Funda með Vegagerðinni um Vestfjarðagöng Bjarki Sigurðsson skrifar 16. september 2024 12:06 Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum þegar eldurinn kviknaði. Valur Andersen Rútan sem kviknaði í nálægt Ísafirði fyrir helgi var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni og segir slökkviliðsstjórinn að með aukinni umferð um göngin þurfi að tvöfalda einbreiðu kaflana. Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður. Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Eldurinn kviknaði rétt fyrir þrjú á föstudag. Rútan var nýkomin út úr Vestfjarðagöngunum og á leið til Ísafjarðar. Um borð voru 59 ferðamenn ásamt bílstjóra og fararstjóra en engan sakaði. Sigurður A. Jónsson, slökkviliðsstjóri á Ísafirði, segir eldinn virðast hafa byrjað aftarlega í rútunni en þegar slökkvilið kom á staðinn var hún nánast alelda. Upptök eldsins eru nú til rannsóknar hjá lögreglu. „Hún er svona hálfan kílómetra frá göngunum hérna Ísafjarðarmegin. Þá blossar upp þessi eldur. Bílstjórinn gerir allt hárrétt, hann fer út í kant, stoppar, opnar allar hurðar og tæmir rútuna. Það gekk mjög vel, þetta voru mjög öguð vinnubrögð hjá honum. Þegar við komum þá eru þau öll í einfaldri röð í vegkantinum og voru að labba meðfram veginum. Ekkert panikk, enginn meiddur sem betur fer,“ segir Sigurður. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Hefði kviknað í á meðan rútan var enn inni í göngunum hefði verið mun erfiðara að fást við eldinn. „Þetta eru gömul göng. Þau eru opnuð 1996 og eru komin til ára sinna. Þau eru einbreið á löngum kafla. Þannig það er mjög erfitt fyrir rútur að snúa þarna, mikil ósköp,“ segir Sigurður. Slökkviliðið fundar með Vegagerðinni á næstunni. Þeim sem nota göngin fjölgar á hverju ári, sérstaklega vegna betri vega á suðurfjörðunum og innkomu Dýrafjarðarganga. „Auðvitað þyrftum við að tvöfalda þennan legg. Það væri mjög gott. Öryggisatriði í göngum hafa breyst síðan 1996. Það þyrfti að spiffa þetta upp aðeins,“ segir Sigurður.
Ísafjarðarbær Samgönguslys Slökkvilið Samgöngur Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira