Orri vill láta til sín taka gegn Real Madrid Sindri Sverrisson skrifar 13. september 2024 18:01 Kylian Mbappé og Orri Steinn Óskarsson verða væntanlega á ferðinni annað kvöld þegar Real Madrid sækir Real Sociedad heim. Samsett/Getty Orri Steinn Óskarsson er staðráðinn í að skora fjölda marka fyrir sitt nýja lið Real Sociedad sem greiddi metverð til að fá hann frá FC Kaupmannahöfn fyrir tveimur vikum. Á morgun er stórleikur við Evrópumeistara Real Madrid. Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri. Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira
Orri kom inn á sem varamaður gegn Getafe 1. september, í sínum fyrsta leik fyrir Real Sociedad, áður en hann fór svo í landsleikjatörn og skoraði glæsilegt skallamark gegn Svartfellingum á Laugardalsvelli. Nú er svo komið að fyrsta heimaleik Orra og það er gegn sigursælasta liði Meistaradeildarinnar, Real Madrid, annað kvöld. Hjá gestunum úr Madrid er mikil pressa á Kylian Mbappé að skora mörk í hverjum leik, en það eru einnig miklar væntingar gerðar til Orra sem er nýorðinn tvítugur en hefur sýnt að hann kann þá list að skora mörk. „Ég vil skora mörk frá fyrsta degi, því það er starf framherja að skora mörk, og ég mun leggja mig allan fram við að gera það. Ég er búinn að æfa vel, kynnast strákunum, og aðlögunin er ekki eins erfið og hún gæti verið. Ég er ánægður,“ er haft eftir Orra í spænskum fjölmiðlum. Talaði við Alfreð og horfir til Isaks Orri segist horfa til framherja eins og hins sænska Alexanders Isak, sem Newcastle keypti frá Real Sociedad fyrir 70 milljónir evra. „Isak veitir mér mikinn innblástur, með því hvernig hann kom og byrjaði strax vel hérna,“ sagði Orri samkvæmt AS. Hann talaði líka við Alfreð Finnbogason, fyrrverandi liðsfélaga sinn úr landsliðinu, sem var leikmaður Real Sociedad fyrir tæpum áratug. „Ég talaði við hann og hann sagði mér frábæra hluti um félagið og borgina, og það var mikilvægt fyrir mig. Ég er búinn að skoða umhverfið hérna. Þetta er fallegt og mjög rólegt. Ég held að ég muni njóta mín í botn hérna. Borgin er flott og fólkið elskulegt. Hér er vel tekið á móti manni,“ sagði Orri.
Spænski boltinn Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sjá meira