Anton Sveinn fór fjórum sinnum á Ólympíuleikana á sundferli sínum en ákvað að segja það gott eftir Ólympíuleikana í París í sumar.
Stofnfundur Freyfaxa fór fram í gær og var þá kosið í stjórn hans. Auk Antons skipa stjórnina Einar Jóhannes Guðnason, viðskiptastjóri; Eden Ósk Eyjólfsdóttir, menntaskólanemi; Valgerður Helgadóttir, starfsmaður hjá Landspítalanum og Viktor Leví Andrason, leikari.
„Grunnstoðir samfélagsins eru laskaðar og við sættum okkur ekki við það ástand. Það er kominn tími á skynsemishyggju í efnahags-, húsnæðis-, og menntamálum. Miðflokkurinn mun leiða á grundvelli þeirrar stefnu,“ sagði Anton Sveinn í kjölfar formannskjörsins.