Vinnuslys töluvert tíðari á Íslandi en í Noregi Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 20:00 Algengara er að slys verði við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/Vilhelm Ekki hafa fleiri látist í vinnuslysum við mannvirkjagerð á Íslandi í sex ár. Vinnuslys eru sögð umtalsvert tíðari við mannvirkjagerð á Íslandi en í Noregi. Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári. Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést þegar hann féll af fjölbýlishúsi í byggingu í Árborg á þriðjudag var sá þriðji sem lét lífið við mannvirkjagerð á þessu ári. Aðeins nokkrar vikur eru frá því að karlmaður lést á byggingarstað í Urriðaholti í Garðabæ. Þriðja banalysið varð á byggingarsvæði á Akranesi í júní. Þá lést karlmaður sextugsaldri á gjörgæsludeild um hálfum mánuði eftir slysið. Banaslysin hafa ekki verið fleiri á einu árin undanfarin sex ár, að því er kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld. Tæplega tólf vinnuslys urðu fyrir hverja þúsund starfandi við mannvirkjagerð á Íslandi í fyrra samkvæmt tölum Samtaka iðnaðarins og hefur hlutfallið farið hækkandi á undanförnum árum. Slysin eru töluvert tíðari en í Noregi. Þau voru um sex á hverja þúsund starfandi í Noregi á árunum 2020 til 2022. Á sama tíma voru þau frá 8,2 til 10,7 á Íslandi. Jóhanna Klara Stefánsdóttir frá mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins, sagði RÚV ekki allir þeir starfsmenn sem hafa komið til landsins til þess að starfa í byggingariðnaðin á undanförnum árum hafi fullnægjandi reynslu. Koma þyrfti íslenskum kröfum um vinnuöryggi betur á framfæri og miðla þeim á mismunandi tungumálum. Að minnsta kosti einn þeirra sem hafa látist í vinnuslysum á árinu var erlendur ríkisborgari. Til standi að koma á fót öryggisskóla mannvirkjagerðar sem eigi að bæta öryggismenningu í byggingariðnaði. Vonir standi til að hann taki til starfa á næsta ári.
Vinnuslys Slysavarnir Tengdar fréttir Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Lést í vinnuslysi í Garðabæ Karlmaður á fertugsaldri lést í vinnuslysi á byggingarsvæði í Urriðaholti í Garðabæ í gær. 30. ágúst 2024 10:11