Tryggir ÍBV Bestu deildar sæti í dag? | „Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila“ Aron Guðmundsson skrifar 14. september 2024 12:16 Hermann Hreiðarsson er þjálfari ÍBV sem er einum sigri frá því að tryggja sér sæti í Bestu deild karla fyrir næsta tímabil Vísir/Hulda Margrét Eyjamenn eru með örlögin í sínum höndum fyrir lokaumferð Lengjudeildar karla í fótbolta í dag. Sigur gegn Leikni Reykjavík gulltryggir sæti ÍBV í Bestu deildinni á næsta tímabili og myndi um leið binda endi á stutta veru liðsins í næstefstu deild. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV segir sína menn klára í alvöru leik gegn hættulegu liði Leiknis sem hefur að engu öðru að keppa nema stoltinu. Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi. Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Spennan í Lengjudeildinni hefur verið nær óbærileg á tímabilinu og sökum þess að aðeins topplið deildarinnar tryggir sér beint sæti upp í Bestu deildina, á meðan að liðin í öðru til fimmta sæti fara í útsláttarkeppni, er óhætt að segja að spennan nái hámarki í lokaumferð dagsins. Fyrir hana eru það lærisveinar Hermanns Hreiðarssonar úr Vestmannaeyjum sem standa best að vígi á toppi deildarinnar með eins stigs forystu á Fjölni í öðru sætinu. Lið Grafarvogsbúa er það eina sem getur hrifsað toppsætið af ÍBV í dag. En til þess að gera það þarf Fjölnir að bera sigur úr bítum gegn Keflavík á útivelli og um leið treysta á að Eyjamenn misstígi sig gegn Leikni í Breiðholtinu, annað hvort tapi leiknum eða geri jafntefli. Eyjamenn vita að sigur í leik dagsins sér til þess að ÍBV snúi aftur í efstu deild. Staða sem Hermann þjálfari hefði tekið fagnandi ef honum hefði verið boðið hún fyrir tímabilið. „Að sjálfsögðu. Maður hefði hrifsað það af hverjum sem er,“ segir Hermann í samtali við Vísi í morgun. Hermann hefur marga fjöruna sopið sem atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta og nú sem þjálfari. Hann veit sem víst að Leiknir getur reynst hættulegur andstæðingur í dag þrátt fyrir að liðið hafi að engu að keppa nema stoltinu. Það eru oft erfiðustu andstæðingarnir. „Þeir eru með hörku lið. Við þurfum að eiga okkar dag og þá sér leikurinn um sig sjálfur. Við þurfum bara að spila vel og njóta þess að spila. Þetta eru leikirnir sem þú vilt spila. Stóru leikirnir með stórum verðlaunum. Við ætlum að njóta dagsins í botn og erum klárir í alvöru leik. “ Með þá staðreynd í huga að sigur í dag gulltryggir ykkur sæti í Bestu deildinni á næsta tímabili. Hvað viltu sjá frá þínum mönnum í dag? „Í rauninni bara það sem að ég hef séð í allt sumar. Bara þetta vinnuframlag og stemningu í liðinu sem hefur fleytt okkur langt. Við höfum farið mjög langt á stemningunni, leikgleði og vinnusemi. Ég vil bara sjá það frá mínum mönnum. Að menn séu að njóta þess að spila sinn fótbolta. Við höfum verið að spila skemmtilegan bolta. Orkumikinn bolta. Það er það sem maður fer fram á fyrir hvern einasta leik.“ Frítt er í Herjólf í tilefni dagsins og má gera ráð fyrir því að Eyjamenn fjölmenni upp á land og í Breiðholtið til þess að styðja við bakið á sínum mönnum er þeir leggja í loka atlöguna í átt að Bestu deildar sæti. „Jú það er engin spurning. Það er stemning fyrir þessum leik. Enda mikið undir. Við ætlum að gera þetta að skemmtilegum degi. Það verður gaman í Breiðholtinu.“ Lokaumferð Lengjudeildarinnar hefst klukkan tvö í dag. Við greinum frá úrslitum hennar hér á Vísi.
Lengjudeild karla Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira