Fyrrum lögmaður Trump vill í enska boltann Valur Páll Eiríksson skrifar 24. september 2024 07:03 Tacopina var verjandi Trump í málaferlum vegna kynferðisofbeldis og ærumeiðinga. Trump var fundinn sekur í maí í fyrra. Andrew Kelly-Pool/Getty Images Joe Tacopina, fyrrum lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Repúblikana, hyggst kaupa enskt knattspyrnulið og líkja eftir árangri Wrexham. Kaup hans hafa ekki enn verið heimiluð vegna brota hans í ítalska fótboltanum. Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur. Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira
Tacopina er 58 ára gamall New York-búi af ítölskum ættum. Hann hefur átt í viðræðum um kaup á Tranmere Rovers um sex mánaða skeið en bíður þess að ensk knattspyrnuyfirvöld heimili skiptin. Tranmere er staðsett í Liverpool-borg og er í fjórðu efstu deild (League Two) í ensku deildarkeppninni. Liðið hefur verið í eigu Mark Palios, fyrrum framkvæmdastjóra hjá enska knattspyrnusambandinu, ásamt eiginkonu hans Nicolu frá árinu 2014. Tacopina er sagður vilja leika eftir árangur Hollywood-leikaranna Ryan Reynolds og Rob McElhenney hjá Wrexham. Þeir félagar keyptu félagið árið 2020, þegar það hafði verið fast í utandeildinni um árabil, en það er nú komið upp í C-deild og virðist uppgangur þess ætla að halda áfram. Tacopina hefur unnið sér það til frægðar vestanhafs að verja heimsfrægt fólk. Hann var lögmaður Michael Jackson um tíma, hafnaboltastjörnunnar Alex Rodriguez auk rapparans A$AP Rocky. Þá hefur hann reglulega tjáð sig um málaferli líðandi stundar í sjónvarpi. Tacopina var lögmaður Donalds Trump, fyrrum Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda Repúblikanaflokksins, um árabil. Hann varði Trump í máli tengdu kynferðisofbeldi og ærumeiðingum í garð E. Jean Carroll. Trump neitaði sök en var fundinn sekur í einkamáli sem Carroll höfðaði gegn honum í maí í fyrra. Leiðir þeirra Tacopina og Trump skildu í janúar á þessu ári. Auk þess að vera vel þekktur vestanhafs er hann kunnur á Ítalíu, sér í lagi í fótboltaheiminum þarlendis. Hann var hluti af bandarískum hópi sem keypti Roma árið 2011 áður en hann seldi hlut sinn og keypti þess í stað Bologna árið 2014. Hann seldi Bologna aðeins ári síðar til að kaupa Venezia í Feneyjum og í hans eignartíð fór liðið frá fjórðu deild upp í aðra. Hann var heiðraður í Feneyjum fyrir hlut sinn í að bjarga félaginu frá glötun en færði sig aftur um set árið 2020 þegar hann keypti lið SPAL í Ferrara. Joe Tacopina fylgist með leik Spal og Genoa í ítalska bikarnum.Getty/Simone Arveda SPAL var síðast í ítölsku A-deildinni árið 2020 en féll í þriðju deildina síðasta vor. Liðið hóf yfirstandandi leiktíð með þrjú stig í mínus þar sem það greiddi ekki skatta í janúar og febrúar á þessu ári. Tacopina hlaut þriggja mánaða bann frá ítölskum knattspyrnuyfirvöldum, sem foresti félagsins. SPAL áfrýjaði dómnum og kenndi um mistökum banka, án árangurs og var refsingin staðfest í sumar. Reglur eru í gildi um háttvísi nýrra eigenda sem vilja kaupa félag í enska fótboltanum og eru reglubrot Tacopina á Ítalíu töld tefja yfirtöku hans á Tranmere. Hann er sagður vongóður og hugsar stórt. Hann vilji hífa bæði Tranmere og SPAL upp deildirnar í löndunum tveimur.
Enski boltinn Donald Trump Fótbolti Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Þetta er vitað um banaslysið sem Anthony Joshua slapp lifandi úr Sport Fleiri fréttir „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Sjá meira