Erlent

Sonur til­ræðis­mannsins hand­tekinn vegna barna­níðs­efnis

Samúel Karl Ólason skrifar
Sonur Ryans Routh var handtekinn eftir að hundruð skráa sem innihéldu barnaníðsefni fundust í símum í hans fórum.
Sonur Ryans Routh var handtekinn eftir að hundruð skráa sem innihéldu barnaníðsefni fundust í símum í hans fórum. AP/Hédi Aouidj

Oran Routh, sonur Ryan Routh, sem grunaður er um að hafa ætlað að bana Donald Trump á dögunum, var handtekinn í dag. Hann er grunaður um vörslu barnaníðsefni og var handtekinn í kjölfar leitar sem gerð var á heimili hans í Norður-Karólínu.

Leitin snerist ekki barnaníðsefni en hald var lagt á snjalltæki og tölvur í hans eigu og fundu rannsakendur hundruð skráa með myndefni af barnaníði, samkvæmt dómskjölum frá Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), sem AP fréttaveitan vísar í.

Skrárnar fundust á tveimur farsímum sem Routh hafði í fórum sínum, samkvæmt frétt ABC News, en um bæði myndir og myndbönd er að ræða. Oran Routh er grunaður um að hafa keypt myndbandið á netinu í sumar og vísa rannsakendur FBI í samskipti hans við annan aðila frá því í júlí.

Routh stendur frammi fyrir tveimur ákærum sem snúa að móttöku og vörslu barnaníðsefni. Hann mun mæta fyrir dómara seinna í dag.

Ryan Routh, faðir Oran, var handtekinn í Flórída fyrr í þessum mánuði eftir að lífverðir Trump sáu hann með byssu á golfvelli Trump í Virginíu. Hann náði ekki að hleypa af skoti en lífverðirnir skutu á hann og hann flúði en var síðar handtekinn.

Hann stendur frammi fyrir ákæru vegna vopnalagabrota en gæti enn verið ákærður fyrir morðtilræði. Nýverið var opinberað að hann sendi vini sínum skilaboð og sagðist ætla að myrða Trump.


Tengdar fréttir

Ætlaði sér að ráða Trump af dögum

Karlmaður sem var handtekinn við golfvöll Donalds Trump fyrr í þessum mánuði skrifaði skilaboð til vinar síns um að hann ætlaði sér að myrða fyrrverandi forsetann. Þá hélt hann lista yfir viðburði þar sem Trump yrði viðstaddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×