Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 15:20 ESA grunar Sjúkratryggingar um ríkisaðstoð. Vísir/Egill Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn. Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn.
Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Sýn fær flýtimeðferð Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Viðskipti erlent Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Viðskipti innlent Ístak byggir Fossvogsbrú Viðskipti innlent Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Viðskipti innlent Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Sjá meira