Frambjóðandi Trump lýsti sér sem „svörtum nasista“ á klámsíðu Kjartan Kjartansson skrifar 19. september 2024 23:01 Mark Robinson var frambjóðandi Trump í forvali repúblikana í Norður-Karólínu. Hann líkti Robinson meðal annars við Martin Luther King. Vísir/EPA Ríkisstjóraefni Repúblikanaflokksins í Norður-Karólínu lýsti sjálfum sér sem „svörtum nasista“ og sagðist vilja endurvekja þrælahald á klámspjallsíðu. Hann segist ætla að halda framboði sínu til streitu þrátt fyrir uppljóstrarnirnar um ummælin. Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Mark Robinson, vararíkisstjóri Norður-Karólínu, á sér langa sögu um krassandi og meiðandi ummæli í gegnum tíðina. Hann hefur talað um samkynhneigt og trans fólk sem „óþverra“ og sagt að þungunarrof gengi út á að konur dræpu börnin sín vegna þess að þær gætu ekki haldið pilsinu upp um sig. Þetta kom þó ekki í veg fyrir að repúblikanar í Norður-Karólínu veldu Robinson sem frambjóðanda sinn til ríkisstjóra. Donald Trump hefur ítrekað lýst yfir stuðningi við Robinson og lýst honum sem „Martin Luther King á sterum“ með vísan til blökkumannaleiðtogans fræga. Ummæli Robinson á spjallborði klámsíðunnar „Nakta Afríka“ (e. Nude Africa) fyrir um tíu árum sem CNN-fréttastöðin greindi frá í kvöld virðast þó slá öllu öðru við sem frambjóðandinn hefur látið út úr sér opinberlega. Til í að kaupa sér þræla Þannig skrifaði Robinson „Ég er svartur NASISTI“ á spjallborðið í október árið 2010. Um sama leyti lýsti hann stuðningi við þrælahald. „Þrælahald er ekki svo slæmt. Sumt fólk þarf að vera þrælar. Ég vildi að þeir endurvektu það. Ég myndi sannarlega kaupa nokkra,“ sagði Robinson undir notendanafninu „minisoldr“ sem CNN náði að rekja til frambjóðandans. Tveimur árum síðar sagðist Robinson heldur kjósa Adolf Hitler, nasistaforingjann alræmda, en þáverandi ríkisstjórn Baracks Obama. „Ég tæki Hitler fram yfir þennan skít sem er í Washington núna!“ skrifaði Robinson. Þrátt fyrir að Robinson hafi farið hörðum orðum um trans fólk lýsti hann því á spjallborðinu að hann nyti þess að horfa á erótískt efni af trans fólki. Robinson með Trump á sviði í borginni Selmu um fimm vikum fyrir forvalskosningar í Norður-Karólínu í apríl.Vísir/Getty Ætlar að halda áfram og vinna Robinson neitaði því ítrekað við CNN að hann hefði skrifað skilaboðin svæsnu þrátt fyrir að tölvupóstfang sem hann notaði annars staðar á netinu hefði verið tengt aðganginum að klámsíðunni og að persónulegar upplýsingar sem notandinn minisoldr gaf upp á síðunni á sínum tíma pössuðu við Robinson. „Við höldum áfram í þessari kosningabaráttu. Við erum í henni til að vinna. Og ég veit að við munum gera það með ykkar hjálp,“ sagði Robinson í myndbandi til stuðningsfólks síns á samfélagsmiðlinum X áður en frétt CNN var birt. Hann minntist ekki á efni umfjöllunarinnar í færslunni en sagði að það sem haft yrði eftir honum fréttinni væru ekki hans orð. „Þið þekkið mín orð. Það þekkið mig sem manneskju.“ I wanted to take a minute to address the latest outrageous lies coming from my opponent’s dishonest campaign: #ncgov #ncpol pic.twitter.com/RtteVUiozr— Mark Robinson (@markrobinsonNC) September 19, 2024 Horfur Robinson virðast þó ekki góðar. Jafnvel áður en umfjöllun CNN birtist mældist Josh Stein, frambjóðandi demókrata, með um það bil tíu stiga forskot á Robinson í skoðanakönnunum þrátt fyrir að Trump og Kamala Harris séu svo gott sem jöfn í ríkinu. Sumir ráðgjafar repúblikana óttuðustu að Robinson gæti skaðað möguleika Trump, og annarra frambjóðenda flokksins, á að vinna í Norður-Karólínu Ætlaði Robinson sér að draga framboð sitt til baka þyrfti hann að gera það strax í dag samkvæmt ríkislögum í Norður-Karólínu, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Klám Donald Trump Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira