Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2024 12:16 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bestu deild karla fyrir næsta tímabil Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi. Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi.
Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira