgjum. Í myndbandinu í spilaranum hér fyrir neðan fer einn höfunda rannsóknarinnar á flóðbylgjunni í Dickson-firði yfir niðurstöðurnar með myndum af berghlíðinni.
Grænland Eldgos og jarðhræringar Loftslagsmál Vísindi Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00 Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02 Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vara við meiriháttar flóðbylgju í Alaska vegna bráðnandi jökuls Hópur vísindamanna sem fylgist með landhræringum á norðurskautinu óttast að berghlaup úr fjallshlíð geti valdið gríðarlega stórri flóðbylgju á einu þéttbýlasta svæði Alaska á allra næstu áratugum. Aukin hætta er sögð á hamfaraskriðum og flóðbylgjum vegna hnattrænnar hlýnunar á norðurslóðum. 21. maí 2020 09:00
Varað við ferðum á Svínafellsjökul vegna skriðuhættu Hætta er talin á skriðuföllum ofan á Svínafellsjökul þar sem sprunga hefur myndast í heiðinni fyrir ofan hann. 22. júní 2018 12:02
Stærsta flóðbylgjan á Grænlandi náði níutíu metra hæð Vísindamenn rannsaka nú svæðið í kjölfar berghlaups í júní síðastliðnum. Þeir segja flóðbylgjur sem skullu á byggðina hafa verið hærri en þær sem skullu á Japan í hamförunum þar árið 2011. 26. júlí 2017 08:25