„Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 15. september 2024 08:02 Jói Fel fékk aldrei hærra en 2-3 í stafsetningu í skóla, enda les- og skrifblindur. Hann segir bakarastarfið hafa verið mikinn truntuskap í den, nú sé það faglegra og ekki eins líkamlega erfitt. Að eiga farsælan feril í þrjátíu ár, en fara síðan á hausinn var sárt. Enda hjónaskilnaðir og gjaldþrot í eðli sínu erfið lífsins verkefni og dómstóll götunnar harður. Vísir/Vilhelm „Hann sagði reyndar við mig: Veistu hvað Jói, þú ert fyrsti maðurinn til að segja Nei við sjónvarpi,“ segir Jóhann Felixson bakari og hlær. „Því allir vilja vera í sjónvarpi.“ Umræðuefnið er símtal frá dagskrárstjóra Stöðvar 2 og þá ákvörðun Jóhanns að hætta að vera með matreiðsluþætti í sjónvarpi. Sem hann hafði lengi vel fengið neitun við að gera í upphafi, en endaði þó með að gera í áratug. „Ég segi bara já, já elskan,“ segir Jóhann síðar í samtalinu. Umræðuefnið er þá ástin og þroskinn. þegar fólk eldist og elskar. ,,Það er eitthvað svo gott við að eldast. Maður fer meira á dýptina. Verður rólegri. Mér finnst hún alltaf jafn falleg og kann svo vel að meta hana fyrir nákvæmlega það sem hún er.“ Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Auðvitað var þetta sárt. Þetta var ekki bara fyrirtækið mitt sem fór á hausinn. Heldur nafnið mitt því fyrirtækið bar nafnið mitt. Gjaldþrot eru erfið og dómstóll götunnar er harður.“ Já, við erum að tala við Jóa Fel bakara eins og við þekkjum hann. Og teljum okkur örugglega þekkja nokkuð vel. En gerum við það? Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, kynnumst við Jóa. Það er harla langt síðan við kynntumst Jóa Fel bakara fyrst. Hér talar hann til dæmis um kökuskreytingar og brúðkaupstertur sem kölluðu á mikla vertíðarvinnu í den og steinofnabrauðin vinsælu sem blaðamaður Morgunblaðsins sagði einfaldlega að borgarbúar hefðu beðið eftir. Stór og sterkur Jói er steingeit. Fæddur 9.janúar árið 1967. „Við bjuggum í kjallaranum, síðan voru amma og afi uppi og á efstu hæðinni var langamma. Þegar hún síðan dó, fluttum við upp,“ segir Jói um æskuheimilið í Safamýrinni. Foreldrar Jóa eru Felix Jóhannesson, ættaður úr Ísafjarðardjúpi og Guðrún Stefánsdóttir, sem er ættuð frá Kjósinni. Jói á einn eldri bróður, einn yngri bróður, eina systur og hálfsystur sem nú er látin. „Systir mín kom langsíðust og fæddist að vori. Sem gerði það að verkum að fermingunni minni var frestað fram á haust. Þá fermdist ég og sem betur fer líka Halli æskuvinur minn. Sem var svo lítill en ég svo stór að þegar ég kraup á kné í athöfninni, urðum við loks jafn stórir,“ segir Jói og skelli hlær. Líf borgarbarna var allt öðruvísi á þessum tíma. „Það var bara sagt við mann: Farðu út að leika. Sem þýddi að maður var bara í fótbolta og úti að leika þar sem við vorum kölluð inn í mat.“ Skólagangan var ekki þrautalaus. Ég er lesblindur og skrifblindur. Fékk aldrei hærra en 2 til 3 í stafsetningu. En vinamargur. Eflaust hefði þetta getað orðið öðruvísi ef ég hefði ekki verið svona stór,“ bætir hann við, með tilvísun í að líklega hefðu honum þá verið strítt eða lagður í einelti. Jói var Frammari og eins og mörgum guttum dreymir um, sá Jói fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta breyttist þó einn daginn. „Uppáhaldsfagið í skólanum var Heimilisfræði. Og sem barn þótti mér strax gaman að elda og baka og gera alls konar tilraunir. Var samt alinn upp við þennan venjulega mömmumat sem margir þekkja. Þegar grænmeti þekktist ekki, nema kannski kartöflur og rófur,“ segir Jói. „Síðan var starfsvika í skólanum og þá máttum við velja á hvers konar vinnustað við vildum fara til. Ég valdi bakarí. Og þar bara vissi ég þetta strax: Þetta er það sem mig langar að gera.“ Fleira gerðist reyndar á svipstundu. ,,Já 15-16 ára hætti ég að stækka. Fór upp í 1,85 og síðan ekki söguna meir,“ segir Jói og hlær. Truntuskapur í den Þegar Jói lærði bakarann, voru bakarar upp til hópa einungis karlmenn. ,,Þessu er öfugt farið í dag, nú eru fleiri konur bakarar,“ segir Jói en bætir við: Á þessum tíma var þetta svo mikill truntuskapur. Og mjög erfið vinna. Menn voru að bera 50 kílóa hveitipoka og deigpakkningar hátt í 100 kíló. Í dag er þetta allt annað umhverfi. Betra og faglegra.“ Jói fór á samning hjá Nýja Kökuhúsinu. Sem margir muna eftir að þótti með flottustu kaffihúsum bæjarins. „Sem betur fer á ég afmæli snemma í janúar. Því pabbi þurfti að keyra mig fyrstu dagana til vinnu, svona eldsnemma. En sem betur fer fékk ég bílprófið snemma og gat þá keyrt sjálfur.“ Jói segist hafa komist á samning hjá Nýja kökuhúsinu, með því að suða í þeim. Það sama gerðist þegar hann fór til Danmerkur í sex mánuði til að læra að verða konditor. „Yfirmaðurinn minn byrjaði á því að segja þvert Nei. En ég gafst ekki upp. Á endanum sá hann um að kaupa flugmiðann og ég fór út. Þar var ég í sex mánuði að læra, en ekki kominn með sveinsprófið sjálfur þá og fékk þetta nám því ekki samþykkt," segir Jói og bætir við: Manni lá svo á að verða fullorðinn. Um tvítugt er ég orðinn bakari, fluttur að heiman, byrjaður að vinna, jafnvel í sambúð en þannig var tíðarandinn þá. Tuttugu ára taldist maður fullgildur einstaklingur í samfélaginu sem sá um sig sjálfur.“ Þegar Jói kláraði bakarameistarann, sá hann að hluta til um kennslu í bakaraskólanum líka. „Ég var svo áhugasamur. Alltaf búinn að hugsa rosalega mikið hvað við gætum bakað og gert og mætti undirbúinn í skólann með alls kyns plön. Strákarnir sögðu oft við mig: Æi Jói, getum við ekki bara gert þetta seinna? Á meðan Hermann Bridde kennarinn minn sagði: Jói minn, hvað eigum við að sýna strákunum í dag?“ Hjá Nýja Kökuhúsinu starfaði Jói í um 13 ár en hóf þá sinn eiginn rekstur. Áður en við hefjum þann kafla, skulum við rifja upp bókaæðið sem reið yfir þjóðina og náði yfir margra ára tímabil: Þegar öll heimili keyptu uppskriftabækur Hagkaups! Jói er ástfanginn upp fyrir haus. Hin heittelskaða heitir Kristín Eva og er hjúkrunarfræðingur, alltaf kölluð Eva. Uppáhaldskvöld Jóa er að horfa á góða bíómynd með Evu og borða nammi. Hann segir gott að eldast og elska. Meiri dýpt, meiri ró og meiri skilningur á því að elska fólk nákvæmlega eins og það er. Sögðu fyrst Nei Jói er höfundur þriggja Hagkaupsbóka: Kökubók Hagkaups frá árinu 1996, Brauðréttir Hagkaupa frá árinu 2002, Brauð og kökubók Hagkaups frá árinu 2009. Bókin Eftirrétta Hagkaupa kom út árið 2006, en hún er með uppskriftum eftir Hafliða Ragnarsson, Ásgeir Sandholt og Jóa. „Ég var 29 ára þegar fyrsta bókin kom út,“ segir Jói sem rifjar upp hugmyndina að bókaseríunni. „Fyrst þegar ég talaði við Hagkaup sögðu þeir Nei takk! Ég mætti þá til þeirra með handritið af bókinni handskrifað. Á endanum fékk ég Þorstein Joð til að búa til svona demo með mér og eftir það tókst loks að sannfæra menn um að hugmyndin gæti verið góð.“ Það sem Jóa fannst skipta öllu máli, var að bókin yrði það ódýr að allir gætu keypt hana. „Þeir ætluðu að selja hana á 4.990 en ég vildi selja hana á 990!“ Sem varð niðurstaðan og á endanum seldust 70 þúsund Hagkaupsbækur eftir Jóa. „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt. Samt hafði ég alltaf verið að skrifa svolítið niður á blað; hinar og þessar uppskriftir sem ég var að prófa mig áfram með.“ Annað sem Jói bendir á að er mjög erfitt fyrir flesta bakara og kokka. Og það er að segja nákvæmlega hversu mikið magn fólk á að nota í uppskrift. „Því maður notaði dash af þessu og dash af hinu,“ segir Jói og brosir. ,,Ég bakaði allt heima hjá mér. Geymdi fyrstu kökurnar inni í stofu en í þessari fyrstu bók voru rúmlega 220 uppskriftir,“ segir Jói en bætir kíminn við: Ég hef reyndar aldrei þorað að segja frá því en elstu kökurnar voru byrjaðar að mygla þegar ljósmyndarinn mætti og við fórum að mynda fyrir bókina. En sem betur fer sást það hvergi á myndunum.“ Það er svolítið áberandi í samtali við Jóa hversu oft hann hefur borið upp hugmyndir að einhverju, fengið NEI sem svar, ekki gefist upp og á endanum tekist tilætlunarverkið. Yfirmaðurinn á Nýja Kökuhúsinu sagði Nei í fyrstu um að kosta konditorinám í Danmörku en keypti síðan flugmiðann, Hagkaup sagði Nei í fyrstu við Kökubók og Stöð 2 sagði Nei í fyrstu við nýjum sjónvarpsþáttum. Jói endaði með að vera höfundur að fjórum Hagkaupsþáttum og gera sjónvarpsþætti með Stöð 2 í tíu ár. Rísandi stjarna Jói var þrítugur þegar hann stofnaði sitt eigið bakarí: Hjá Jóa Fel. Bakaríið var staðsett á Kleppsvegi, þar sem Smárabakarí var áður og var reksturinn sem Jói keypti. Kaupverðið var 7,3 milljónir. „Það tók nokkur kvöld að sannfæra foreldra mína um að skrifa upp á skuldabréf og síðan seldi ég íbúðina mína og þannig náði ég að borga út 5 milljónir. Skuldabréfið var 2,3 milljónir og greitt upp á tveimur árum.“ Brauð sem bökuð voru í steinofni slógu í gegn og áður en varði, vissu allir hvaða bakarí væri Bakarí Jóa Fel. „Menn höfðu samt ekki trú á þessum brauðum, gáfu mér þrjá mánuði í það mesta en sögðu að ég myndi síðan gefast upp.“ Enda brauð bökuð í steinofni fá í einu í samanburði við önnur brauð og steinofnar almennt það sem taldist aðeins til ofna sem notaðir voru í ,,gamla daga.“ Í viðtali við Jóa sem birt var í Morgunblaðinu þann 16.ágúst 1998, skrifar Kristín Marja Baldursdóttir: „Þegar Jóhannes Felixson opnaði bakaríið sitt í nóvember í fyrra, fylltist það af viðskiptavinum á öðrum degi og allar hillur tæmdust. Það var eins og borgin hefði beðið eftir brauðunum hans…“ Sem fólk að öllu jöfnu kallaði ítölsku brauðin. Að stofna fyrirtæki kallar þó oftast á blóð, svita og tár eigenda í upphafi. Og auðvitað átti það líka við Jóa. Í umræddu viðtali, er Jói spurður hvernig dæmigerður vinnudagur sé. „Fyrstu mánuðina byrjaði ég að baka klukkan fjögur á morgnana, en nú byrja ég ekki fyrr en um sexleytið. Starfið er aðeins að léttast, því bróðir minn, Rúnar Örn Felixson, hefur séð um næturvinnsluna. Ég er kominn heim um áttaleytið á kvöldin, svo vinnutíminn er kominn niður í tólf til fjórtán stundir. Ég er aðeins farinn að geta lifað aftur.“ Á þessum tíma var Jói þá þegar orðinn eftirsóttur kökuskreytingarmaður. Brúðartertur þá ekki síst, en Jói gekk í Myndlistarskóla Reykjavíkur í fjögur ár og hefur áður sagt í viðtölum að við kökuskreytingarnar hafi myndlistin nýst vel. Jói varð Íslandsmeistari í kökuskreytingum árið 1997 og árið 1999 fékk hann nýja hugmynd: Að gera sjónvarpsþætti. Einu sjónvarpskokkarnir sem fólk þekkti á þessum tíma voru Sigmar B. Hauksson og Siggi Hall. Ég var með hugmynd að nýjum þáttum, hitti Stöð 2 og þeir sögðu það sama og Hagkaup sagði fyrst: Nei takk!“ Á endanum samþykktu þeir þó að hefja framleiðslu þáttanna. En aðeins með því skilyrði að Jói sæi sjálfur um að fá kostun á framleiðsluna. Sem hann og gerði. „Ég talaði við Hagkaup og þar sem bækurnar höfðu gengið svo vel, þá slógu þeir til. Eftir það gekk framhaldið nokkuð snurðulaust fyrir sig og ég endaði með að gera tíu seríur.“ Margt breyttist í millitíðinni. Fleiri sjónvarpskokkar spruttu fram þar á meðal. Árið 2009 birtist frétt á Vísi um að matreiðsluþættir Jóa Fel á Stöð 2 og Jóhönnu Vigdísar fréttakonu á RÚV, væru sýndir á sama tíma og hvatti Jói fólk því eindregið til að nýta sér nýju sjónvarpstæknina: Plúsinn. Gjaldþrotið Í lífinu lærum við þó oftast hvað mest á því sem erfiðast er. Og eins og flestir, bönkuðu erfiðari lífsins verkefni líka upp á í lífi Jóa: Hjónaskilnaður og síðar gjaldþrot. Eins og gengur og gerist, var aðdragandinn nokkur að hvoru tveggja. „Við rákum bakaríið saman í 15 ár og það gekk alltaf vel. Þegar mest var störfuðu hjá okkur 120 manns. En síðan skildu leiðir og það verður að viðurkennast að undir það síðasta vorum við í sitthvoru horninu að reka fyrirtækið.“ Úr varð að Jói keypti hlut fyrrum eiginkonunnar út. „Ég sá fyrir mér að fara aftur á fullt í þetta eins og í upphafi. Vinna meira sjálfur og allt það. Bakaríið hafði alltaf gengið vel því þótt bankahrunið hafi komið okkur illa að hluta, þá er staðan einfaldlega þannig að þótt kreppi að í hagkerfinu, þarf fólk áfram að borða.“ Þegar bankahrunið skall á, var Jói reyndar nýfluttur með bakaríið í Holtagarða. „Fyrir hrun var andinn í samfélaginu þannig að allir héldu að þeir væru frábærir og yrðu milljónamæringar. Bankamennirnir mæltu með því að ég fengi lánað fyrir nýja bakaríinu, þar var allt nýtt og við fjárfestum líka mikið í stórri veisluþjónustu,“ segir Jói en bætir við: Sem betur fer hlustaði maður ekki á þessa menn. Við borguðum allt og áttum því nýtt og flott bakarí skuldlaust þegar bankarnir hrundu. Veisluþjónustan dróst þó verulega saman, það hafði enginn efni á svoleiðis. En bakaríið sjálft gekk vel og gerði það í raun alla tíð.“ Þegar Stöð 2 hafði samband árið 2013 fyrir enn eina seríuna, sagði Jói Nei og ákvað að því tímabili væri lokið. „Ég var reyndar að jafna mig eftir bakaðgerð en ákvað að þetta væri bara komið gott og sagði Nei.“ Það ófyrirsjáanlega gerðist síðan árið 2020: Covid. „Ég eins og fleiri, hélt alltaf að Covid væri að klárast. Því við vorum ýmist með opið eða lokað, alltaf trúandi því að betri tíð væri framundan. Þegar bankinn spurði mig um áætlanir, svaraði ég: Já ekkert mál. Þegar Covid er búið.“ Því fyrr var ekki hægt að gera neinar áætlanir. „Reksturinn fór samt ekki í þrot bara út af Covid. Því gjaldþrot eru í eðli sínu ferli sem tekur langan tíma. Í okkar tilfelli eitthvað sem væntanlega má rekja til þess þegar samstaða eigenda var horfin nokkrum árum fyrr,“ segir Jói og vísar þar til hjónaskilnaðarins, sem auðvitað átti sér sinn aðdraganda. „Ég myndi samt segja að Covid hafi gert útslagið.“ Í september árið 2020 slógu allir fjölmiðlar upp stórum fréttum um að Jói Fel væri farin í þrot. Hvernig leið þér þá? „Mér auðvitað leið bara illa,“ viðurkennir Jói og segir að eftir þrjátíu ára nokkuð farsæla sögu í rekstri og starfsævi, hafi áhrifin af þrotinu verið margþætt. Undir það síðasta hafði hann líka selt íbúðina, bílinn og allt og því voru kaflaskilin algjör. Í marga mánuði dró mig til baka og fór í gegnum erfiðan tíma. Ég hætti má segja á samfélagsmiðlum, fylgdist lítið með fjölmiðlum og jafn mikil félagsvera og ég er, langaði mig lítið til að hitta fólk á mannamótum.“ Það sem hjálpaði þó mikið var það sem Jói er þakklátastur fyrir. „Að geta málað er í rauninni sú guðs gjöf sem ég er þakklátastur fyrir. Því svo margt annað sem maður getur gert er áunnið. Til dæmis það að vera með gott lyktarskin. Meira að segja það er áunnið. Að hafa hæfileika til að mála vil ég hins vegar meina að sé guðs gjöf og ég er mjög þakklátur fyrir þá gjöf.“ Smátt og smátt fóru fréttir af Jóa að birtast á ný. En nú fréttir af Jóa listmálara. Ástin og ástríðan Jói á tvö börn, með tveimur barnsmæðrum: Rebekka Rún fæddist árið 1994 og Jóhannes Felix júníor um aldamótin. „Ég ætla ekkert að segja að ég hafi verið eitthvað góður pabbi. Frekar bara að ég hafi verið og sé frekar venjulegur pabbi,“ svarar Jói aðspurður um foreldrahlutverkið. „Í dag er þetta svipað og var hjá manni sjálfum: Krakkarnir eru orðin fullorðin og sjálfstæð. En mér finnst rosalega gaman þegar allir koma til mín í mat. Þær stundir eru alltaf í uppáhaldi hjá mér,“ segir Jói, sem fyrir stuttu varð líka afi. Að Jói æfi að kappi telst víst gömul frétt frekar en ný. Enda oft lýst sem vöðvatrölli í fréttum. „Þetta vita allir. Ég sé ekki að það sé neitt merkilegt við það. Miklu frekar ættum við að tala um konuna mína,“ svarar Jói stoltur, þegar talið berst að ræktinni. Því já, í ágúst síðastliðnum birtust fréttir af því að Jói hefði farið á skeljarnar og beðið sinnar heittelskuðu: Kristínu Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðing og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Alltaf kölluð Eva. Þegar Jói talar um Evu glampar vel í augun. Enda viðurkennir hann að vera æðislega ástfanginn. Finnst þér öðruvísi að upplifa ástina um miðjan aldur miðað við þegar þú varst yngri? „Já,“ svarar Jói strax. Ástin er svo allt öðruvísi þegar maður er orðinn eldri. Við til dæmis rífumst aldrei. Heldur tölum bara saman. Og í dag veit maður hversu mikilvægt það er að elska maka sinn eins og hann er, við eigum ekki að reyna að breyta neinum.“ Jói segir aldurinn líka breyta svo miklu. Hann sé til dæmis orðinn mjög heimakær. „Uppáhaldið mitt eru bara svona kvöld eins og að horfa á góða bíómynd með Evu og borða nammi,“ segir Jói og brosir næstum því feimnislega. Jói segir hugmyndina á bakvið eldabaka.is vera svipaða og hann hefur alltaf haft að leiðarljósi í öðrum verkefnum: Að allir geti lært að elda og baka. Eldabaka.is er áskriftarsíða með mikið af kennslumyndböndum en hugmyndin er að á endanum sé safnið á síðunni orðið svo stórt, að þar finnist í raun allt sem finna þarf. Þar á meðal öll trixin.Vísir/Vilhelm Jói og Eva búa í Hveragerði þar sem Jói segist vera heimavinnandi heimilisfaðir. En það er nú ekki alveg rétt lýsing. Því auðvitað er hann á fullu í matseldinni líka. Með nýja áskriftarsíðu sem heitir eldabaka.is og er lifandi uppskriftarbók. „Þar er ég með kennslumyndbönd sem ég myndi svo sem segja að væru í anda gömlu sjónvarpsþáttanna minna á Stöð 2, nema að þetta er ekki sjónvarp heldur vefsíða með fullt af uppskriftum og kennslumyndböndum sem eru einföld því alveg eins og gilti með Hagkaupsbækurnar og þá hugmynd á sínum tíma, þá er hugsunin mín alltaf þessi: Ég vil að allir geti bakað og að allir geti eldað góðan mat. Þetta þarf ekkert að vera flókið.“ En bíddu bíddu bíddu…. var Jói ekki kominn með pizzustað? „Já og nei. Það sem fólk áttaði sig ekki á með pizzustaðinn Felino er að ég var ekki eigandi. Heldur sá sem var með hugmyndina, bjó til uppskriftirnar og konseptið. Við enduðum síðan með að loka þeim stað og það var allt í góðu. Felino fór því ekki í þrot.“ En hvers vegna fór Jói í veitingageirann um tíma? Svarið við þeirri spurningu má sjá í frétt á Vísi sem birtist í tilefni opnunar Felino árið 2021: „Eins og margir vita er ég búinn að vera að mála en það var svolítið einmanalegt að vera einn að mála þannig að ég leitaði til manns sem á húsnæðið, þar sem Gló var, og stakk upp á því að við myndum opna hér léttan veitingastað með ítölsku ívafi,“ Við skulum því spyrjast nánar um eldabaka.is. Þar sem áskriftargjaldið fyrir 12 mánuði kostar 4.990 kr. „Ég er með alls konar uppskriftir þarna inni. Og alls konar kennslumyndbönd. Því það hefur bara alltaf verið svo ríkt í mér að hlutirnir séu gerðir þannig að allir geti notið þeirra. Eins og var með Hagkaupsbókina fyrstu. Sem ég fékk í gegn að yrði seld eins ódýrt og hægt væri. Það er hugmyndin líka með eldabaka.is, sem ég sé fyrir mér að með tímanum stækki bara og stækki þannig að á endanum er einfaldlega ekkert sem þú getur ekki fundið þar.“ Jói er allt í öllu í upptökunum fyrir kennslumyndböndin á eldumbaka.is og hér má sjá hann í eldhúsinu heima í Hveragerði. Jói viðurkennir að fyrstu videóin hafi ekki verið upp á marga fiska, en nú sé hann með góðan tékklista til að gleyma engu. Vísir/Vilhelm Samstarfsaðili Jóa er Hagkaup. „Fyrstu myndböndin voru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Alla vega hringdi hann í mig hann Siggi Reynalds frá Hagkaupum í mig eftir að ég gerði fyrstu vídeóin og sagði: Jói minn. Þú hefur alltaf verið góður í að elda og baka. En ég verð að segja að þú ert afleitur klippari,“ segir Jói og skellihlær. „Ég var að gleyma að kveikja á hljóðnemanum og alls konar. Enda vanur því að geta einbeitt mér að eldamennskunni því ég var með tökumenn og klippara. Nú sé ég um allt sjálfur. Og er með góðan tékklista: Gera þetta, síðan þetta og svo framvegis. Og útkoman er bara fín.“ Jói segist alsæll með lífið og tilveruna í dag. Hefur mikla trú á eldabaka.is, er ástfanginn upp fyrir haus, finnst gott að eldast og finna þá ró sem færist yfir. Æfir af kappi enn og segir mikilvægt að horfa alltaf fram á við frekar en í baksýnisspegilinn. Tökum sem dæmi dómstól götunnar. Hann er mjög harður. Það er rétt. Og það er ekki gaman fyrir neinn að vera tekinn fyrir. En í dag segi ég einfaldlega við fólk: Ef þú ert á einhvern hátt opinber manneskja en þolir ekki hversu dómharður þessi dómstóll götunnar er, þá er staðan bara þessi: Farðu að gera eitthvað annað.“ Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Umræðuefnið er símtal frá dagskrárstjóra Stöðvar 2 og þá ákvörðun Jóhanns að hætta að vera með matreiðsluþætti í sjónvarpi. Sem hann hafði lengi vel fengið neitun við að gera í upphafi, en endaði þó með að gera í áratug. „Ég segi bara já, já elskan,“ segir Jóhann síðar í samtalinu. Umræðuefnið er þá ástin og þroskinn. þegar fólk eldist og elskar. ,,Það er eitthvað svo gott við að eldast. Maður fer meira á dýptina. Verður rólegri. Mér finnst hún alltaf jafn falleg og kann svo vel að meta hana fyrir nákvæmlega það sem hún er.“ Lífið hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum. Auðvitað var þetta sárt. Þetta var ekki bara fyrirtækið mitt sem fór á hausinn. Heldur nafnið mitt því fyrirtækið bar nafnið mitt. Gjaldþrot eru erfið og dómstóll götunnar er harður.“ Já, við erum að tala við Jóa Fel bakara eins og við þekkjum hann. Og teljum okkur örugglega þekkja nokkuð vel. En gerum við það? Í helgarviðtali Atvinnulífsins að þessu sinni, kynnumst við Jóa. Það er harla langt síðan við kynntumst Jóa Fel bakara fyrst. Hér talar hann til dæmis um kökuskreytingar og brúðkaupstertur sem kölluðu á mikla vertíðarvinnu í den og steinofnabrauðin vinsælu sem blaðamaður Morgunblaðsins sagði einfaldlega að borgarbúar hefðu beðið eftir. Stór og sterkur Jói er steingeit. Fæddur 9.janúar árið 1967. „Við bjuggum í kjallaranum, síðan voru amma og afi uppi og á efstu hæðinni var langamma. Þegar hún síðan dó, fluttum við upp,“ segir Jói um æskuheimilið í Safamýrinni. Foreldrar Jóa eru Felix Jóhannesson, ættaður úr Ísafjarðardjúpi og Guðrún Stefánsdóttir, sem er ættuð frá Kjósinni. Jói á einn eldri bróður, einn yngri bróður, eina systur og hálfsystur sem nú er látin. „Systir mín kom langsíðust og fæddist að vori. Sem gerði það að verkum að fermingunni minni var frestað fram á haust. Þá fermdist ég og sem betur fer líka Halli æskuvinur minn. Sem var svo lítill en ég svo stór að þegar ég kraup á kné í athöfninni, urðum við loks jafn stórir,“ segir Jói og skelli hlær. Líf borgarbarna var allt öðruvísi á þessum tíma. „Það var bara sagt við mann: Farðu út að leika. Sem þýddi að maður var bara í fótbolta og úti að leika þar sem við vorum kölluð inn í mat.“ Skólagangan var ekki þrautalaus. Ég er lesblindur og skrifblindur. Fékk aldrei hærra en 2 til 3 í stafsetningu. En vinamargur. Eflaust hefði þetta getað orðið öðruvísi ef ég hefði ekki verið svona stór,“ bætir hann við, með tilvísun í að líklega hefðu honum þá verið strítt eða lagður í einelti. Jói var Frammari og eins og mörgum guttum dreymir um, sá Jói fyrir sér að verða atvinnumaður í fótbolta. Þetta breyttist þó einn daginn. „Uppáhaldsfagið í skólanum var Heimilisfræði. Og sem barn þótti mér strax gaman að elda og baka og gera alls konar tilraunir. Var samt alinn upp við þennan venjulega mömmumat sem margir þekkja. Þegar grænmeti þekktist ekki, nema kannski kartöflur og rófur,“ segir Jói. „Síðan var starfsvika í skólanum og þá máttum við velja á hvers konar vinnustað við vildum fara til. Ég valdi bakarí. Og þar bara vissi ég þetta strax: Þetta er það sem mig langar að gera.“ Fleira gerðist reyndar á svipstundu. ,,Já 15-16 ára hætti ég að stækka. Fór upp í 1,85 og síðan ekki söguna meir,“ segir Jói og hlær. Truntuskapur í den Þegar Jói lærði bakarann, voru bakarar upp til hópa einungis karlmenn. ,,Þessu er öfugt farið í dag, nú eru fleiri konur bakarar,“ segir Jói en bætir við: Á þessum tíma var þetta svo mikill truntuskapur. Og mjög erfið vinna. Menn voru að bera 50 kílóa hveitipoka og deigpakkningar hátt í 100 kíló. Í dag er þetta allt annað umhverfi. Betra og faglegra.“ Jói fór á samning hjá Nýja Kökuhúsinu. Sem margir muna eftir að þótti með flottustu kaffihúsum bæjarins. „Sem betur fer á ég afmæli snemma í janúar. Því pabbi þurfti að keyra mig fyrstu dagana til vinnu, svona eldsnemma. En sem betur fer fékk ég bílprófið snemma og gat þá keyrt sjálfur.“ Jói segist hafa komist á samning hjá Nýja kökuhúsinu, með því að suða í þeim. Það sama gerðist þegar hann fór til Danmerkur í sex mánuði til að læra að verða konditor. „Yfirmaðurinn minn byrjaði á því að segja þvert Nei. En ég gafst ekki upp. Á endanum sá hann um að kaupa flugmiðann og ég fór út. Þar var ég í sex mánuði að læra, en ekki kominn með sveinsprófið sjálfur þá og fékk þetta nám því ekki samþykkt," segir Jói og bætir við: Manni lá svo á að verða fullorðinn. Um tvítugt er ég orðinn bakari, fluttur að heiman, byrjaður að vinna, jafnvel í sambúð en þannig var tíðarandinn þá. Tuttugu ára taldist maður fullgildur einstaklingur í samfélaginu sem sá um sig sjálfur.“ Þegar Jói kláraði bakarameistarann, sá hann að hluta til um kennslu í bakaraskólanum líka. „Ég var svo áhugasamur. Alltaf búinn að hugsa rosalega mikið hvað við gætum bakað og gert og mætti undirbúinn í skólann með alls kyns plön. Strákarnir sögðu oft við mig: Æi Jói, getum við ekki bara gert þetta seinna? Á meðan Hermann Bridde kennarinn minn sagði: Jói minn, hvað eigum við að sýna strákunum í dag?“ Hjá Nýja Kökuhúsinu starfaði Jói í um 13 ár en hóf þá sinn eiginn rekstur. Áður en við hefjum þann kafla, skulum við rifja upp bókaæðið sem reið yfir þjóðina og náði yfir margra ára tímabil: Þegar öll heimili keyptu uppskriftabækur Hagkaups! Jói er ástfanginn upp fyrir haus. Hin heittelskaða heitir Kristín Eva og er hjúkrunarfræðingur, alltaf kölluð Eva. Uppáhaldskvöld Jóa er að horfa á góða bíómynd með Evu og borða nammi. Hann segir gott að eldast og elska. Meiri dýpt, meiri ró og meiri skilningur á því að elska fólk nákvæmlega eins og það er. Sögðu fyrst Nei Jói er höfundur þriggja Hagkaupsbóka: Kökubók Hagkaups frá árinu 1996, Brauðréttir Hagkaupa frá árinu 2002, Brauð og kökubók Hagkaups frá árinu 2009. Bókin Eftirrétta Hagkaupa kom út árið 2006, en hún er með uppskriftum eftir Hafliða Ragnarsson, Ásgeir Sandholt og Jóa. „Ég var 29 ára þegar fyrsta bókin kom út,“ segir Jói sem rifjar upp hugmyndina að bókaseríunni. „Fyrst þegar ég talaði við Hagkaup sögðu þeir Nei takk! Ég mætti þá til þeirra með handritið af bókinni handskrifað. Á endanum fékk ég Þorstein Joð til að búa til svona demo með mér og eftir það tókst loks að sannfæra menn um að hugmyndin gæti verið góð.“ Það sem Jóa fannst skipta öllu máli, var að bókin yrði það ódýr að allir gætu keypt hana. „Þeir ætluðu að selja hana á 4.990 en ég vildi selja hana á 990!“ Sem varð niðurstaðan og á endanum seldust 70 þúsund Hagkaupsbækur eftir Jóa. „Fyrir mann sem er skrifblindur og lesblindur er þetta ekkert auðvelt. Samt hafði ég alltaf verið að skrifa svolítið niður á blað; hinar og þessar uppskriftir sem ég var að prófa mig áfram með.“ Annað sem Jói bendir á að er mjög erfitt fyrir flesta bakara og kokka. Og það er að segja nákvæmlega hversu mikið magn fólk á að nota í uppskrift. „Því maður notaði dash af þessu og dash af hinu,“ segir Jói og brosir. ,,Ég bakaði allt heima hjá mér. Geymdi fyrstu kökurnar inni í stofu en í þessari fyrstu bók voru rúmlega 220 uppskriftir,“ segir Jói en bætir kíminn við: Ég hef reyndar aldrei þorað að segja frá því en elstu kökurnar voru byrjaðar að mygla þegar ljósmyndarinn mætti og við fórum að mynda fyrir bókina. En sem betur fer sást það hvergi á myndunum.“ Það er svolítið áberandi í samtali við Jóa hversu oft hann hefur borið upp hugmyndir að einhverju, fengið NEI sem svar, ekki gefist upp og á endanum tekist tilætlunarverkið. Yfirmaðurinn á Nýja Kökuhúsinu sagði Nei í fyrstu um að kosta konditorinám í Danmörku en keypti síðan flugmiðann, Hagkaup sagði Nei í fyrstu við Kökubók og Stöð 2 sagði Nei í fyrstu við nýjum sjónvarpsþáttum. Jói endaði með að vera höfundur að fjórum Hagkaupsþáttum og gera sjónvarpsþætti með Stöð 2 í tíu ár. Rísandi stjarna Jói var þrítugur þegar hann stofnaði sitt eigið bakarí: Hjá Jóa Fel. Bakaríið var staðsett á Kleppsvegi, þar sem Smárabakarí var áður og var reksturinn sem Jói keypti. Kaupverðið var 7,3 milljónir. „Það tók nokkur kvöld að sannfæra foreldra mína um að skrifa upp á skuldabréf og síðan seldi ég íbúðina mína og þannig náði ég að borga út 5 milljónir. Skuldabréfið var 2,3 milljónir og greitt upp á tveimur árum.“ Brauð sem bökuð voru í steinofni slógu í gegn og áður en varði, vissu allir hvaða bakarí væri Bakarí Jóa Fel. „Menn höfðu samt ekki trú á þessum brauðum, gáfu mér þrjá mánuði í það mesta en sögðu að ég myndi síðan gefast upp.“ Enda brauð bökuð í steinofni fá í einu í samanburði við önnur brauð og steinofnar almennt það sem taldist aðeins til ofna sem notaðir voru í ,,gamla daga.“ Í viðtali við Jóa sem birt var í Morgunblaðinu þann 16.ágúst 1998, skrifar Kristín Marja Baldursdóttir: „Þegar Jóhannes Felixson opnaði bakaríið sitt í nóvember í fyrra, fylltist það af viðskiptavinum á öðrum degi og allar hillur tæmdust. Það var eins og borgin hefði beðið eftir brauðunum hans…“ Sem fólk að öllu jöfnu kallaði ítölsku brauðin. Að stofna fyrirtæki kallar þó oftast á blóð, svita og tár eigenda í upphafi. Og auðvitað átti það líka við Jóa. Í umræddu viðtali, er Jói spurður hvernig dæmigerður vinnudagur sé. „Fyrstu mánuðina byrjaði ég að baka klukkan fjögur á morgnana, en nú byrja ég ekki fyrr en um sexleytið. Starfið er aðeins að léttast, því bróðir minn, Rúnar Örn Felixson, hefur séð um næturvinnsluna. Ég er kominn heim um áttaleytið á kvöldin, svo vinnutíminn er kominn niður í tólf til fjórtán stundir. Ég er aðeins farinn að geta lifað aftur.“ Á þessum tíma var Jói þá þegar orðinn eftirsóttur kökuskreytingarmaður. Brúðartertur þá ekki síst, en Jói gekk í Myndlistarskóla Reykjavíkur í fjögur ár og hefur áður sagt í viðtölum að við kökuskreytingarnar hafi myndlistin nýst vel. Jói varð Íslandsmeistari í kökuskreytingum árið 1997 og árið 1999 fékk hann nýja hugmynd: Að gera sjónvarpsþætti. Einu sjónvarpskokkarnir sem fólk þekkti á þessum tíma voru Sigmar B. Hauksson og Siggi Hall. Ég var með hugmynd að nýjum þáttum, hitti Stöð 2 og þeir sögðu það sama og Hagkaup sagði fyrst: Nei takk!“ Á endanum samþykktu þeir þó að hefja framleiðslu þáttanna. En aðeins með því skilyrði að Jói sæi sjálfur um að fá kostun á framleiðsluna. Sem hann og gerði. „Ég talaði við Hagkaup og þar sem bækurnar höfðu gengið svo vel, þá slógu þeir til. Eftir það gekk framhaldið nokkuð snurðulaust fyrir sig og ég endaði með að gera tíu seríur.“ Margt breyttist í millitíðinni. Fleiri sjónvarpskokkar spruttu fram þar á meðal. Árið 2009 birtist frétt á Vísi um að matreiðsluþættir Jóa Fel á Stöð 2 og Jóhönnu Vigdísar fréttakonu á RÚV, væru sýndir á sama tíma og hvatti Jói fólk því eindregið til að nýta sér nýju sjónvarpstæknina: Plúsinn. Gjaldþrotið Í lífinu lærum við þó oftast hvað mest á því sem erfiðast er. Og eins og flestir, bönkuðu erfiðari lífsins verkefni líka upp á í lífi Jóa: Hjónaskilnaður og síðar gjaldþrot. Eins og gengur og gerist, var aðdragandinn nokkur að hvoru tveggja. „Við rákum bakaríið saman í 15 ár og það gekk alltaf vel. Þegar mest var störfuðu hjá okkur 120 manns. En síðan skildu leiðir og það verður að viðurkennast að undir það síðasta vorum við í sitthvoru horninu að reka fyrirtækið.“ Úr varð að Jói keypti hlut fyrrum eiginkonunnar út. „Ég sá fyrir mér að fara aftur á fullt í þetta eins og í upphafi. Vinna meira sjálfur og allt það. Bakaríið hafði alltaf gengið vel því þótt bankahrunið hafi komið okkur illa að hluta, þá er staðan einfaldlega þannig að þótt kreppi að í hagkerfinu, þarf fólk áfram að borða.“ Þegar bankahrunið skall á, var Jói reyndar nýfluttur með bakaríið í Holtagarða. „Fyrir hrun var andinn í samfélaginu þannig að allir héldu að þeir væru frábærir og yrðu milljónamæringar. Bankamennirnir mæltu með því að ég fengi lánað fyrir nýja bakaríinu, þar var allt nýtt og við fjárfestum líka mikið í stórri veisluþjónustu,“ segir Jói en bætir við: Sem betur fer hlustaði maður ekki á þessa menn. Við borguðum allt og áttum því nýtt og flott bakarí skuldlaust þegar bankarnir hrundu. Veisluþjónustan dróst þó verulega saman, það hafði enginn efni á svoleiðis. En bakaríið sjálft gekk vel og gerði það í raun alla tíð.“ Þegar Stöð 2 hafði samband árið 2013 fyrir enn eina seríuna, sagði Jói Nei og ákvað að því tímabili væri lokið. „Ég var reyndar að jafna mig eftir bakaðgerð en ákvað að þetta væri bara komið gott og sagði Nei.“ Það ófyrirsjáanlega gerðist síðan árið 2020: Covid. „Ég eins og fleiri, hélt alltaf að Covid væri að klárast. Því við vorum ýmist með opið eða lokað, alltaf trúandi því að betri tíð væri framundan. Þegar bankinn spurði mig um áætlanir, svaraði ég: Já ekkert mál. Þegar Covid er búið.“ Því fyrr var ekki hægt að gera neinar áætlanir. „Reksturinn fór samt ekki í þrot bara út af Covid. Því gjaldþrot eru í eðli sínu ferli sem tekur langan tíma. Í okkar tilfelli eitthvað sem væntanlega má rekja til þess þegar samstaða eigenda var horfin nokkrum árum fyrr,“ segir Jói og vísar þar til hjónaskilnaðarins, sem auðvitað átti sér sinn aðdraganda. „Ég myndi samt segja að Covid hafi gert útslagið.“ Í september árið 2020 slógu allir fjölmiðlar upp stórum fréttum um að Jói Fel væri farin í þrot. Hvernig leið þér þá? „Mér auðvitað leið bara illa,“ viðurkennir Jói og segir að eftir þrjátíu ára nokkuð farsæla sögu í rekstri og starfsævi, hafi áhrifin af þrotinu verið margþætt. Undir það síðasta hafði hann líka selt íbúðina, bílinn og allt og því voru kaflaskilin algjör. Í marga mánuði dró mig til baka og fór í gegnum erfiðan tíma. Ég hætti má segja á samfélagsmiðlum, fylgdist lítið með fjölmiðlum og jafn mikil félagsvera og ég er, langaði mig lítið til að hitta fólk á mannamótum.“ Það sem hjálpaði þó mikið var það sem Jói er þakklátastur fyrir. „Að geta málað er í rauninni sú guðs gjöf sem ég er þakklátastur fyrir. Því svo margt annað sem maður getur gert er áunnið. Til dæmis það að vera með gott lyktarskin. Meira að segja það er áunnið. Að hafa hæfileika til að mála vil ég hins vegar meina að sé guðs gjöf og ég er mjög þakklátur fyrir þá gjöf.“ Smátt og smátt fóru fréttir af Jóa að birtast á ný. En nú fréttir af Jóa listmálara. Ástin og ástríðan Jói á tvö börn, með tveimur barnsmæðrum: Rebekka Rún fæddist árið 1994 og Jóhannes Felix júníor um aldamótin. „Ég ætla ekkert að segja að ég hafi verið eitthvað góður pabbi. Frekar bara að ég hafi verið og sé frekar venjulegur pabbi,“ svarar Jói aðspurður um foreldrahlutverkið. „Í dag er þetta svipað og var hjá manni sjálfum: Krakkarnir eru orðin fullorðin og sjálfstæð. En mér finnst rosalega gaman þegar allir koma til mín í mat. Þær stundir eru alltaf í uppáhaldi hjá mér,“ segir Jói, sem fyrir stuttu varð líka afi. Að Jói æfi að kappi telst víst gömul frétt frekar en ný. Enda oft lýst sem vöðvatrölli í fréttum. „Þetta vita allir. Ég sé ekki að það sé neitt merkilegt við það. Miklu frekar ættum við að tala um konuna mína,“ svarar Jói stoltur, þegar talið berst að ræktinni. Því já, í ágúst síðastliðnum birtust fréttir af því að Jói hefði farið á skeljarnar og beðið sinnar heittelskuðu: Kristínu Evu Sveinsdóttur hjúkrunarfræðing og margfaldur Íslandsmeistari í fitness. Alltaf kölluð Eva. Þegar Jói talar um Evu glampar vel í augun. Enda viðurkennir hann að vera æðislega ástfanginn. Finnst þér öðruvísi að upplifa ástina um miðjan aldur miðað við þegar þú varst yngri? „Já,“ svarar Jói strax. Ástin er svo allt öðruvísi þegar maður er orðinn eldri. Við til dæmis rífumst aldrei. Heldur tölum bara saman. Og í dag veit maður hversu mikilvægt það er að elska maka sinn eins og hann er, við eigum ekki að reyna að breyta neinum.“ Jói segir aldurinn líka breyta svo miklu. Hann sé til dæmis orðinn mjög heimakær. „Uppáhaldið mitt eru bara svona kvöld eins og að horfa á góða bíómynd með Evu og borða nammi,“ segir Jói og brosir næstum því feimnislega. Jói segir hugmyndina á bakvið eldabaka.is vera svipaða og hann hefur alltaf haft að leiðarljósi í öðrum verkefnum: Að allir geti lært að elda og baka. Eldabaka.is er áskriftarsíða með mikið af kennslumyndböndum en hugmyndin er að á endanum sé safnið á síðunni orðið svo stórt, að þar finnist í raun allt sem finna þarf. Þar á meðal öll trixin.Vísir/Vilhelm Jói og Eva búa í Hveragerði þar sem Jói segist vera heimavinnandi heimilisfaðir. En það er nú ekki alveg rétt lýsing. Því auðvitað er hann á fullu í matseldinni líka. Með nýja áskriftarsíðu sem heitir eldabaka.is og er lifandi uppskriftarbók. „Þar er ég með kennslumyndbönd sem ég myndi svo sem segja að væru í anda gömlu sjónvarpsþáttanna minna á Stöð 2, nema að þetta er ekki sjónvarp heldur vefsíða með fullt af uppskriftum og kennslumyndböndum sem eru einföld því alveg eins og gilti með Hagkaupsbækurnar og þá hugmynd á sínum tíma, þá er hugsunin mín alltaf þessi: Ég vil að allir geti bakað og að allir geti eldað góðan mat. Þetta þarf ekkert að vera flókið.“ En bíddu bíddu bíddu…. var Jói ekki kominn með pizzustað? „Já og nei. Það sem fólk áttaði sig ekki á með pizzustaðinn Felino er að ég var ekki eigandi. Heldur sá sem var með hugmyndina, bjó til uppskriftirnar og konseptið. Við enduðum síðan með að loka þeim stað og það var allt í góðu. Felino fór því ekki í þrot.“ En hvers vegna fór Jói í veitingageirann um tíma? Svarið við þeirri spurningu má sjá í frétt á Vísi sem birtist í tilefni opnunar Felino árið 2021: „Eins og margir vita er ég búinn að vera að mála en það var svolítið einmanalegt að vera einn að mála þannig að ég leitaði til manns sem á húsnæðið, þar sem Gló var, og stakk upp á því að við myndum opna hér léttan veitingastað með ítölsku ívafi,“ Við skulum því spyrjast nánar um eldabaka.is. Þar sem áskriftargjaldið fyrir 12 mánuði kostar 4.990 kr. „Ég er með alls konar uppskriftir þarna inni. Og alls konar kennslumyndbönd. Því það hefur bara alltaf verið svo ríkt í mér að hlutirnir séu gerðir þannig að allir geti notið þeirra. Eins og var með Hagkaupsbókina fyrstu. Sem ég fékk í gegn að yrði seld eins ódýrt og hægt væri. Það er hugmyndin líka með eldabaka.is, sem ég sé fyrir mér að með tímanum stækki bara og stækki þannig að á endanum er einfaldlega ekkert sem þú getur ekki fundið þar.“ Jói er allt í öllu í upptökunum fyrir kennslumyndböndin á eldumbaka.is og hér má sjá hann í eldhúsinu heima í Hveragerði. Jói viðurkennir að fyrstu videóin hafi ekki verið upp á marga fiska, en nú sé hann með góðan tékklista til að gleyma engu. Vísir/Vilhelm Samstarfsaðili Jóa er Hagkaup. „Fyrstu myndböndin voru svo sem ekkert til að hrópa húrra fyrir. Alla vega hringdi hann í mig hann Siggi Reynalds frá Hagkaupum í mig eftir að ég gerði fyrstu vídeóin og sagði: Jói minn. Þú hefur alltaf verið góður í að elda og baka. En ég verð að segja að þú ert afleitur klippari,“ segir Jói og skellihlær. „Ég var að gleyma að kveikja á hljóðnemanum og alls konar. Enda vanur því að geta einbeitt mér að eldamennskunni því ég var með tökumenn og klippara. Nú sé ég um allt sjálfur. Og er með góðan tékklista: Gera þetta, síðan þetta og svo framvegis. Og útkoman er bara fín.“ Jói segist alsæll með lífið og tilveruna í dag. Hefur mikla trú á eldabaka.is, er ástfanginn upp fyrir haus, finnst gott að eldast og finna þá ró sem færist yfir. Æfir af kappi enn og segir mikilvægt að horfa alltaf fram á við frekar en í baksýnisspegilinn. Tökum sem dæmi dómstól götunnar. Hann er mjög harður. Það er rétt. Og það er ekki gaman fyrir neinn að vera tekinn fyrir. En í dag segi ég einfaldlega við fólk: Ef þú ert á einhvern hátt opinber manneskja en þolir ekki hversu dómharður þessi dómstóll götunnar er, þá er staðan bara þessi: Farðu að gera eitthvað annað.“
Helgarviðtal Atvinnulífsins Tengdar fréttir Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02 Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00 „Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01 „Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00 „Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00 Mest lesið ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fyrrverandi bæjarstjóri kaupir Pylsuvagninn á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Sjá meira
Klara á Kanarí: „Fólk kom með ferðatöskur af saltfiski og seldi“ „Jú jú, þetta var auðvitað allt öðruvísi þá. Ekki bara kvóti á gjaldeyri heldur kom fólk með ferðatékka sem það fékk hjá bankanum heima og skipti síðan hér í peseta,“ segir Klara Baldursdóttir og hlær. 1. september 2024 08:02
Skíðaskálinn í Hveradölum: Þar sem ástin mættist á miðri leið „Við ætluðum að gifta okkur á bökkum Rangár en ekki hér,“ segir Ólöf Ása Guðmundsdóttir og eiginmaðurinn Grettir Rúnarsson, kinkar kolli og hlær. 21. nóvember 2021 08:00
„Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári“ „Við vorum búnir að hugsa fyrir öllu. Matseðilinn, andrúmsloft staðarins, staðsetninguna og þann viðskiptavinahóp sem við vildum ná til. Draumurinn var að fá Frú Vigdísi Finnbogadóttur til okkar, því ef hún kæmi væri það staðfesting á því að við værum að búa til góðan stað,“ segir Jakob Jakobsson þegar hann rifjar upp stofnun Jómfrúarinnar árið 1996. „Vigdís var líka hetjan okkar. Hún hafði farið fram gegn karlaveldinu, ekkert ólíkt okkur sjálfum,“ segir Jakob og bætir við: „Og þetta tókst því Vigdís Finnbogadóttir kom til okkar strax á fyrsta ári.“ 9. maí 2021 08:01
„Ég er djarfur að upplagi“ „Metnaðurinn lá í handboltanum en ég vildi samt klára rekstrartæknifræðina og ná mér í reynslu í atvinnulífinu. Því á þessum tíma gastu ekki treyst á að handboltinn yrði lífsviðurværið,“ segir Valdimar Grímsson þegar hann skýrir út hvers vegna hann tók ekki fyrstu atvinnutilboðunum erlendis frá í handbolta á sínum tíma. 10. janúar 2021 08:00
„Haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf“ „Við vitum ekki nákvæma dagsetningu hvenær fyrirtækið var stofnað en haustið 1937 skrifaði afi Bjarna Ben bæjarstjóra bréf og bað um að vagninn yrði færður á sitt nafn því hann væri orðinn einkaeigandi. Bréfið eru fyrstu skriflegu heimildirnar sem við höfum um að reksturinn væri hafinn,“ segir Guðrún Kristmundsdóttir aðaleigandi Bæjarins beztu pylsur. 17. janúar 2021 08:00