Liðsfélagi Arnórs með bitför eftir andstæðing Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2024 22:45 Milutin Osmajic virtist bíta Owen Beck í leik Preston og Blackburn í dag. Dave Howarth - CameraSport via Getty Images Milutin Osmajic, liðsfélagi Stefáns Teits Þórðarsonar hjá Preston North End í ensku B-deildinni, gæti verið á leið í langt bann fyrir að bíta andstæðing sinn í leik liðsins gegn Blackburn Rovers í dag. Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira
Preston og Blackburn gerðu markalaust jafntefli er liðin mættust í ensku B-deildinni í dag, í leik þar sem Stefán Teitur sat á bekknum allan tímann. Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn, en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í leik dagsins. Owen Beck, sem leikur með Blacburn á láni frá Liverpool, var sendur af velli með beint rautt spjald á 89. mínútu í leik liðsins gegn Preston fyrir að ráðast að Duane Holmes, leikmanni Preston. Í kjölfarið brutust út mikil læti og að þeim loknum reyndi Beck að útskýra fyrir dómaranum að hann hefði verið bitinn í látunum. Beck sakaði áðurnefndan Osmajic um verknaðinn og fékk Svartfellingurinn að lokum að líta gult spjald. Preston’s Osmajic has literally tried to take a chunk out of his neck!!!🤯🤯🤯Yellow card given… #rovers #pnefc pic.twitter.com/BXWndo4f9s— The 44 ⚽️ (@The_Forty_Four) September 22, 2024 Í endursýningum í sjónvarpi, sem má sjá á X-færslunni hér fyrir ofan, má sjá þegar Osmajic virðist bíta Beck af miklu afli í bakið. „Owen er með stórt bitfar aftan á hálsinum og það er skammarlegt að dómarinn hafi ekki séð atvikið,“ sagði John Eustace, þjálfari Blackburn, í viðtali eftir leikinn. Gera má ráð fyrir því að Osmajic eigi yfir höfði sér langt bann fyrir verknaðinn, en Luis Suarez, þá leikmaður Liverpool, fékk tíu leikja bann fyrir að bíta Branislav Ivanovic í leik gegn Chelsea árið 2013.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Sjá meira