Íslenski boltinn

Svona raðast leikirnir í Bestu deild karla

Valur Páll Eiríksson skrifar
7.jpeg
Vísir/Pawel Cieslikiewicz

Drög að leikjaniðurröðun fyrir lokakafla Bestu deildar karla í fótbolta hefur verið opinberuð á heimasíðu KSÍ. Spennan er að líkindum mest fyrir mögulegum úrslitaleik Víkings og Breiðabliks í efri hlutanum en spennan er mikil víða í deildinni.

Deildin skiptist í tvo sex liða riðla, líkt og verið hefur síðustu ár þar sem leikin er einföld umferð, fimm leikir á hvert lið. Efri þrjú liðin fá þrjá heimaleiki en neðri þrjú tvo.

Topplið Víkings mætir FH í fyrsta leik sínum eftir helgi en Breiðablik fær ÍA í heimsókn. Víkingur mætir KA í bikarúrslitum um helgina svo næsti deildarleikur liðsins er í miðri næstu viku.

Sunnudaginn 27. október fer lokaumferð deildarinnar fram og mun Víkingur mæta Breiðabliki í Víkinni. Liðin eru sem stendur jöfn að stigum og gæti þar orðið úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn.

Í neðri hlutanum er HK eina liðið af höfuðborgarsvæðinu sem ferðast bæði til Akureyrar og Ísafjarðar. HK sækir KA heim í fyrsta leik þeirra liða og fer í kjölfarið til Ísafjarðar nokkrum dögum síðar.

Í lokaumferðinni gæti leikur Vestra við Fylki á Ísafirði ráðið úrslitum um fall, sem og leikur KR við HK að Meistaravöllum.

Að neðan má sjá leikina listaða upp en á heimasíðu KSÍ er sá forvari gefinn að leikdagarnir verði ekki staðfestir fyrr en á morgun. Þeir gætu þá tekið breytingum vegna sjónvarpsútsendinga.

Efri hluti

Leikir í efri hluta Bestu deildar karla

  • 1. umferð (23.-.25. sept)
  • Breiðablik - ÍA
  • Valur - Stjarnan
  • Víkingur - FH


  • 2. umferð (29.-30. sept)
  • FH - Breiðablik
  • Valur - Víkingur
  • Stjarnan - ÍA


  • 3. umferð (6. okt)
  • ÍA - FH
  • Víkingur - Stjarnan
  • Breiðablik - Valur


  • 4. umferð (19.-20. okt)
  • ÍA - Víkingur
  • FH - Valur
  • Breiðablik - Stjarnan


  • 5. umferð (27. okt)
  • Stjarnan - FH
  • Valur - ÍA
  • Víkingur - Breiðablik

Sjá nánar á heimasíðu KSÍ.

Neðri hluti

Leikir í neðri hluta Bestu deildar karla

  • 1. umferð (22.-25. sept)
  • KR - Vestri
  • Fram - Fylkir
  • KA - HK


  • 2. umferð (29.-30. sept)
  • KR - Fram
  • Vestri - HK
  • Fylkir - KA


  • 3. umferð (4.-6. okt)
  • HK - Fylkir
  • Fram - Vestri
  • KA - KR


  • 4. umferð (19.-20. okt)
  • KA - Vestri
  • HK - Fram
  • Fylkir - KR


  • 5. umferð (26. okt)
  • Vestri - Fylkir
  • KR - HK
  • Fram - KA

Sjá nánar á heimasíðu KSÍ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×