Skoðun

Þetta er ekki allt að koma með fjár­laga­frum­varpinu

Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjár­málaráðherra kynnti það und­ir yf­ir­skrift­inni „Þetta er allt að koma“. Af frum­varp­inu má ráða að við eig­um að bíða frek­ari áhrifa stýri­vaxta Seðlabank­ans og vona að verðbólgu­mark­miði bank­ans um 2,5% ár­lega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt mark­visst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og pen­inga­magni í um­ferð né til að mæta mik­illi eft­ir­spurn eft­ir hús­næði á viðráðan­legu verði á tím­um for­dæma­lausr­ar íbúa­fjölg­un­ar.

Tekj­ur rík­is­sjóðs eru áætlaðar 1.448 ma.kr. á næsta ári eða 29,6% af vergri lands­fram­leiðslu (VLF). Heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs eru áætluð 1.552 ma.kr, sem er 61 ma.kr. hækk­un. Vaxta­gjöld, fjórði hæsti út­gjaldaliður­inn, eru 98 ma.kr. og sam­svara 300 þús.kr. á íbúa. Skuld­ir rík­is­sjóðs verða 1.906 ma.kr. á næsta ári eða 39% af VLF, hafa ein­ung­is minnkað um eitt pró­sent á ári sl. ár þrátt fyr­ir árlega 100 millj­örðum betri af­komu en áætlað var þrjú ár í röð. Þessa betri afkomu má að stórum hluta rekja til verðbólgu, t.d. hærri virðisaukaskatti með hærra vöruverði og fjármagnstekjuskatti af verðbótum.

Verðbólg­an mæl­ist nú 6%, en án hús­næðisliðar­ins er hún um 3,6% eða við vik­mörk verðbólgu­mark­miðs. Seðlabank­an­um ber að gera rík­is­stjórn­inni grein fyr­ir ástæðum þess víki verðbólg­an meira en 1,5% frá 2% verðbólgu­mark­miði. Rík­is­stjórn­in get­ur þá brugðist við en í stefnu­leysi sínu hef­ur hún ekki gert það, ein­ung­is sagst styðja við stefnu Seðlabank­ans sem er ekki gert í halla­rekstri.

Drif­kraft­ar verðbólg­unn­ar eru þrír; hnökr­ar á fram­boðshlið í hag­kerf­inu, mik­il eft­ir­spurn og verðbólgu­vænt­ing­ar sem geta verið sjálf­nær­andi og viðhaldið henni um langt skeið.

Í fjár­laga­frum­varp­inu seg­ir að markvert aðhald sem hlut­fall af VLF muni minnka árið 2025. Meðaltal þriggja mæli­kv­arða aðhalds sýn­ir að markvert aðhald fer úr 1,6% af VLF 2024 í 0,9% af VLF 2025. Aukn­um út­gjöld­um vegna Grinda­vík­ur, hæl­is­leit­enda og kjara­samn­ingspakka er ekki mætt með sér­stök­um tekj­um. Halli rík­is­sjóðs verður 41 ma.kr. eða 0,8% af VLF. Allt eykur þetta verðbólguvæntingar.

Það er rétt sem seg­ir í fjár­laga­frum­varp­inu að stærsta áskor­un sam­fé­lags­ins í hús­næðismál­um á næstu árum snýr að því að tryggja nægt fram­boð á hús­næði. Hér er átt við hús­næði á viðráðan­legu verði til að mæta þörf­um lág- og milli­tekju­fólks og fyrstu kaup­enda, ekki lúxus­í­búðir fyr­ir efna­fólk á rán­dýr­um lóðum í miðborg Reykja­vík­ur.

Íbúa­fjölg­un á Íslandi hef­ur verið um 15% frá 2017. Vegna nátt­úru­ham­fara hurfu um 1.200 íbúðir í Grinda­vík af hús­næðismarkaði. Gríðarleg fjölg­un hæl­is­leit­enda sl. ár hef­ur aukið eft­ir­spurn eft­ir hús­næði. Um­sókn­ir þeirra hér á landi hafa verið hlut­falls­lega marg­falt fleiri en ann­ars staðar á Norður­lönd­um og í þriðja sæti yfir hlut­falls­lega flest­ar um­sókn­ir í Evr­ópu.

Í frum­varp­inu seg­ir að hæg­ar hafi gengið að vinda ofan af verðbólgu en von­ir stóðu til. Baga­leg­asta birt­ing­ar­mynd þess sé hátt vaxta­stig og meiri vaxta­byrði heim­ila og fyr­ir­tækja en geti gengið til lengd­ar.

Heim­ili og fyr­ir­tæki geta ekki búið við vaxta­byrði sem bygg­ist á 9,25% stýri­vöxt­um. Frá áramótum hafa alvarleg vanskil heimilanna vaxið um 20,1% frá áramótum samkvæmt upplýsingum frá milliinnheimtufyrirtækinu Motus.

Setja á 7,3 ma.kr. í stofn­fram­lög til að styðja við bygg­ingu 1.000 íbúða. Sá fjöldi íbúða nær ekki þeim fjölda íbúða sem hurfu í Grinda­vík, vant­ar þar 200 íbúðir. Rík­is­stjórn­in er ekki að tryggja nægt fram­boð á hús­næði á viðráðan­legu verði. Hús­næðisliður­inn verður því áfram helsti drif­kraft­ur verðbólg­unn­ar á næsta ári. Fjár­laga­frum­varpið breyt­ir því ekki.

Sam­kvæmt þjóðhags­spá verður verðbólga rúm­lega 5% í lok þessa árs og 4% í árs­lok 2025. Íbúum Íslands fækk­ar ekki og hús­næðisliður­inn gæti orðið helm­ing­ur verðbólgu í árs­lok.

Skuld­sett heim­ili bera byrðar verðbólgu í hærra vöru­verði og stór­kost­leg­um hækk­un­um af­borg­ana hús­næðislána, sem lík­ist skatti á lág- og milli­tekju­fólk og ungt fólk. Fjár­magnseig­end­ur og skuld­laust eigna­fólk er hins veg­ar varið og nýt­ur hins háa vaxta­stigs. Byrðum bar­átt­unn­ar við verðbólg­una er mjög mis­skipt og fela í sér gríðarlega eigna­til­færslu.

Skuld­sett heim­ili flýja háar lána­af­borg­an­ir vaxta­stigs­ins með töku verðtryggðra lána og til­heyr­andi höfuðstóls­hækk­un­um. Það dreg­ur úr virkni stýri­vaxta og á þátt í hærri stýri­vöxt­um en ella. Ástæður eru fyr­ir því að stýri­vext­ir á Íslandi eru 9,25% en 4,5% í Nor­egi, svo tekið sé dæmi.

Það er ekki bara ríkið sem fær auknar tekjur á verðbólgutímum. Fasteignagjöld sveitarfélaga hækkuðu um 12,7% að meðaltali milli ára, en þau byggja á fasteignamati og gagnverði fasteigna. Á höfuðborgarsvæðinu nam meðaltalshækkunin 10%. Undanfarinn áratug hefur meðaltal fasteignagjalda fyrir viðmiðunareign farið úr 314 þúsund krónum árið 2014 í 437 þúsund í ár, sem er 39% hækkun á landinu öllu. Lóðaskortur í borginni sl. ár hefur verið stórfurðulegur. Þétting byggðar leysir hann ekki og brjóta þarf nýtt land undir ný hverfi.

Draga má í efa þörf á að meta neyslu­út­gjöld vegna eig­in hús­næðis í vísi­tölu neyslu­verðs. Inn­an ESB er þess­um lið sleppt í sam­ræmdri neyslu­verðsvísi­tölu, sem er notuð til sam­an­b­urðar inn­an ESB. Ef­ast má um gæði gagna um þróun leigu­verðs á Íslandi. Kost­ur fyrri aðferðar var að ekki var þörf á að safna gögn­um um leigu­markaðinn því sú aðferð bygg­ist ekki á að til staðar sé virk­ur leigu­markaður. Verðbólga á Íslandi og stýri­vext­ir eru alltaf skoðaðir í sam­an­b­urði við innri markað EES og ná­granna­rík­in.

Ljóst er að fjár­laga­frum­varpið tekur ekki á rót­um verðbólg­unn­ar, markvert aðhald minnk­ar og halla­rekst­ur dreg­ur ekki úr verðbólgu. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt til að draga úr verðbólgu­vænt­ing­um, eft­ir­spurn og fram­boðsskorti á hús­næði fyr­ir venju­legt fólk.

Þetta er ekki allt að koma í bar­átt­unni við verðbólg­una með fjár­laga­frum­varp­inu. Við höld­um áfram að bíða og fylgj­umst með áhrif­um hæstu stýri­vaxta á Vest­ur­lönd­um. Það sem er að koma og sam­fé­lagið bíður eft­ir eru kosn­ing­ar.

Höf­und­ur er þingmaður fyrir Flokk fólks­ins og 2. vara­formaður fjár­laga­nefnd­ar.




Skoðun

Skoðun

Kona, vertu ekki fyrir!

Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar

Sjá meira


×