Sjúkratryggingar grunaðar um ríkisaðstoð Árni Sæberg skrifar 18. september 2024 15:20 ESA grunar Sjúkratryggingar um ríkisaðstoð. Vísir/Egill Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, ákvað í dag að hefja formlega rannsókn á meintri ríkisaðstoð í tengslum við tvo samninga um greiðsluþáttöku Sjúkratrygginga Íslands fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn. Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að formleg rannsókn sé nú hafin í kjölfar kvörtunar sem barst í maí 2023 þar sem því hafi verið haldið fram að núverandi samningar um greiðsluþáttöku fyrir læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu kunni að brjóta í bága við EES reglur um ríkisaðstoð. Læknisfræðileg myndgreining sé notuð af læknum til að fá ýmsar myndir af líkamshlutum í greiningar- eða meðferðarskyni. Þriðja fyrirtækið á markaði kvartaði Nánar tiltekið varði kvörtunin samninga heilbrigðisráðuneytisins á vegum Sjúkratrygginga Íslands við tvö fyrirtæki sem veita læknisfræðilega myndgreiningarþjónustu, fyrirtækin sem um ræðir séu Læknisfræðileg myndgreining og Íslensk myndgreining. Íslensk myndgreining á og rekur Röntgen Orkuhúsið og Læknisfræðilegar myndgreiningar á og rekur Röntgen Domus. Fyrirtækin bjóða meðal annars upp á röntgenrannsóknir, tölvusneiðmyndatökur, ómöun, segulómun og skyggnirannsóknir. Landsréttur hafnaði því í maí að fyrirtækin fengju að sameinast. Kvartandi haldi því fram að Sjúkratryggingar íslands hafi greitt umfram markaðsverð fyrir myndgreiningar til þessara tveggja fyrirtækja, sem hafi valdið röskun á samkeppni. Frá 1995 hafi Sjúkratryggingar Íslands samið við þrjá þjónustuaðila um myndgreiningarþjónustu. Samningarnir við Íslenska myndgreiningu og Læknisfræðilega myndgreiningu hafi verið gerðir án útboðs eða samkeppni milli aðila um framlagningu tilboða og á þessu stigi málsins þyki ESA óljóst hvernig samið var um verð fyrir þjónustuna sem þessi tvö fyrirtæki bjóða. Hafi greitt tveimur fyrirtækjunum meira en því þriðja Svo virðist sem verðið hafi ekki verið ákveðið á markaðsforsendum, þar sem skortur virðist vera á kostnaðargreiningu auk þess sem núverandi viðmið séu ónákvæm, ógagnsæ og órökstudd. Enn fremur virðist sem íslensk stjórnvöld hafi greitt í kringum fimmtán prósentum meira fyrir þjónustuna frá fyrirtækjunum tveimur, í samanburði við verð sem greitt hafi verið til þess þriðja, sem veiti sambærilega þjónustu. ESA muni rannsaka hvort samningarnir feli í sér ríkisaðstoð og, ef svo er, hvort slík aðstoð samrýmist EES-reglum. Ákvörðun um að hefja málsmeðferð þýði ekki að ESA hafi komist að niðurstöðu um brot. Ákvörðunin þýði aðeins að ESA muni hefja ítarlega rannsókn.
Tryggingar Heilbrigðismál Evrópusambandið Sjúkratryggingar Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira