Langyngst og eina konan í framboði til forseta IOC Sindri Sverrisson skrifar 16. september 2024 17:03 Kirsty Coventry er fremsta íþróttakona í sögu Simbabve og er í dag íþróttamálaráðherra þjóðarinnar. Getty/Mark Metcalfe Sjö manns sækjast eftir því að verða næsti forseti Alþjóða ólympíusambandsins, IOC, í mars á næsta ári þegar núverandi forseti, Thomas Bach, lætur af störfum. Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó. Ólympíuleikar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Í hópnum eru sex karlar og ein kona, Kirsty Coventry, en hún er jafnframt yngsti frambjóðandinn, 41 árs gömul, tuttugu árum yngri en flestir mótframbjóðendur hennar. Þjóðverjinn Bach tilkynnti eftir Ólympíuleikana í París í síðasta mánuði að hann hygðist hætta í mars, eftir að hafa verið forseti frá árinu 2013. Frambjóðendurnir eru: Prinsinn Feisal Al Hussein, 60 ára frá Jórdaníu Prinsinn er formaður jórdönsku ólympíunefndarinnar og hefur setið í framkvæmdastjórn IOC frá árinu 2019. Hann hefur einnig setið í framkvæmdastjórn ólympíunefndar Asíu en er fyrrverandi glímukappi og rallý-ökumaður. Sebastian Coe, 67 ára frá Bretlandi Coe er elsti frambjóðandinn. Hann varð á sínum tíma tvöfaldur Ólympíumeistari í 1.500 metra hlaupi og er í dag formaður alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hann var þingmaður breska Íhaldsflokksins á tíunda áratug síðustu aldar, og leiddi síðar skipulagsnefnd Ólympíuleikanna í London 2012 og var yfir breska ólympíusambandinu. Kirsty Coventry, 41 árs frá Simbabve Coventry er yngsti frambjóðandinn og eina konan sem býður sig fram. Hún er auk þess eini frambjóðandinn frá Afríku. Hún varð Ólympíumeistari í sundi og er fremsti ólympíufari í sögu sinnar þjóðar. Í dag er hún íþróttamálaráðherra Simbabve. Johan Eliasch, 62 ára frá Bretlandi Vellauðugur frumkvöðull sem fæddist í Svíþjóð og hefur verið formaður alþjóða skíðasambandsins síðan árið 2021. David Lappartient, 51 árs frá Frakklandi Formaður alþjóða hjólreiðasambandsins og yfirmaður rafíþrótta innan IOC. Juan Antonio Samaranch, 64 ára frá Spáni Sonur fyrrverandi forseta IOC, sem gegndi embætti frá 1980 til 2001. Samaranch hefur verið einn af fjórum varaforsetum IOC í sex ár og setið í stjórn í 23 ár. Hann fór fyrir skipulagsnefnd fyrir Vetrarólympíuleikana í Peking 2022. Morinari Watanabe, 65 ára frá Japan Watanabe hefur verið formaður alþjóða fimleikasambandsins frá árinu 2016. Hann er fyrsti Japaninn sem býður sig fram sem forseti IOC og sat í skipulagsnefnd vegna Ólympíuleikanna í Tókýó.
Ólympíuleikar Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira