Áhersla á stuðning við jaðarsetta hópa í menntakerfinu Heimir Már Pétursson skrifar 13. september 2024 12:01 Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra boðar meðal annars 250 milljónir í auknum framlögum til afreksíþrótta. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðherra segir fjármagn verða sett í þjóðarleikvanga á næsta ári og 250 milljónir verði settar aukalega til afreksíþrótta. Brugðist verði við aukinni aðsókn í verknám nám fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eflt. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp næsta árs var framhaldið á Alþingi í dag þar sem einstakir fagráðherrar munu fara yfir sína málaflokka í umræðum í þingsal. Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra var fyrstur á mælendaskrá þegar þingfundur hófst klukkan hálf tíu. Hann sagði fjármuni fara til þjóðarleikvanga. Þjóðarhöll væri á leið í hönnunarútboð á næstu vikum. Framhaldsskólarnir væru hins vegar stærsti málaflokkur ráðuneytisins og ráðgert að framlög til þeirra verði 47 milljarðar, sem væri aukning upp á þrjá milljarða. „Það er aukning til að mæta auknum fjölda nemenda í verknámi. Það er líka gert ráð fyrir að við höldum áfram framkvæmdum við verknámsskóla. Nýlega settum við byggingu við fjóra skóla af stað og eigum að geta haldið áfram með næstu porsjón í því,“ sagði Ásmundur Einar þegar hann fór yfir helstu málaflokka. Í júní var skrifað undir samkomulag milli stjórnvalda og Hafnarfjarðarbæjar um flutning og uppbyggingu Tækniskólans frá Reykjavík til Hafnarfjarðar.Stöð 2/Einar Von væri á frumvarpi um gjaldfrjáls námsgögn haustþingi. Þá verði stuðningur við jaðarsetta hópa innan framhaldsskólakerfisins efldur. „Fjölga íslenskubrautum við skólana. Taka betur utan um jaðarsetta nemendur sem eru í svo kölluðum NEED hópi. Efla menntun fanga og svo framvegis,“ sagði ráðherra. Umtalsverð aukning yrði á framlögum til þróunarverkefna í leik- og grunnskólum. Á þessu ári hefðu um 900 milljónir runnið til leik- og grunnskólastigsins en framlögin verði 1,4 milljarðar á næsta ári. „Við erum að gera ráð fyrir að þetta aukna svigrúm verði nýtt til að innleiða nýtt samræmt námsmat í grunnskólakerfinu. Geta keypt prófagrunna og fylgt innleiðingunni eftir í gegnum nýja miðstöð menntunar- og skólaþjónustu,“ sagði Ásmundur Einar Daðason.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2025 Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52 Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06 Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Fleiri fréttir Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Sjá meira
Gagnrýna afnám greiðslu séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán Stjórnarandstaðan telur fátt í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta. Þá gagnrýna margir að afnema eigi heimild til að nýta séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán. 12. september 2024 20:52
Almennt launafólk finni ekki fyrir auknum kaupmætti Formaður Samfylkingarinnar segir almennt launafólk ekki verða vart við aukinn kaupmátt, enda ekki tekið tillit til mikillar vaxtabyrði heimilanna. Fjármálaráðherra segir fjárlagafrumvarpið hins vegar styðja við heimilin í landinu á sama tíma og verðbólga fari minnkandi. 12. september 2024 12:06
Ríkisútgjöld aukast um tugi milljarða á næsta ári Útgjöld ríkisins aukast um 55 milljarða króna á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir frumvarpið engu að síður styðja við hjöðnun verðbólgu og þar með lækkun vaxta. 10. september 2024 19:21