Mannréttindabrot á vinnumarkaði Helgi Brynjarsson skrifar 23. september 2024 07:02 Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mannréttindi Félagasamtök Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á dögunum lagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fram frumvarp um félagafrelsi á vinnumarkaði í þriðja sinn. Markmið frumvarpsins er að tryggja félagafrelsi á vinnumarkað í samræmi við ákvæði stjórnarskrárinnar, Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Yrði frumvarpið að lögum nyti félagafrelsi launafólks á Íslandi loksins sömu verndar og á hinum Norðurlöndunum, en frumvarpið er gert að fyrirmynd dönsku löggjafarinnar um félagafrelsi á vinnumarkaði (d. lov om foreningsfrihed på arbejdsmarkedet). Í frumvarpinu felast ýmsar breytingar sem eru til þess fallnar að gefa launafólki raunverulegt val um það hvaða félagi þeir tilheyra eða tilheyra ekki, en m.a. er lagt til bann við svokölluðum forgangsréttarákvæðum í kjarasamningum, sem víða má finna á almennum vinnumarkaði. Slík ákvæði eru einhverra hluta vegna enn við lýði hér á landi, þrátt fyrir að slík ákvæði séu talin brjóta gegn rétti manna til að standa utan félaga af Mannréttindadómstól Evrópu, Evrópunefndinni um félagslegt réttlæti og öllum öðrum vestrænum þjóðum. Bannað að ráða hæfasta einstaklinginn Samkvæmt efni sínu útiloka forgangsréttarákvæði í raun alla launamenn sem ekki tilheyra tilteknu stéttarfélagi frá því að hljóta tiltekin störf og eru slík ákvæði í flestum ef ekki öllum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði hér á landi. Rétt er þó að hafa í huga að forgangsréttarákvæði fyrirfinnast ekki á opinberum vinnumarkaði, enda myndi það stríða gegn reglunni um að ráða beri hæfasta umsækjandann hverju sinni. Í forgangsréttarákvæðum felst nefnilega að atvinnurekanda er skylt að ráða félagsmenn tiltekins stéttarfélags fram yfir félagsmenn annarra félaga eða ófélagsbundna launamenn. Svo lengi sem umsækjandi um starf er félagsmaður þess stéttarfélags og uppfyllir lágmarkshæfnisskilyrði starfsins, sem eru oft og tíðum ekki önnur en að vera eldri en 14 ára og á lífi, er atvinnurekanda óheimilt að ráða þá sem standa utan þess félags, jafnvel þó þeir séu að öllu leyti mun hæfari til starfsins. Það sama á við þegar atvinnurekandi þarf að draga saman seglin og fækka starfsfólki, en þá ber atvinnurekanda að segja upp þeim sem standa utan félagsins fremur en félagsmönnum þess, óháð öllu öðru, s.s. frammistöðu í starfi. Á almennum vinnumarkaði er því raunin sú að í mörgum tilvikum er atvinnurekanda hreinlega óheimilt að ráða hæfasta einstaklinginn í starfið, þökk sé forgangsréttarákvæðum kjarasamninga. Andstaðan á Alþingi Það vekur furðu að þá sjaldan sem lögð er fram sérstök mannréttindalöggjöf hafa ákveðnir stjórnmálaflokkar, sem á tyllidögum telja sig vera sérstaka boðbera réttlætis og mannréttinda umfram aðra, barist hatrammlega gegn frumvarpinu. Það kann að vera að hinn meinti áhugi þeirra á mannréttindum sé í raun lítið annað en innihaldslausar upphrópanir fremur er raunveruleg virðing fyrir réttindum einstaklinga. Sést það best á því að gagnrýnin á frumvarp Óla Björns hefur lítið sem ekkert snúið að efni frumvarpsins, heldur aðallega að flutningsmönnum þess, en margir virðast standa í þeirri trú að þar sem frumvarpið kemur frá þingflokki Sjálfstæðisflokksins hljóti einhvers konar illur ásetningur að liggja þar að baki. Leggi menn hins vegar pólitíska heift sína til hliðar og lesi frumvarpið er öllum ljóst að engar annarlegar hvatir liggja þar að baki, enda er frumvarpið í fullu samræmi við alla mannréttindasáttmála sem Ísland hefur undirritað, sem og löggjöf nágrannaþjóða okkar. Guðmundur Ingi til bjargar? Það vakti athygli í júní sl. þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, fullgilti endurskoðaðan Félagsmálasáttmála Evrópu fyrir hönd Íslands, en Ísland fullgilti samninginn upphaflega árið 1976. Þessi ákvörðun ráðherrans er áhugaverð þar sem forgangsréttarákvæði kjarasamninga brjóta einmitt gegn 5. gr. sáttmálans um félagafrelsi, en íslenska ríkið hefur margsinnis fengið ákúrur þess efnis frá Evrópunefndinni um félagsleg réttindi, sem er nefnd óháðra sérfræðinga sem hefur eftirlit með framkvæmd sáttmálans. Er því ekki við öðru að búast en að ráðherrann grípi til aðgerða til að sporna við áframhaldandi brotum gegn sáttmálanum, enda getur varla nokkur maður trúað því að ráðherra VG myndi láta sér detta í hug jafn óheiðarlega dyggðarskreytingu og að fullgilda alþjóðlegan sáttmála ef hann hefur engan áhuga á því að fylgja honum eftir. Höfundur er lögfræðingur og starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun