Íslenski boltinn

Lárus Orri ekki enn búinn að fyrir­gefa Graham Potter: „Hann var svo­lítið linur“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Graham Potter í leik með Stoke City.
Graham Potter í leik með Stoke City. getty/Barrington Coombs

Graham Potter, fyrrverandi knattspyrnustjóri Chelsea, var á N1-vellinum á Hlíðarenda í gær og fylgdist með leik Vals og KR í Bestu deild karla. Lárus Orri Sigurðsson rifjaði af því tilefni upp kynni sín af Potter.

„Ég sá að þú varðst strax rauður þegar Graham Potter kom í mynd. Þú tókst upp símann og sagðir: Hann er ekkert búinn að heyra í mér. Kemur ekki í ljós að þið spiluðuð bæði saman í Stoke og West Brom og hann klúðraði því að þið færuð upp einu sinni,“ sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni í gær.

Lárus Orri tók í kjölfarið við boltanum.

„Hann gerði það í rauninni. Við vorum í umspili gegn Leicester, 1995, 1996, eitthvað svoleiðis, og komnir í seinni leikinn og hann fékk algjört dauðafæri í þeim leik, nánast fyrir opnu marki, og klikkaði á því. Annars hefðum við farið upp en ekki Leicester,“ sagði Lárus Orri.

„Hann var fínasti leikmaður. Hann spilaði á kantinum hjá okkur. Ég man ekki hvort við spiluðum eitthvað saman hjá West Brom. Ég held að hann hafi ekki verið í liðinu þegar ég kom þangað og fór fljótlega. En hann stóð sig vel hjá Stoke, spilaði á kantinum, var með mjög góðar fyrirgjafir.“

Klippa: Stúkan - Lárus Orri ræðir um Graham Potter

Lárus Orri fór svo að hafa áhyggjur af því að Potter sæti við skjáinn og væri að fylgjast með Stúkunni.

„Er hann nokkuð að horfa á þáttinn? Hann var svolítið linur, stundum. En góður drengur,“ sagði Lárus Orri léttur.

Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 


Tengdar fréttir

Graham Potter verður á Hlíðarenda í kvöld

Enski knattspyrnuþjálfarinn Graham Potter er staddur hér á landi og verður í stúkunni þegar Valur mætir KR í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×