Golf

LIV-kylfingar mega á­fram taka þátt í Ryder-bikarnum og PGA-meistara­mótinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
LIV-kylfingurinn Brooks Koepka mun áfram geta keppt á PGA-meistaramótinu sem og verið hluti af liði Ryder-liði Bandaríkjanna.
LIV-kylfingurinn Brooks Koepka mun áfram geta keppt á PGA-meistaramótinu sem og verið hluti af liði Ryder-liði Bandaríkjanna. Vísir/Getty Images

PGA-samtökin hafa gefið út að þeir kylfingar sem hafa gengið til liðs við LIV-mótaröðina sem styrkt er af Sádi-Arabíu muni nú geta tekið þátt í Ryder-bikarnum sem og PGA-meistaramótinu í golfi.

Mikið var rætt og ritað þegar LIV-mótaröðin braust fram á sjónarsviðið þar sem fjöldi heimsþekktra kylfinga sagði skilið við PGA og tók gylliboðum LIV. Nú hefur PGA staðfest að LIV-kylfingar geti tekið þátt bæði í PGA-meistaramótinu sem og Ryder-bikarnum.

Í yfirlýsingu PGA segir að markmiðið sé að bjóða upp á eins sterkt meistaramót og hægt sé. Þá sé markmiðið að geta stillt upp sterkasta liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum og því geti LIV-kylfingar þar til greina séu þeir með nægilega mörg stig.

Þetta eru þannig séð ekki nýjar fréttir þar sem LIV-kylfingar hafa tekið þátt á meistaramótinu undanfarin tvö ár og þá var Brooks Koepka hluti af liði Bandaríkjanna í Ryder-bikarnum á síðasta ári.

Nú hefur hins vegar verið staðfest að það verði áfram þannig og hver veit nema fleiri kylfingar taki því gylliboðum LIV-mótaraðarinnar á næstu misserum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×