Faðirinn handtekinn meðan leitað var að tíu ára stúlkunni Jón Þór Stefánsson skrifar 16. september 2024 15:36 Frá vettvangi í Krýsuvík í dag þar sem ómerktur lögreglubíll stóð vaktina. Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust. Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Maðurinn hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna rannsóknar á andlátinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni, en það var Héraðsdómur Reykjaness sem tók ákvörðun um gæsluvarðhaldið að ósk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Karlmaðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna um kvöldmatarleytið í gærkvöldi til að komast í samband við lögreglu. Í tilkynningu lögreglu segir að maðurinn hafi í byrjun verið óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund hafi fengist skýrari mynd af málinu og þá um leið hafi viðbragðsaðilar verið sendir á staðinn. Karlmaðurinn reyndist vera staddur í hrauni gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. „Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi,“ segir í tilkynningunni sem sjá má í heild að neðan. Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra. Hefur áður komið við sögu lögreglu Karlmaðurinn sem grunaður er um verknaðinn hefur komið við sögu lögreglu. Fyrir hálfum öðrum áratug var hann dæmdur í tæplega fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á umtalsverðu magni á fíkniefnum. Hann bar fyrir dómi að hafa neyðst til að fara í ferðina sem burðardýr vegna alvarlegra hótana í garð fjölskyldumeðlims. Faðirinn var þá tæplega þrítugur og hafði ekki áður komist í kast við lögin. Rúmum áratug síðar var karlmaðurinn dæmdur í skilorðsbundið fangelsi eftir að hafa verið gripinn með kannabisplöntur og maríjúana á heimili sínu í Reykjavík. Hann játaði brot sitt skýlaust.
Tilkynning lögreglu Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var í dag í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í gæsluvarðhald til þriðjudagsins 24. september að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á andláti ungrar stúlku um kvöldmatarleytið í gærkvöld. Maðurinn er faðir áðurnefndrar stúlku, sem var 10 ára, og er hann grunaður um að hafa orðið henni að bana. Maðurinn hringdi sjálfur í Neyðarlínuna til að komast í samband við lögreglu, en hann var í byrjun óljós um bæði atvik og staðsetningu. Eftir nokkra stund fékkst skýrari mynd af málinu og þá um leið voru viðbragðsaðilar sendir á staðinn, sem reyndist vera í hrauninu gegnt Vatnsskarðsnámu við Krýsuvíkurveg. Þar var maðurinn handtekinn á sama tíma og leitað var að stúlkunni, en hún fannst skammt frá. Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir, en þær báru því miður ekki árangur og var stúlkan úrskurðuð látin á vettvangi. Við handtöku mannsins naut embættið aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra.
Lögreglumál Grunaður um að hafa myrt dóttur sína Tengdar fréttir Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07 Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52 Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Þriðja manndrápsmálið á árinu þar sem barn lætur lífið Íslenskur maður var handtekinn í Krýsuvík í gærkvöldi, grunaður um að hafa orðið dóttur sinni að bana. Um er að ræða sjötta manndrápsmálið hér á landi í ár, og það þriðja þar sem barn lætur lífið. 16. september 2024 15:07
Faðirinn í Krýsuvík hefur komið við sögu lögreglu Karlmaður í haldi lögreglu vegna gruns um að hafa orðið ungri dóttur sinni að bana hefur bæði hlotið þungan dóm fyrir fíkniefnainnflutning og kannabisræktun. Karlmaðurinn er á fimmtugsaldri. 16. september 2024 14:52
Grunaður um að bana tíu ára dóttur sinni Íslenskur karlmaður á miðjum fimmtugsaldri sem er grunaður um að hafa orðið tíu ára dóttur sinni að bana var óljós um bæði atvik og staðsetningu þegar hann hringdi í Neyðarlínuna útaf málinu. Þegar lögregla kom á vettvang handtók hún manninn og leitaði stúlkunnar sem fannst skammt frá. 16. september 2024 15:36