Sjáðu öll mörkin og ævintýralegt klúður Gazzaniga Valur Páll Eiríksson skrifar 19. september 2024 09:31 Gazzaniga var óhuggandi eftir leik. Rico Brouwer/Soccrates/Getty Images Mörkin létu á sér standa framan af Meistaradeildarkvöldi gærdagsins en urðu að endingu 13 talsins. Tveimur leikjum lauk með markalausu jafntefli. Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Stórleikur gærkvöldsins stóð ekki alveg undir nafni og lauk með markalausu jafntefli Manchester City og Inter Milan á Etihad-vellinum í Manchester. City-liðið sótti duglega að Inter undir lok leiks en tókst ekki að koma boltanum í netið. Þrír aðrir leikir fóru fram á sama tíma og var lengi vel útlit fyrir að hvergi yrði skorað nema í Glasgow í Skotlandi. Þar voru mörkin sex er Celtic vann frábæran 5-1 sigur á Slovan Bratislava í geggjaðri stemningu í Glasgow. Heimir Hallgrímsson gat fagnað en tveir leikmenn úr landsliðshópi hans hjá Írlandi skoruðu fyrir Celtic, þeir Liam Scales og Adam Idah. Japanarnir Kyogo Furuhashi og Daizen Maeda skoruðu þá báðir laglegt mark fyrir Celtic. Klippa: Mörkin úr leik Celtic og Slovan Bratislava Verr gekk að skora annarsstaðar og þar var ekki fyrr en á 76. mínútu sem enski varamaðurinn Jamie Gittens braut ísinn fyrir Borussia Dortmund gegn Club Brugge í Belgíu. Tíu mínútum síðar skoraði Gittens aftur, einkar laglegt mark, áður en Serhou Guirassy skoraði sitt fyrsta mark fyrir Dortmund af vítapunktinum til að innsigla 3-0 útisigur. Klippa: Mörkin úr leik Club Brugge og Dortmund Í París var biðin enn lengri þar sem hinn argentínski Paulo Gazzaniga hafði í nógu að snúast og hélt Girona í raun inni í leik liðsins við PSG. Eftir nokkrar stórglæsilegar markvörslur var komið fram á 90. mínútu þegar Nuno Mendes fann leið framhjá markverðinum. Eða í raun í gegnum hann. Gazzaniga missti boltann klaufalega undir sig á ögurstundu og 1-0 sigur PSG staðreynd. Klippa: Ævintýralegt klúður Gazzaniga gegn PSG Fyrr um daginn höfðu tveir leikir farið fram. Nokkuð óvænt vann Sparta Prag sannfærandi 3-0 sigur á RB Salzburg í Tékklandi. Þar komust Finninn Kaan Kairinen, Albaninn Qazim Laci og Nígeríumaðurinn Victor Olatunji á blað. Klippa: Mörk Sparta Prag gegn Salzburg Bologna og Shakhtar Donetsk gerðu þá markalaust jafntefli á Ítalíu þar sem Pólverjinn Lukasz Skorupski varði vítaspyrnu frá Georgiy Sudakov snemma leiks. Klippa: Vítavarsla í leik Bologna og Shakhtar Boltinn rúllar áfram í Meistaradeildinni í kvöld þar sem sex leikir verða á dagskrá. Þýskalandsmeistarar Bayer Leverkusen, Arsenal, Atlético Madrid og Barcelona mæta öll til leiks. Leikina má sjá að neðan. Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Leikir dagsins í Meistaradeild Evrópu 16:45 Rauða stjarnan - Benfica (Vodafone Sport) 16:45 Feyenoord - Leverkusen (Stöð 2 Sport 3) 18:30 Meistaradeildarmessan (Stöð 2 Sport 2) 19:00 Atalanta - Arsenal (Vodafone Sport) 19:00 Atlético Madrid - Leipzig (Stöð 2 Sport 4) 19:00 Mónakó - Barcelona (Stöð 2 Sport 3) 21:00 Meistaradeildarmörkin (Stöð 2 Sport 2)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Fótbolti Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira