Bara tvær fljótari en Sveindís Sindri Sverrisson skrifar 23. september 2024 16:32 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru báðar gullleikmenn í FC 25 tölvuleiknum. Sveindís er einn fljótasti leikmaður leiksins. vísir/Anton Sveindís Jane Jónsdóttir er þriðja fljótasta knattspyrnukona heims, ef miðað er við tölurnar í nýjustu útgáfu FC fótboltatölvuleiksins. FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn. Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
FC 25 er væntanlegur úr smiðju EA Sports en um er að ræða vinsælasta fótboltatölvuleik í heimi. Meistaradeild kvenna birtir í dag nokkra topplista yfir leikmenn úr leiknum og þar á meðal yfir þær fljótustu, og er Sveindís í þriðja sætinu. Þær sem að tölvuleikurinn telur að séu enn fljótari en keflvíska rakettan eru þær Tabitha Chawinga frá Malaví, sem spilar með Lyon, og hin spænska Salma Paralluelo úr Barcelona. Sveindís er með 92 af 100 mögulegum í hraða, en Paralluelo með 93 og Chawinga 94. View this post on Instagram A post shared by UEFA Women’s Champions League (@wchampionsleague) Glódís Perla Viggósdóttir, sem nýverið var tilnefnd til Gullboltans fyrst Íslendinga, er hins vegar efst Íslendinga þegar kemur að heildareinkunn í leiknum. Glódís er með 84 í heildareinkunn og því ein af bestu varnarmönnunum í leiknum. Fjórar íslenskar konur og einn karl í gulli Sveindís kemur næst á eftir Glódísi með 82 í heildareinkunn. Þær eru tvær af fjórum íslenskum knattspyrnukonum sem flokkast sem gullleikmenn í Ultimate Team útgáfu leiksins. Hinar eru þær Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, með 78 í einkunn. Albert Guðmundsson er eini leikmaður karlalandsliðs Íslands sem flokkast sem gullleikmaður. Albert, sem skoraði tvö mörk í fyrsta leik fyrir Fiorentina í gær, er með 80 í heildareinkunn. Næstir á eftir honum eru Hákon Arnar Haraldsson og Hörður Björgvin Magnússon með 74 í einkunn.
Rafíþróttir Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira