Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins opnuð á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. september 2024 20:07 Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Hann er mjög ánægður og stoltur af nýju stöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein öflugasta hraðhleðslustöð landsins hefur verið opnuð á Selfossi en þar geta tuttugu og sex bílar af öllum stærðum og gerðum hlaðið í einu allan sólarhringinn. Það er hópferðafyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar, sem á heiðurinn af hleðslustöðinni með samstarfsaðilum sínum. Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra mætti á Selfoss til að opna nýju hraðhleðslustöðina að viðstöddu fjölmenni á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar þar sem allar grænu rúturnar eru við þjóðveg eitt þegar komið er á Selfoss. Nýja hraðhleðslustöðin er mjög öflug og getur þjónað mörgum rafmagnsökutæjum í einu, en stöðin er 1440 kílóvatta með tengi fyrir 26 bíla. „Þetta verður opið almenningi, þetta verður inn á On appinu og svo er þetta líka hugsað fyrir Guðmund Tyrfingsson, rúturnar hjá þeim, að hlaða þær. Þetta tengi hérna fyrir aftan mig er öflugasta tengið, það er allt að 600 kílóvött og svo eru nokkur 300 kílóvatta og svo er 90 eða 180 kílóvött,” segir Hjalti Sigmundsson, framkvæmdastjóri hjá Yes-Eu fyrirtækinu, sem er leiðandi í lausnum fyrir orkuskipti í samgöngum. Össur Skarphéðinsson, sem stýrði dagskrá dagsins á opnunarhátíðinni er ánægður með Guðlaug Þór. „Og það er frá Selfossi, sem rafvæðing almannasamgangna hefur virkilega sprottið frá,” segir Össur. En ertu ánægður með Guðlaug, sem ráðherra? „Svolítið er hann að gera að viti, maður má ekki hrósa honum of mikið, ég þekki það af reynslunni, það stígur honum til höfuðs, en hann er ekki að standa sig, sem verst þeirra,” segir Össur hlæjandi. Það fór vel á með Össuri og Guðlaugi Þór þegar nýja hraðhleðslustöðin hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi var opnuð formlega.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðlaugur, þú elskar Össur eða hvað? „Já, það er ekkert hægt annað þegar þú kynnist honum og það sem honum langaði til að segja að ég væri búin að standa mig frábærlega en þú veist í hvaða flokki hann er enn þá,” segir Guðlaugur Þór skellihlæjandi. Guðmundur Tyrfingsson sjálfur með Guðlaugi Þór, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og fyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar er rétt að byrja þegar rafhleðslustöðvar og rafmagnsbílar eru annars vegar. „Þetta er stórt verkefni, sem er gríðarlega kostnaðarsamt en þurfti að gerast til þess að við getum haldið áfram að fara af stað, þannig að nú förum við á fullt í það,” segir Tyrfingur Guðmundsson framkvæmdastjóri Guðmundar Tyrfingssonar hópferðafyrirtækis á Selfossi. Tyrfingur Guðmundsson, framkvæmdastjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og eru rafmagnsbílar það sem koma skal? „Alveg klárlega. Við erum búin að prufa bæði rútur og strætisvagna og þetta bara virkar, þannig að ég sé enga ástæðu til að gera það ekki,” bætir Tyrfingur við. Benedikt Guðmundsson hjá Guðmundi Tyrfingssyni og Guðlaugur Þór við veitingarnar, sem boðið var upp á þegar nýja hraðhleðslustöðin var tekin í notkun föstudaginn 13. september á athafnasvæði Guðmundar Tyrfingssonar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Guðmundar Tyrfingssonar
Árborg Hleðslustöðvar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira