Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar 17. september 2024 12:01 Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur Ólafsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Um svipað leyti og fréttir bárust af endurkomu bókunar 35 til Alþingis birti Evrópusambandið þykka skýrslu sem það fékk frá Mario Draghi, sem einu sinni stjórnaði seðlabanka fyrir sambandið. Bókun 35 fjallar um tilfærslu á slatta af löggjafarvaldi frá Íslendingum til Evrópusambandsins. Hversu stór sá slatti er verður látið liggja milli hluta í þetta sinn, þó að því sögðu að slattinn er nógu mikill til að hann stangast á við stjórnarskrána. Í skýrslu Draghi, sem sagt var frá í fréttum á Íslandi, er fjallað um erfiðleika í efnahag Evrópusambandsins og afleita stöðu þess miðað við aðra, sem það kýs að bera sig saman við. Embættismennirnir sem skrifa leggja til að aðildarríki Evrópusambandsins taki himinhátt lán til að borga fyrir verkefni sem munu laga stöðuna. Við fyrstu sýn virðist ekki vera svo að EES-ríkin, þar á meðal Ísland, borgi fyrir þetta, en fullvíst má telja að menn í sölum Evrópusambandsins séu nú að leita logandi ljósi að leið til að senda Íslendingum og Norðmönnum sanngjarnan hlut af reikningnum. Ef leitin skilaði árangri mætti búast við að Íslendingar og Norðmenn fengju líka sanngjarnan hlut af kökunni. Við mat á sanngirni er lítill vafi á því að margir munu vilja líta til þeirrar staðreyndar að þjóðartekjur á Íslandi og í Noregi eru háar, að atvinnuleysi á Íslandi er innan við helmingur af meðalatvinnuleysi í Evrópusambandinu og laun margfalt hærri en í fátækari hluta sambandsins. Sanngjarn hlutur gæti því hæglega orðið hár hluti af reikningnum, en ekki neitt af kökunni. Spyrja má þá hvort Íslendingum sé of gott að gefa fátækum. Spyrja má þá á móti hvort ekki sé betra að gefa þeim fátækustu, sem sannarlega þurfa á hjálp að halda, en næstríkasta hópi jarðarbúa, þótt þeir séu ekki sérlega ríkir miðað við þá ríkustu. Eflaust þarf fleiri högg en bókun 35 til að koma fyrrgreindum reikningi yfir á Íslendinga. En það verða fleiri reikningar og ekkert sem bendir til annars en að Evrópusambandið muni halda áfram að sækja vald til EES-ríkjanna í litlum bitum, þar til ekkert sem máli skiptir verður eftir. Löngu áður en það gerist verður farið að innheimta allt mögulegt hjá Íslendingum. Það er nú reyndar þegar byrjað. Þessa viðstöðulausu tilfærslu á valdi til gömlu nýlenduveldanna á meginlandi Evrópu þarf að stöðva og hefjast handa við að sækja aftur heim það vald sem hefur tapast. Höfundur er formaður Heimssýnar.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun