Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 18:01 Kylian Mbappé og Orri Steinn Óskarsson verða væntanlega á ferðinni annað kvöld þegar Real Madrid sækir Real Sociedad heim. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri. Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri.
Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Íslenski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá lagði upp í níu marka sigri Breiðablik - Víkingur | Tryggja Blikakonur titilinn í þriðju tilraun? Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Sjá meira