„Höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. september 2024 21:09 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego „Mér fannst í rauninni ótrúlegt að við skydum ekki vinna stærra,“ sagði Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, eftir 33-30 sigur liðsins gegn ÍBV í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“ Olís-deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
„Mér fannst við, eftir mjög erfiða byrjun og eftir að við náðum tökum á leiknum um miðjan fyrri hálfleik, við vera með þennan leik í lás. En við gerðum okkur erfitt fyrir og erum að brenna af í dauðafærum. Við höfðum mýmörg tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ „En ég er mjög ánægður með góðan sigur og þetta var bara skref í rétta átt eftir mjög dapran síðasta leik.“ FH-ingar lentu fjórum mörkum undir snemma leiks, en eftir fyrsta leikhlé liðsins þegar tæpar tíu mínútur voru liðnar snérist allt við. „Í rauninni þegar við töku leikhléið í stöðunni 6-2 þá var vörnin búin að standa allan leikinn og það var ekkert út á það að setja. Við vorum bara búnir að gera okkur erfitt fyrir, búnir að henda frá okkur einum eða tveimur boltum og bara klúðra dauðafærum. Þannig þetta snérist í rauninni bara um að halda okkur við planið. Svo kemur góður kafli í framhaldi af því og mér fannst við bara ná góðum tökum á leiknum strax þá.“ Náðu ekki að slíta sig frá Eyjamönnum Þrátt fyrir að hafa verið með yfirhöndina stærstan hluta leiksins tókst FH-ingum þó aldrei að slíta sig almennilega frá Eyjamönnum. Hann segir einfaldlega að færanýting liðsins hafi gert það að verkum að sínir menn hafi ekki náð að kæfa leikinn. „Ég held að það hafi bara verið málið. ÍBV er frábært lið, við skulum alveg hafa það á hreinu, en mér fannst við klikka á mikið af færum og misnota góð tækifæri til að klára þennan leik miklu fyrr.“ Hann vildi þó ekki setja neitt út á það þegar tvö rauð spjöld fóru á loft með stuttu millibili um miðbik síðari hálfleik. „Ég held að það væri nú bara eitthvað mikið að ef það væri ekki smá hiti á milli þessara liða, svona fyrir þá sem þekkja söguna þá eru þetta alltaf hörkuleikir og ekkert gefið.“
Olís-deild karla FH Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira