Sjáðu öll mörkin og fáránlegan leikaraskap Rüdigers Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 10:00 Virgil van Dijk skoraði skallamark fyrir Liverpool gegn AC Milan í gærkvöld, þegar Meistaradeild Evrópu hófst. Getty/Vasile Mihai-Antonio Alls voru heil 28 mörk skoruð á fyrsta Meistaradeildarkvöldi nýrrar leiktíðar í gær, þegar sex leikir fóru fram. Bombuna í Lissabon, fernu Harry Kane, miðvarðaskalla Liverpool og öll hin mörkin, ásamt fleiru, má nú sjá á Vísi. Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Sjá meira
Evrópumeistarar Real Madrid hófu titilvörnina á 3-1 sigri gegn Stuttgart en lentu þó í vandræðum. Þeir fengu reyndar vítaspyrnu eftir hálftíma leik en við myndbandsskoðun kom í ljós að um algjöran leikaraskap var að ræða hjá Antonio Rüdiger, varnartrölli Real. Kylian Mbappé náði hins vegar að koma Real yfir en Deniz Undav jafnaði metin fyrir Stuttgart. Það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu sem Rüdiger kom Real yfir á ný og brasilíska undrabarnið Endrick skoraði svo lokamarkið. Klippa: Mörkin og vítadómurinn úr leik Real Madrid og Stuttgart 3-1 Bayern München vann 9-2 sigur gegn Dinamo Zagreb í fyrsta Evrópuleik sínum undir stjórn Vincents Kompany. Harry Kane skoraði fernu, þar af þrjú mörk úr vítum, og Michael Olise skoraði tvö. Dinamo lenti 3-0 undir í fyrri hálfleik en náði að minnka muninn í 3-2 snemma í seinni hálfleik, áður en allar flóðgáttir opnuðust. Klippa: Mörk Bayern og Dinamo Zagreb AC Milan komst yfir gegn Liverpool en varð að sætta sig við 3-1 tap á heimavelli. Christian Pulisic kom Milan yfir en Ibrahima Konaté og Virgil van Dijk komu Liverpool yfir með keimlíkum skallamörkum af stuttu færi. Dominik Szoboszlai skoraði svo þriðja mark gestanna eftir góðan undirbúning Cody Gakpo. Klippa: Mörkin úr AC Milan - Liverpool 1-3 Juventus vann PSV 3-1 þegar sem Tyrkinn Kenan Yildiz, sem kemur til Íslands í næsta mánuði, skoraði fyrsta mark Meistaradeildarinnar í ár með frábæru skoti í stöng og inn. Klippa: Mörkin: Juventus-PSV 3-1 Aston Villa er mætt í Meistaradeildina og hóf hana á frábærum 3-0 útisigri gegn Young Boys í Sviss. Youri Tielemans, Jacob Ramsey og Amadou Onana skoruðu mörkin. Klippa: Mörkin úr Young Boys - Aston Villa 0-3. Loks vann Sporting Lissabon 2-0 sigur gegn Hákonarlausum Lille-mönnum í Portúgal. Rauða spjaldið fór á loft í fyrri hálfleik þegar Angel Gomes fékk sitt annað gula spjald, og það reyndist gestunum of erfitt. Svíinn eftirsótti Viktor Gyökeres skoraði fyrra mark Sporting og Belginn Zeno Debast það seinna með stórkostlegu þrumuskoti. Klippa: Mörkin úr Sporting - Lille 2-0
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Ipswich | Saka lausar Skytturnar þurfa svör gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Sjá meira