Bikarnum úthýst úr Höllinni: „Svekkt en skiljum ákvörðunina“ Sindri Sverrisson skrifar 18. september 2024 14:53 Keflvíkingar og Valsarar fögnuðu bikarmeistaratitli í Laugardalshöll á síðustu leiktíð en nú er ljóst að þeim titlum verður fagnað annars staðar í vetur. Samsett/Hulda Margrét „Við erum svekkt yfir þessu en skiljum ákvörðunina,“ segir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Bikarkeppnunum í handbolta og körfubolta hefur verið úthýst úr Laugardalshöll. Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll. Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira
Bikarvikurnar í körfubolta og handbolta, svokallaðar „Final 4“-vikur, hafa notið mikilla vinsælda og stuðningsmenn flykkst í Laugardalshöll til að sjá bikara fara á loft. Gallinn er sá að Laugardalshöll er einnig æfinga- og keppnisaðstaða barna og fullorðinna í Laugardal, sem misst hafa aðstöðu sína drjúgan hluta vetrarins vegna viðburða á borð við bikarúrslitavikurnar. Þetta er staðan á meðan að beðið er eftir nýrri þjóðarhöll sem óvíst er hvenær mun rísa. Tilkynnt síðasta vetur Íþróttabandalag Reykjavíkur tók því þá ákvörðun að banna KKÍ og HSÍ að halda bikarúrslitavikur í Laugardalshöll. Sú ákvörðun var tilkynnt á sameiginlegum fundi ÍBR með samböndunum síðasta vetur. KKÍ ákvað í kjölfarið að fara í útboð og endaði á að velja Smárann í Kópavogi fyrir sína bikarúrslitaviku í vetur. Fram kom hjá Róberti Geir Gíslasyni, framkvæmdastjóra HSÍ, í nýjasta þætti Handkastsins að Handknattleikssambandið ætlaði sömuleiðis í útboð til að finna nýja staðsetningu fyrir sína bikarúrslitaviku. Landsleikir áfram í Laugardalshöll „Það er auðvitað leiðinlegt að geta ekki verið í Höllinni því það er alltaf mjög sérstök og hátíðleg stemming að vera þar með VÍS-bikarinn og landsleiki auðvitað. En við skiljum líka ákvörðun ÍBR mjög vel og virðum hana. Þetta var unnið vel og faglega af þeirra hálfu,“ segir Hannes. Hannes segir að landsleikir muni þó áfram flestir fara fram í Laugardalshöll. Undantekning sé þó í nóvember þegar kvennalandsliðið í körfubolta spili tvo leiki í Ólafssal, vegna árekstrar við leiki kvennalandsliðsins í handbolta sem spila mun í Laugardalshöll.
Handbolti Körfubolti VÍS-bikarinn Powerade-bikarinn Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Sjá meira