Þegar sorgin bankar upp á Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 21. september 2024 12:02 Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Sá sorglegi atburður sem átti sér stað þann 24 ágúst í miðborg Reykjavíkur er ungur maður ræðst á ungmenni með hníf sem leiddi til dauða ungrar stúlku fáum dögum síðar hefur valdið sorg um allt samfélagið og komið af stað miklum umræðum um unga fólkið okkar. Sorg foreldra og aðstandanda Bryndísar Klöru Birgisdóttur sem einungis var 17 ára gömul hlýtur að vera óyfirstíganleg, samfélagið allt hefur umvafið þau síðustu daga en það færir þeim ekki barnið þeirra aftur, hugur okkar allra er hjá þeim. En það er líka sorg hjá foreldrum unga mannsins, það er erfitt að skilja hvernig barnið manns getur gert svona, að barnið manns sé morðingi. Hugur minn er líka hjá þeim. Þau geta ekki borið sorg sína á torg, en þetta er erfitt fyrir þau að takast á við, þau geta ekki tekið utan um barnið sitt og huggað það eða verið hjá honum, hann er í fangelsi einn og hræddur, bara kaldir veggirnir og læst hurð, engin sími né tölva, bara sjónvarp. Hann er líka barn, bara 16 ára. Hann á yfir höfði sér langan dóm, vonandi verður hann ekki gerður að fordæmi heldur fái sanngjarnan dóm sökum ungs aldurs og fái hjálp til að vinna í sínum málum. 16 ár fyrir morð er algengt, þurfa að sitja inni allavega 8 ár er langur tími á viðkvæmum mótunarárum ungs mans. Fyrst um sinn verður hann sennilega á Stuðlum en svo sendur á Litla-Hraun þegar hann hefur aldur til, það er ekki góður staður fyrir óharðnaðan ungling. Góða nótt minn litli ljúfur, mitt ljósið bjarta. Lífið hefur öðlast tilgang með þér. B.G. & Ingibjörg - Þín innsta þrá Að fá þessa hringingu, barnið þitt er alvarlega slasað þekki ég af eigin raun, eftir slys í félagsmiðstöð vegna vítaverðs gáleysis starfsmanns, var syni mínum vart hugað líf en sem betur fer lifði hann af, en hann náði sér aldrei alveg eftir slysið og leiddist út í neyslu ávana og fíkniefna sem hann fjármagnað aðallega með að stela úr búðum. Að fá hringingu frá barninu sínu úr fangelsi er rosalega erfitt, að fara í fyrstu heimsóknina, tekur mikið á sálrænt, það er ekki hægt að lýsa því hvernig það er að þurfa að fara og verða að skilja barnið sitt eftir, eitt og hrætt, maður venst því aldrei, því veit ég það af eigin raun að Litla-Hraun er ekki staður fyrir unga óharðnaðan menn. En hann er að standa sig vel í dag, en þetta voru erfið ár, hann er sonur minn og mér þykir innilega vænt um hann og ekkert sem hann hefur gert breytir því, en ég óska engum að kynnast því af eigin raun að eiga barn í fangelsi. Vona ég að við sem samfélag dæmum ekki unga manninn of hart hann er bara 16 ára, vissulega var árásin hrottaleg en það færir okkur ekki Bryndísi Klöru til baka. Þó ég sé hér að setjast beggja megin við borðið þá þekki ég ekki neitt af þessu fólki og veit ekki þeirra sögu né aðdragandann að þessari árás. Umfjöllun Kveiks um Litla-Hraun: „Það er svolítið litið á okkur eins og dýr,“ segir annar. „Við erum fólk. Við erum manneskjur, þótt við séum í fangelsi.“ Refsingin sem á að endurhæfa menn um leið Höfundur vottar ykkur innilega samúð sína.
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar