Kröfur upp á um 13 milljarða í þrotabú Skagans 3X Lovísa Arnardóttir skrifar 14. september 2024 07:29 Frá athafnasvæði Skagans 3X á Akranesi. Vísir/Arnar Gerðar hafa verið kröfur í þrotabú Skagans 3X sem nema um þrettán milljörðum króna. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota í júlí. Stærstu kröfurnar í búið eru almennar kröfur sem nema um níu milljörðum. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Frestur til að lýsa kröfu í búið rann út á mánudag í þessari viku. Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum. Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Þar kemur einnig fram að stærstu kröfuhafarnir séu fasteignafélagið Grenjar ehf. á Akranesi. Fyrirtækið leigði húsnæði Grenja undir starfsemi sína. Grenjar lýsir sjö kröfum í þrotabúið samkvæmt frétt Morgunblaðsins sem nema um 4,4 milljörðum króna. Þá gera einnig kröfu í þrotabúið færeyska fiskvinnslufyrirtækið Varðin Pelagic P/F og SFV11 Holding. Kröfur þeirra eru upp á meira en milljarð. Þá kemur einnig fram í frétt Morgunblaðsins að skiptastjóri taki ekki afstöðu til almennra krafna því ljóst sé að ekkert fáist greitt upp í þær. Þá gerir Íslandsbanki veðkröfu upp á um 2,9 milljarða. Forgangskröfur eru svo um 880 milljónir en skiptastjóri hefur samkvæmt frétt Morgunblaðsins þegar hafnað kröfum upp á um 600 milljónum. Voru að skoða tilboð Greint var frá því við lok síðasta mánaðar að einhver tilboð hefðu borist í þrotabúið en ekkert í allar eignir í heilu lagi síðan slíku tilboði var hafnað stuttu eftir að tilkynnt var um gjaldþrotið. Skaginn 3X, hátæknifyrirtæki sem framleiddi tæki til matvælaframleiðslu, varð gjaldþrota og öllum 128 starfsmönnum þess sagt upp í byrjun júlí. Skömmu eftir gjaldþrotið barst tilboð allar í eignir þess sem var háð ýmsum skilyrðum, þar á meðal kaupum á fasteignum sem þrotabúið átti ekki. Fram kom svo í fréttum um miðjan ágúst að ekki hafi tekist að ganga að því tilboði og því væri nú stefnt að því að selja eignir þrotabúsins í bútum.
Akranes Gjaldþrot Gjaldþrot Skagans 3X Tengdar fréttir Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18 Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29 „Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Bæjarstjórn hefur ekki gefið upp von um endurreisn Skagans 3X Bæjarstjórn Akraneskaupstaðar lýsir yfir miklum harmi yfir þeirri stöðu sem upp er komin í máli Skagans 3X en hún hefur þó ekki gefið upp alla von um endurreista starfsemi fyrirtækisins á Akranesi. 19. ágúst 2024 18:18
Enginn byggi upp fyrirtæki til að standa í veg fyrir endurreisn þess Grenjar ehf., sem er eigandi fasteigna á Akranesi sem félagið Skaginn 3X leigði fyrir starfsemi sína, hafna því að endurreisn síðarnefnda félagsins hafi ekki náð fram að ganga vegna þess að ekki náðist samkomulag við félagið. Sárt sé að sitja undir „uppspuna og óhróðri“ um slíkt. 17. ágúst 2024 13:29
„Þetta var bara okkar líf og nú er það farið“ Starfsfólk Skagans 3X er í áfalli þar sem tilraunir til að selja fyrirtækið í heilu lagi hafa ekki gengið eftir. Útlit er fyrir að starfsemin verði seld í bútum. 16. ágúst 2024 19:01