Lífið

Skelltu sér úr há­loftunum niður í Hörpu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Um 400 starfsmenn og makar flugfélagsins Play skemmtu sér á árshátíð félagsins liðna helgi.
Um 400 starfsmenn og makar flugfélagsins Play skemmtu sér á árshátíð félagsins liðna helgi. Anton Bjarni

Árshátíð flugfélagsins Play var haldin með glæsibrag í Silfurbergi í Hörpu síðastliðinn laugardag. Um 400 manns mættu í sínu fínasta pússi þar sem þema kvöldsins var glimmer.

Skemmtikrafturinn Eva Ruza Miljevic sá um veislustjórn og fór á kostum eins og henni einni er lagið. Allt ætlaði um koll að keyra þegar tónlistarmennirnir Aron Can og Páll Óskar stigu á svið og skemmtu gestum. Þá þeytti plötusnúðurinn DJ Silja Glömmi skífum og hélt stuðinu gangandi fram eftir kvöldi.

Pallíettur, glimmer og glæsileiki einkenndi viðburðinn og klæðaburð gesta sem var hver annar glæsilegri.

Ljósmyndarinn Anton Bjarni fangaði stemninguna líkt og myndirnar hér að neðan bera með sér.

Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni
Anton Bjarni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.