Skuldar félagi Einars 44 milljónir og gæti misst 295 milljóna hús Árni Sæberg skrifar 19. september 2024 16:46 Einar Örn Ólafsson er stærsti hluthafi Gnitaness, sem vill sjá Seljuveg 12 á nauðungarsölu. Vísir/Fasteignamarkaðurinn Fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í eigu forstjóra flugfélagsins Play meðal annarra, hefur farið fram á nauðungarsölu á einbýlishúsi athafnamannsins Jóni Óðins Ragnarssonar vegna krafna að upphæð 44 milljóna króna. Húsið er á sölu sem stendur og uppsett verð er tæpar 300 milljónir króna. Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna. Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Í auglýsingu í Lögbirtingablaðinu yfir nauðungarsölur á höfuðborgarsvæðinu má sjá eignina Seljugerði 12 í eigu Hótels Valhallar ehf.. Athafnamaðurinn Jón Óðinn Ragnarsson er eini eigandi félagsins. Stöndugt félag vill húsið selt Gerðarbeiðandi er fjárfestingafélagið Gnitanes ehf., sem er í meirihlutaeigu Einars Arnar Ólafssonar, forstjóra Play, Ingimundar Sveinssonar arkitekts og Sigríðar Arnbjarnardóttur, eiginkonu hans. Gnitanes er umsvifamikið fjárfestingafélag og á til að mynda stóran hlut í flugfélaginu Play. Félagið hagnaðist um rúman milljarð króna í fyrra og hálfan milljarð árið þar áður. Eigið fé þess nemur rúmlega tíu milljörðum króna. Skrautlegur ferill Gerðarþoli er sem áður segir Hótel Valhöll ehf., sem nefnt er eftir samnefndu hóteli á Þingvöllum sem brann til kaldra kola árið 2009. Félagið er í eigu athafna- og veitingamannsins Jóns Óðins Ragnarssonar, sem hefur komið víða við á áratugalöngum ferli. Auk þess að reka Hótel Valhöll um árabil rak hann Regnbogann, keypti Hótel Örk og seldi tvisvar og opnaði hið umdeilda Hótel Cabin. Ferill Jóns þótti svo skrautlegur að árið 2014 ákvað Vísir að taka feril hans saman. Sundlaug í kjallaranum Gnitanes fer fram á nauðungarsölu á fasteign félagsins að Seljugerði 12 í Reykjavík vegna krafna upp á 43,8 milljónir króna, en ekki liggur fyrir hvernig þær kröfur stofnuðust. Fasteignin ætti að duga upp í kröfurnar og vel það, enda er hún öll hin glæsilegasta. Eignin er á tveimur hæðum auk kjallara, sem ekki er talinn með í 334 fermetrum hússins. Kjallarinn er þó með rúmlega fullri lofthæð og sundlaug í þokkabót, að því er segir í fasteignaauglýsingu hér á Vísi. Ásett verð samkvæmt auglýsingunni er 295 milljónir króna.
Fasteignamarkaður Reykjavík Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira