Við upphaf þingfundar dagsins tilkynnti Birgir Ármannsson forseti Alþingis að honum hafi borist bréf frá fyrsta varaþingmanni Sjálfstæðisflokks í Reykjavíkurkjördæmi norður, Brynjari Níelssyni, þess efnis að hann segði af sér varaþingmennsku.
Birgir sagði að samkvæmt þessu færist varaþingmenn flokksins í kjördæminu upp um eitt sæti og Kjartan Magnúson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, verði fyrsti varaþingmaður.