Enski boltinn

UEFA hótar því að reka enska lands­liðið af þeirra eigin EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, gengur framhjá Evrópumeistarabikarnum en enska landsliðið hefur tapað úrslitaleik EM á síðustu tveimur mótum.
Harry Kane, fyrirliði enska landsliðsins, gengur framhjá Evrópumeistarabikarnum en enska landsliðið hefur tapað úrslitaleik EM á síðustu tveimur mótum. Getty/Stefan Matzke

England á að halda næsta Evrópumót karla í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2028. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur nú varað Englendinga við því að þeim gæti verið úthýst af mótinu sem þeir halda sjálfir.

Bresku fótboltaþjóðirnar, England, Skotland, Wales og Norður-Írland, halda Evrópumótið ásamt Írlandi en þau voru staðfestir sem gestgjafar í október á síðasta ári.

The Times fjallar um það að UEFA hafi varað breska ráðherra við því að samþykkja ný lög frá Keir Starmer forsætisráðherra sem vil vera með pólitíkskt eftirlitskerfi með enska fótboltanum.

UEFA bannar algjörlega öll afskipti stjórnmálamanna af knattspyrnusamböndum sínum.

Theodore Theodoridis, framkvæmdastjóri UEFA, sendi menningarmálaráðherranum Lisu Nandy bréf þar sem hann ítrekar það „að stjórnmálamenn mega ekki koma nálægt rekstri fótboltasambanda“ eins og hann orðaði það samkvæmt frétt The Times.

Theodoridis segir að það sé algjört lykilatriði að fótboltinn standi alveg sjálfstæður og laus við alla pólitík.

Nýr flokkur er kominn við völd í Bretlandi og það eykur líkur á slíku eftirliti sem átti að vera eins konar svar við miklum völdum ríkra erlendra eigenda ensku fótboltafélaganna.

Hvort Verkamannaflokkurinn hans Keir Starmer fari alla leið með þetta mál verður að koma í ljós en það gæti þýtt að enska landsliðið fengi ekki að taka þátt í Evrópumóti sem þeir halda sjálfir. Þessi hótun gæti þó breytt miklu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×