Gat ekki kastað því liðsfélaginn ældi á boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 16. september 2024 11:32 Það var ekki séns fyrir Willis að kasta boltanum sem var þakinn í ælu. Stacy Revere/Getty Images Furðulegt atvik átti sér stað í leik Green Bay Packers og Indianapolis Colts í NFL-deildinni vestanhafs í gær. Magapest sóknarlínumanns fyrrnefnda liðsins hafði áhrif á leikinn. Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina. NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Sjá meira
Josh Myers spilar fyrir miðju í sóknarlínu Green Bay liðsins sem vann 16-10 sigur í gærkvöld. Spennan jókst eftir því sem leið á leikinn þegar gestirnir unnu sig inn í hann og veikindi Myers á mikilvægum tímapunkti hefðu getað reynst dýrkeypt. Myers var slæmur í maganum í gær, virðist vera.Pedro Vilela/Getty Images Green Bay var á þriðju tilraun og þurfti að komast 10 stikur fyrir endurnýjun þegar Myers kastaði hressilega upp skömmu áður en hann losaði boltann á leikstjórnandann Malik Willis. Willis lék í fjarveru aðal leikstjórnanda Packers, Jordan Love, sem var frá vegna meiðsla. Lítil hjálp var í uppkasti liðsfélaga hans í þessari stöðu. Matt LaFleur: “I asked Malik why he didn’t throw the ball on that 3rd down and he told me Josh threw up on the ball. That’s the first time I ever heard that”😂😭😂 pic.twitter.com/echFVpkuSX— Hogg (@HoggNFL) September 15, 2024 Aldrei lent í þessu áður Teiknað hafði verið upp kastkerfi til að komast stikurnar 10 en Willis gat ekki kastað boltanum þar sem Myers hafði kastað upp á boltann. Willis hljóp þá með hann og afleiðingarnar að Packers tókst ekki að fá endurnýjun. „Ég spurði Malik hvers vegna hann kastaði boltanum ekki á þriðju tilrauninni og hann sagði það vegna þess að Josh ældi á boltann. Þetta er í fyrsta skipti sem ég hef heyrt um það,“ sagði Matt Lafleur, þjálfari Packers, um atvikið eftir leik. #Packers center Josh Myers vomited on the football before a 3rd down but still snapped it to Malik Willis. Willis had no choice but to run with it.This is a wild story.(🎥 @packers)pic.twitter.com/FgPvz4bhWx— Ari Meirov (@MySportsUpdate) September 15, 2024 „Við þetta má bæta að dómarinn, Shawn Hochuli, kom til mín og sagðist hafa séð leikmanninn æla á boltann. „Eigum við að taka hann út af næst?“ Ég svaraði: „Já, endilega gerið það.“ Því þetta var mikilvæg staða og ég hef aldrei lent í því að einhver æli á boltann,“ bætti Lafleur við. Packers eru á sigurbraut eftir að hafa tapað naumlega fyrir Philadelphia Eagles í fyrsta leik. Colts liðið er án sigurs eftir fyrstu tvo leikina.
NFL Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Handbolti Fleiri fréttir „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Sjá meira