„Endum leikinn sem betra liðið“ Ólafur Þór Jónsson skrifar 22. september 2024 17:22 Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra. Vísir/Pawel Vestri sóttu eitt stig á Meistaravelli í dag er liðið heimsótti KR í fyrstu umferð úrslitakeppni Bestu deildarinnar. Leiknum lauk með 2-2 jafntefli eftir frábæran seinni hálfleik. Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“ Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira
Davið Smári Lamude þjálfari Vestra hafði blendnar tilfinningar eftir leik þar sem hans lið jafnaði leikinn tvisvar eftir að hafa lent undir. „Tilfinningin núna er beggja blands. Er svekktur en er mjög ánægður með mitt lið. Sýndum mikinn karakter í dag. Lendum tvisvar undir og komum til baka í bæði skiptin. Endum leikinn sem betra liðið.“ Vestri skoraði tvö mörk í seinni hálfleik en KR var mun meira með boltann. Þrátt fyrir það fannst Davíð Smára liði stýra leiknum í seinni hálfleik. „Við fórum illa með boltann í fyrri hálfleik og vildum helst losa okkur við hann. Við vorum öllu hugrakkari í seinni hálfleik og héldum boltanum töluvert betur. Færðum liðið þá ofar og vorum aðeins minna að sækja bara með skyndisóknum. Heilt yfir er ég gríðarlega stoltur af liðinu.“ sagði Davíð og bætti við um frammistöðuna: „Kannski heilt yfir ekkert alltof sáttur með varnarleikinn. Mér fannst mörkin bæði sem KR skorar vera ódýr og það er ólíkt okkur. Ofboðslega sáttur við Vestraliðið í dag. Þetta er búið að vera brekka frá byrjun móts og liðið er gríðarlega sterkt andlega. Við vorum alltaf búnir undir það að þurfa að fara þessa löngu og erfiðu brekku. Mér finnst liðið bara á góðum stað til að takast á við þessa leiki sem framundan eru.“ Vestri skoraði tvö mörk í dag en hafa verið í vandræðum með að skora uppá síðkastið. Davíð tók undir þá staðhæfingu blaðamanns að Vestri þyrfti mörg færi til að skora mörkin og bætti við: „Ofboðslega svekkjandi að skora ekki úr færinu hérna í lokin sem Andri Rúnar fær. Það hefði verið alveg til að toppa þennan leik. Það er bara áfram í þessu og getum ekki beðið eftir næsta leik.“ sagði Davíð og bætti við um framhaldið: „Það er bara áfram gakk. Það eru fjórir leikir eftir og nóg af stigum í boði þannig við erum bara tilbúnir í það.“
Besta deild karla Vestri KR Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Fleiri fréttir Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Sjá meira