Rafrettukóngur og eigandi Drekans sakaðir um 740 milljóna brot Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 14:11 Snorri hefur meðal annars rekið söluturna undir merkjum Póló. Vísir/Vilhelm Snorri Guðmundsson, sem hagnast hefur ævintýralega á sölu hinna ýmsu nikótínvara á síðustu árum, hefur verið ákærður fyrir stórfelld tollalagabrot í félagi við tvo aðra. Mönnunum er gefið að sök að hafa komist undan greiðslu 741 milljónar króna í tóbaksgjöld af innflutningi um einnar milljónar pakka af vindlingum. Í ákæru á hendur mönnunum segir að Snorri sé ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. og þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Þeir sæti ákæru fyrir fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Kölluðu tóbakið prótein og pappír Þeir hafi komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald að fjárhæð samtals 740.742.386 krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Söluturnar þeirra ær og kýr Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Uppfært: Snorri var keyptur út úr Pólóborg um áramótin, að sögn Sindra Þórs Jónssonar, eiganda félagsins. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Krefjast upptöku á fjármunum og fasteignum Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Sautján Rolex-úr fyrir fjörutíu milljónir króna Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks er þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. verði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin sem ákært fyrir tengjast innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum. Áfengi og tóbak Skattar og tollar Smygl Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira
Í ákæru á hendur mönnunum segir að Snorri sé ákærður ásamt Sverri Þór Gunnarssyni sem fyrirsvarsmenn félagsins Áfengi og tóbak ehf. og þriðji maðurinn sem þáverandi starfsmaður flutningafyrirtækisins Thor shipping ehf.. Það athugist að Sverrir Þór á alnafna sem almennt gengur undir nafninu Sveddi tönn. Þeir sæti ákæru fyrir fyrir stórfelld brot gegn tollalögum og lögum um gjald af áfengi og tóbaki, með því að hafa í sameiningu í níu tilvikum, á árunum 2015 til og með 2018, veitt íslenskum tollyfirvöldum rangar og villandi upplýsingar þegar Áfengi og tóbak ehf., flutti inn reyktóbak og vindlinga frá Grand River Enterprises GmbH, Þýskalandi, Overseas Distribution Company N.V., Belgíu og Mac Baren Tobacco Company A/S, Danmörku. Kölluðu tóbakið prótein og pappír Þeir hafi komið því til leiðar að starfsmaður hjá Thor Shipping ehf., sem sinnti tollskjalagerð í umboði félagsins, tilgreindi rangar vörutegundir á aðflutningsskýrslum fyrir tollafgreiðslu, það er annars vegar prótein og hins vegar pappírsvörur, í stað þess að reyktóbakið væri réttilega tilgreint sem önnur framleiðsla úr tóbaki o.fl. og vindlingarnir sem vindlingar. Með framangreindum hætti hafi þeir komið því til leiðar að lögbundið tóbaksgjald að fjárhæð samtals 740.742.386 krónur var ekki lagt á innfluttar vörur félagsins. Söluturnar þeirra ær og kýr Snorri hefur sem áður segir gert að gott undanfarin ár á sölu nikótínvara. Það hefur hann fyrst og fremst gert í gegnum félögin Fitjaborg og Pólóborg ehf.. Félögin reka söluturnana Póló, sem voru meðal þeirra fyrstu til að hefja sölu á rafrettum og nikótínpúðum hér á landi. Pólóborg hagnaðist um 87 milljónir króna árið 2022 og 179 milljónir króna árið 2021. Uppfært: Snorri var keyptur út úr Pólóborg um áramótin, að sögn Sindra Þórs Jónssonar, eiganda félagsins. Sömu ár hagnaðist Fitjaborg um 235 milljónir króna og 261 milljón króna. Ársreikningar félaganna fyrir árið 2023 liggja ekki fyrir. Þá rataði Snorri í fréttir árið 2022 þegar hann keypti glæsilegt einbýlishús í Akrahverfinu í Garðabæ ásamt sambýliskonu sinni á litlar 220 milljónir króna. Sambýliskonan á helmingshlut í Fitjaborg á móti honum. Sverrir Þór rekur söluturninn fornfræga Drekann á Njálsgötu í gegnum félag sitt Urriðafoss ehf.. Áfengi og tóbak er skráð til húsa í sama húsnæði og Drekinn. Urriðafoss var meðal eigenda Bankastrætis club þegar hann var og hét. Ófáir hafa keypt sér sígarettur í Drekanum í gegnum árin.Vísir/Vilhelm Krefjast upptöku á fjármunum og fasteignum Í ákæru segir að þess sé krafist að allir ákærðu verði dæmdir til refsingar og greiðslu sakarkostnaðar. Þá eru upptökukröfur ákæruvaldsins kræfari en gengur og gerist. Þess er meðal annars krafist að Snorri verði dæmdur til að þola upptöku á helmingshlut hans í þremur eignum, lóð í Bláskógabyggð, húsnæði veitingastaðar í Stykkishólmi og ofangreindu einbýlishúsi í Garðabæ. Þá krefst ákæruvaldið þess að hann sæti upptöku um 133 milljóna króna af fimm reikningnum. Þar á meðal eru tólf milljónir króna sem sambýliskona hans millifærði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu á sjö úrum sem haldlögð voru af héraðssaksóknara við húsleit á heimili þeirra í Garðabæ. Sautján Rolex-úr fyrir fjörutíu milljónir króna Héraðssaksóknari krefst þess sömuleiðis að Sverrir Þór verði dæmdur til að sæta upptöku á einbýlishúsi í Urriðaholti í Garðabæ, atvinnuhúsnæði við Miklubraut í Reykjavík og um það bil 55 milljónum króna. Af milljónunum 55 eru fjörutíu innistæða á reikningi sem lögmannsstofa lagði inn á reikning Héraðssaksóknara gegn afhendingu sautján Rolex-úra. Loks er þess krafist að Áfengi og tóbaki ehf. verði gert að sæta upptöku á 440.750 pökkum af vindlingum. Brotin sem ákært fyrir tengjast innflutningi á um milljón pökkum af vindlingum.
Áfengi og tóbak Skattar og tollar Smygl Lögreglumál Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Sjá meira