Sjarminn af sérverslun lifi góðu lífi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2024 15:10 Aron Elí er spenntur fyrir opnuninni. Hulda Bjarna Eigandi fiskbúðar sem opnar í Laugardalnum í dag segir að þó fiskbúðum fækki ört í borginni sé ákall frá íbúum um sérverslanir í nærumhverfinu. Hugmyndin um kaupmanninn á horninu eigi enn við. Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“ Verslun Reykjavík Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Á dögunum var greint frá því að elstu starfandi fiskbúðinni á höfuðborgarsvæðinu, Fiskbúðinni í Trönuhrauni í Hafnarfirði, hafi verið lokað. Fiskikóngurinn stakk niður penna við þessi tímamót og segir sorglegt hve hratt fiskverslanir týna tölunni. Þegar hann byrjaði í bransanum átján ára hafi um þrjátíu fiskbúðir verið í Reykjavík, nú séu þær sex. Þróunin virðist hafa verið á þessa leið í gegnum árin. Í Helgarpóstinum kom fram árið 1981 að hinn hefðbundni fisksali gegni æ minna hlutverki í innkaupavenjum fólks. Fjöldi fiskbúða hafi á síðustu þrjátíu árum fækkað úr 50 til 60 í rúmlega 20 á stórhöfuðborgarsvæðinu. Ein þeirra verslana sem hætti nýlega störfum er Fiskbúðin við Sundlaugaveg í Laugardal. Töluverð sorg ríkti í hverfishópnum á Facebook þegar versluninni var lokað í vor. Nú hafa nýir eigendur tekið við rekstrinum og opna þeir dyr sínar í dag. Fjallað var um fækkun fiskbúða og yfirvofandi opnun í fréttum Stöðvar 2 á dögunum. Nýr eigandi segir líklegustu skýringuna á fækkun fiskbúða í borginni vegna þess að varan sé aðgengilegri en áður. Fiskur fáist í flestum matvöruverslunum auk þess sem fólk kjósi að fá heimsendan mat. „En það er bara svo mikill sjarmur að koma inn í sérverslun, fá þessa þjónustu. Fá þessa nánd, maður þekkir alltaf fólkið sem kemur. Þannig það er mjög gaman að geta boðið upp á þessa þjónustu því það er enn mikið af fólki sem vill halda í þetta,“ segir Aron Elí Helgason, annar eigandi verslunarinnar. Kaupmaðurinn á horninu eigi enn erindi en þá skipti miklu máli að neytendur versli við sérvöruverslanir. „Ég hef bara trú á því, sérstaklega hérna í þessu geggjaða hverfi, að fólk taki við því og mæti þeirri áskrorun að koma í fiskbúðina.“
Verslun Reykjavík Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent