169 börn sem fæddust eftir 7. október á lista yfir látnu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. september 2024 06:29 Látnir fluttir á Nasser sjúkrahúsið í Khan Younis. Getty/Anadolu/Doaa Albaz Heilbrigðisráðuneyti Gasa hefur gefið út skjal þar sem borin eru kennsl á 34.344 einstaklinga sem hafa látist í árásum Ísraelsmanna. Um er að ræða 80 prósent þeirra sem sagðir eru hafa fallið frá því að átök brutust út í kjölfar árása Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Skjalið telur 649 blaðsíður en um er að ræða lista með nöfnum látnu, kyni, aldri og auðkennisnúmerum. Á listanum eru meðal annars 169 börn sem fæddust eftir 7. október og maður fæddur 1922. Þeir 7.613 sem hafa verið taldir en eru ekki á listanum eru látnir sem voru fluttir á sjúkrahús eða í líkhús en ekki hefur tekist að bera kennsl á. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast nöfn barna undir 10 ára aldri telja 100 blaðsíður og þá kemur fyrsti fullorðni einstaklingurinn við sögu á blaðsíðu 215. Yfirvöld á Gasa segja 41 þúsund hafa látist í árásum Ísraelshers til þessa en embættismenn í Ísrael segja ómögulegt að leggja trúnað á það þar sem tölurnar komi frá Hamas. Sameinuðu þjóðirnar segja upplýsingar yfirvalda á Gasa um fjölda látinna hins vegar hafa reynst nærri lagi í fyrri átökum. Ekki hefur verið gefið upp hversu margir látnu eru liðsmenn Hamas en samkvæmt Guardian má útiloka meirihluta hinna 34.344 út frá aldri og kyni. Á listanum eru 11.355 börn, 6.297 konur og 2.955 einstaklingar 60 ára og eldri. Ísraelsher segist hafa drepið 17 þúsund bardagamenn en hefur ekki gefið út hversu marga almenna borgara þeir áætla að hafi sömuleiðis verið drepnir. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira
Skjalið telur 649 blaðsíður en um er að ræða lista með nöfnum látnu, kyni, aldri og auðkennisnúmerum. Á listanum eru meðal annars 169 börn sem fæddust eftir 7. október og maður fæddur 1922. Þeir 7.613 sem hafa verið taldir en eru ekki á listanum eru látnir sem voru fluttir á sjúkrahús eða í líkhús en ekki hefur tekist að bera kennsl á. Samkvæmt umfjöllun Guardian virðast nöfn barna undir 10 ára aldri telja 100 blaðsíður og þá kemur fyrsti fullorðni einstaklingurinn við sögu á blaðsíðu 215. Yfirvöld á Gasa segja 41 þúsund hafa látist í árásum Ísraelshers til þessa en embættismenn í Ísrael segja ómögulegt að leggja trúnað á það þar sem tölurnar komi frá Hamas. Sameinuðu þjóðirnar segja upplýsingar yfirvalda á Gasa um fjölda látinna hins vegar hafa reynst nærri lagi í fyrri átökum. Ekki hefur verið gefið upp hversu margir látnu eru liðsmenn Hamas en samkvæmt Guardian má útiloka meirihluta hinna 34.344 út frá aldri og kyni. Á listanum eru 11.355 börn, 6.297 konur og 2.955 einstaklingar 60 ára og eldri. Ísraelsher segist hafa drepið 17 þúsund bardagamenn en hefur ekki gefið út hversu marga almenna borgara þeir áætla að hafi sömuleiðis verið drepnir.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fleiri fréttir Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Sjá meira