Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. september 2024 15:07 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag. Vísir/Bjarni Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember. Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Lögregla hefur haldið spilunum þétt að sér vegna málsins, en greindi frá því í tilkynningu að stúlkan sem lést hefði verið á grunnskólaaldri. Samkvæmt heimildum fréttastofu var stúlkan íslensk og maðurinn sem var handtekinn faðir stúlkunnar. Yngsta barnið sex ára Í janúar á þessu ári var kona handtekin á Nýbýlavegi fyrir að hafa orðið sex ára syni sínum að bana og að hafa einnig reynt að bana eldri syni sínum. Aðalmeðferð yfir konunni hófst í síðustu viku í Héraðsdómi Reykjaness. Móðirin var búsett í Kópavogi með sonum sínum tveimur, sex og ellefu ára. Faðir drengjanna er einnig búsettur hér á landi en þó ekki á sama stað. Fólkið hefur búið á Íslandi í nokkur ár undir alþjóðlegri vernd. Þann 24. ágúst síðastliðinn, á Menningarnótt, var hin 17 ára Bryndís Klara Birgisdóttir stungin til bana við Skúlagötu. Hún lést af sárum sínum tæpri viku eftir stunguárásina, þar sem tvö önnur ungmenni voru einnig stungin. Sá sem grunaður er um árásina er einnig barn, en hann er í sérstöku gæsluvarðhaldsúrræði. Áður hafði hann dvalið á Stuðlum, en vegna líflátshótana var ákveðið að færa hann í fangelsið á Hólmsheiði til að tryggja öryggi hans. Bryndís Klara var borin til grafar frá Hallgrímskirkju á föstudaginn. Fjórir fullorðnir látnir í þremur málum Í apríl voru fjórir litáískir karlmenn handteknir og úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna andláts þess fimmta á vinnusvæði í Kiðjabergi. Tveimur þeirra var sleppt úr haldi tveimur dögum síðar og voru þeir þá lausir allra mála. Annar mannanna afplánar nú eldri fangelsisdóm en hinn er í farbanni. Sjá einnig: Hlutur sakborninga mismikill Í sama mánuði var karlmaður á sjötugsaldri handtekinn, grunaður um að hafa orðið sambýliskonu sinni og barnsmóður um fimmtugt að bana, á heimili þeirra í Naustahverfi á Akureyri. Í ágúst var hann ákærður fyrir manndráp, en einnig fyrir stórfellt heimilisofbeldi gegn konunni á sama stað, tveimur mánuðum fyrr. Í síðasta mánuði var karlmaður handtekinn í Reykjavík, grunaður um að hafa orðið hjónum að bana á Neskaupstað. Í þarsíðustu viku var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald þangað til í nóvember.
Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Andlát barns á Nýbýlavegi Stunguárás við Skúlagötu Manndráp í Kiðjabergi Manndráp í Naustahverfi á Akureyri Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52